Árni Mathiesen segir eðlilegt að leita til FAO með Samherjamálið Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2019 16:53 Kristján Þór vill að FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum íslenskra útgerða og það erindi ratar á borð Árna Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. „Alltaf gott þegar aðildarþjóðirnar hafa frumkvæði að uppbyggilegum aðgerðum. Spilling er einn helsti þröskuldur þróunar mjög víða í heiminum,“ segir Árni M. Mathiesen aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Alþjóðamatvælastofnuninni (FAO) í samtali við Vísi. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. Um er að ræða eina af sjö aðgerðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar Samherjamálsins til að auka traust á íslensku atvinnulífi.Deild Árna leiðandi í málum varðandi ólöglegar fiskveiðar Einhver kynni að segja að heimurinn sé lítill sé litið til þess að erindi sem þetta rati á borð Árna sem er einmitt fyrrverandi fjármála- og sjávarútvegsráðherra Íslands. Og flokksbróðir Kristjáns Þórs. „Deildin sem ég stýri í FAO er leiðandi í málefnum sem varða ólöglegar fiskveiðar og erum við með sérstak einingu sem sinnir svo kölluðum IUU málum og PSMA samningnum. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem styðja það verkefni sérstaklega. Deildin er sennilega stærsta alþjóðlega einingin sem sinnir málefnum fiskveiðistjórnunnar í heiminum.“ Ísland oft komið við sögu FAO Árni segir Ísland oft hafa borið upp framfaramál í FAO sem hafa gengið eftir. „Það er því ekki óeðlilegt að íslensk stjórnvöld hafi samband við okkur um svona mál. Þar sem þetta eru mjög flókin mál geri ég ráð fyrir að við leitum samstarfs við aðra alþjóðlega aðila. En þetta er enn þá bara á byrjunarreit.“ Árni segir alveg útilokað að segja til um hvenær einhverrar niðurstöðu sé að vænta í málinu, það þurfi að taka í skrefum. Ár? „Ég geri ekki ráð fyrir að málinu verði lokið á einu ári en að hvað sé rétt og hægt að gera verði ljóst á þó nokkuð skemmri tíma.“ Þá telur Árni, spurður um hvort það hafi ekki komið sér á óvart að mál sem þetta elti hann til FAO frá Íslandi. „Það er eðlilegt að Íslandi geri eitthvað á framhaldi af uppkomu svona máls og FAO eðlilegur aðili til að leita til.“ Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ríkisstjórn kynnir aðgerðir vegna Samherjamálsins: Verjast mútum, hagsmunaárekstrum og auka gagnsæi stærri fyrirtækja Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. Um er að ræða viðbrögð í kjölfar Samherjamálsins. 19. nóvember 2019 12:02 Þorgerður Katrín segir aðgerðaráætlun ríkisstjórnar kattarþvott Formaður Viðreisnar segir áætlunina hvorki fugl né fisk. 19. nóvember 2019 13:08 Kristján Þór óskar eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunar á viðskiptaháttum útgerða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. 19. nóvember 2019 12:27 Guðni segir blekkingar, svik og mútur óverjandi Forseti Íslands áréttar að útgerðin verði að sýna heilindi á erlendum vettvangi. 19. nóvember 2019 09:44 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira
„Alltaf gott þegar aðildarþjóðirnar hafa frumkvæði að uppbyggilegum aðgerðum. Spilling er einn helsti þröskuldur þróunar mjög víða í heiminum,“ segir Árni M. Mathiesen aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Alþjóðamatvælastofnuninni (FAO) í samtali við Vísi. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. Um er að ræða eina af sjö aðgerðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar Samherjamálsins til að auka traust á íslensku atvinnulífi.Deild Árna leiðandi í málum varðandi ólöglegar fiskveiðar Einhver kynni að segja að heimurinn sé lítill sé litið til þess að erindi sem þetta rati á borð Árna sem er einmitt fyrrverandi fjármála- og sjávarútvegsráðherra Íslands. Og flokksbróðir Kristjáns Þórs. „Deildin sem ég stýri í FAO er leiðandi í málefnum sem varða ólöglegar fiskveiðar og erum við með sérstak einingu sem sinnir svo kölluðum IUU málum og PSMA samningnum. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem styðja það verkefni sérstaklega. Deildin er sennilega stærsta alþjóðlega einingin sem sinnir málefnum fiskveiðistjórnunnar í heiminum.“ Ísland oft komið við sögu FAO Árni segir Ísland oft hafa borið upp framfaramál í FAO sem hafa gengið eftir. „Það er því ekki óeðlilegt að íslensk stjórnvöld hafi samband við okkur um svona mál. Þar sem þetta eru mjög flókin mál geri ég ráð fyrir að við leitum samstarfs við aðra alþjóðlega aðila. En þetta er enn þá bara á byrjunarreit.“ Árni segir alveg útilokað að segja til um hvenær einhverrar niðurstöðu sé að vænta í málinu, það þurfi að taka í skrefum. Ár? „Ég geri ekki ráð fyrir að málinu verði lokið á einu ári en að hvað sé rétt og hægt að gera verði ljóst á þó nokkuð skemmri tíma.“ Þá telur Árni, spurður um hvort það hafi ekki komið sér á óvart að mál sem þetta elti hann til FAO frá Íslandi. „Það er eðlilegt að Íslandi geri eitthvað á framhaldi af uppkomu svona máls og FAO eðlilegur aðili til að leita til.“
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ríkisstjórn kynnir aðgerðir vegna Samherjamálsins: Verjast mútum, hagsmunaárekstrum og auka gagnsæi stærri fyrirtækja Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. Um er að ræða viðbrögð í kjölfar Samherjamálsins. 19. nóvember 2019 12:02 Þorgerður Katrín segir aðgerðaráætlun ríkisstjórnar kattarþvott Formaður Viðreisnar segir áætlunina hvorki fugl né fisk. 19. nóvember 2019 13:08 Kristján Þór óskar eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunar á viðskiptaháttum útgerða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. 19. nóvember 2019 12:27 Guðni segir blekkingar, svik og mútur óverjandi Forseti Íslands áréttar að útgerðin verði að sýna heilindi á erlendum vettvangi. 19. nóvember 2019 09:44 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira
Ríkisstjórn kynnir aðgerðir vegna Samherjamálsins: Verjast mútum, hagsmunaárekstrum og auka gagnsæi stærri fyrirtækja Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. Um er að ræða viðbrögð í kjölfar Samherjamálsins. 19. nóvember 2019 12:02
Þorgerður Katrín segir aðgerðaráætlun ríkisstjórnar kattarþvott Formaður Viðreisnar segir áætlunina hvorki fugl né fisk. 19. nóvember 2019 13:08
Kristján Þór óskar eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunar á viðskiptaháttum útgerða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. 19. nóvember 2019 12:27
Guðni segir blekkingar, svik og mútur óverjandi Forseti Íslands áréttar að útgerðin verði að sýna heilindi á erlendum vettvangi. 19. nóvember 2019 09:44