Tónlistarmenn frekar en kynning á landinu Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. nóvember 2019 07:45 Þorbjörg varði doktorsritgerð sína síðasta sumar. Fréttablaðið/Anton Brink „Útgangsspurningin hjá mér var kannski hver væru sérkenni íslenskrar tónlistar. Þetta spratt upp úr smá pirringi hjá mér yfir að vera að lesa endalaust umfjallanir um íslenska tónlist þar sem íslensk tónlist er sögð innblásin af náttúru og landslagi. Það rímaði ekki alveg við mína upplifun,“ segir Þorbjörg Daphne Hall, dósent í tónlistarfræðum við Listaháskóla Íslands. Þorbjörg er meðal rúmlega 250 fræðimanna sem halda erindi á Þjóðarspeglinum að þessu sinni. Þessi ráðstefna í félagsvísindum er nú haldin í tuttugasta sinn í Háskóla Íslands. Erindi Þorbjargar er hluti af málstofu um íslenska dægurtónlist en það byggir á doktorsritgerð hennar sem hún varði við Háskólann í Liverpool í sumar. Í ritgerðinni greindi Þorbjörg umfjöllun um íslenska tónlist og hvernig hún er sett fram í heimildarmyndum. „Ég talaði líka við tónlistarmenn um hvernig þeir sjálfir lýsa einkennum tónlistarsenunnar og greindi hvernig þeir setja sína tónlist fram í myndböndum og kynningarefni,“ segir Þorbjörg. Myndirnar sem hún dró fram hafi togast á og ekki verið samrýmanlegar. „Það er líka innri togstreita hjá tónlistarmönnum. Þeir vilja ekki endilega setja sig í þetta íslenska box en gera það kannski af því það virkar svo vel. Sumir þeirra sem ég talaði við vilja bara vera tónlistarmenn en ekki landkynning fyrir Ísland,“ útskýrir Þorbjörg. Á fyrsta áratug aldarinnar, þegar hljóðheimur krúttanna hafi verið ríkjandi, hafi þetta jafnvel haft áhrif á tónlistarsköpunina. „Ég held að þetta sé aðeins öðruvísi núna. Á þessum tíma var verið að leita eftir ákveðnu hljóði frá Íslandi. Það var eitthvað ákveðið sem passaði í boxið íslensk tónlist.“ Þorbjörg segir að listamenn eins og Björk og Sigur Rós hafi auðvitað haft gríðarleg áhrif á það hvernig fólk úti í heimi hugsar um íslenska tónlist. „Þetta er tónlistin sem er í kollinum á fólki þegar það er að skoða íslenska tónlist. Um leið og það opnar dyr fyrir suma getur það verið útilokandi fyrir þá sem passa ekki í þetta box. Það er akkúrat þessi togstreita sem ég er að skoða.“ Að sögn Þorbjargar eru rannsóknir á dægurtónlist vaxandi fræðigrein í heiminum. Tónlistarfræði séu hins vegar almennt ekki mjög sterk á Íslandi, þar sem ekki sé hægt að læra þau hérlendis. Þó hafi hún og Arnar Eggert Thoroddsen skilað doktorsritgerðum um dægurtónlist á þessu ári. „Við erum með gríðarlega mikið af flottum listamönnum og við viljum ekki síður hafa fólk til að fjalla um listina og listamennina og segja okkur hvaða þýðingu þetta hefur. Það er mjög mikilvægt að mínu mati,“ segir Þorbjörg. Málstofan sem ber heitið „Íslensk dægurtónlist – vaxandi rannróknarvettvangur“ hefst klukkan 15 í dag og fer fram í stofu 101 í Odda. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
„Útgangsspurningin hjá mér var kannski hver væru sérkenni íslenskrar tónlistar. Þetta spratt upp úr smá pirringi hjá mér yfir að vera að lesa endalaust umfjallanir um íslenska tónlist þar sem íslensk tónlist er sögð innblásin af náttúru og landslagi. Það rímaði ekki alveg við mína upplifun,“ segir Þorbjörg Daphne Hall, dósent í tónlistarfræðum við Listaháskóla Íslands. Þorbjörg er meðal rúmlega 250 fræðimanna sem halda erindi á Þjóðarspeglinum að þessu sinni. Þessi ráðstefna í félagsvísindum er nú haldin í tuttugasta sinn í Háskóla Íslands. Erindi Þorbjargar er hluti af málstofu um íslenska dægurtónlist en það byggir á doktorsritgerð hennar sem hún varði við Háskólann í Liverpool í sumar. Í ritgerðinni greindi Þorbjörg umfjöllun um íslenska tónlist og hvernig hún er sett fram í heimildarmyndum. „Ég talaði líka við tónlistarmenn um hvernig þeir sjálfir lýsa einkennum tónlistarsenunnar og greindi hvernig þeir setja sína tónlist fram í myndböndum og kynningarefni,“ segir Þorbjörg. Myndirnar sem hún dró fram hafi togast á og ekki verið samrýmanlegar. „Það er líka innri togstreita hjá tónlistarmönnum. Þeir vilja ekki endilega setja sig í þetta íslenska box en gera það kannski af því það virkar svo vel. Sumir þeirra sem ég talaði við vilja bara vera tónlistarmenn en ekki landkynning fyrir Ísland,“ útskýrir Þorbjörg. Á fyrsta áratug aldarinnar, þegar hljóðheimur krúttanna hafi verið ríkjandi, hafi þetta jafnvel haft áhrif á tónlistarsköpunina. „Ég held að þetta sé aðeins öðruvísi núna. Á þessum tíma var verið að leita eftir ákveðnu hljóði frá Íslandi. Það var eitthvað ákveðið sem passaði í boxið íslensk tónlist.“ Þorbjörg segir að listamenn eins og Björk og Sigur Rós hafi auðvitað haft gríðarleg áhrif á það hvernig fólk úti í heimi hugsar um íslenska tónlist. „Þetta er tónlistin sem er í kollinum á fólki þegar það er að skoða íslenska tónlist. Um leið og það opnar dyr fyrir suma getur það verið útilokandi fyrir þá sem passa ekki í þetta box. Það er akkúrat þessi togstreita sem ég er að skoða.“ Að sögn Þorbjargar eru rannsóknir á dægurtónlist vaxandi fræðigrein í heiminum. Tónlistarfræði séu hins vegar almennt ekki mjög sterk á Íslandi, þar sem ekki sé hægt að læra þau hérlendis. Þó hafi hún og Arnar Eggert Thoroddsen skilað doktorsritgerðum um dægurtónlist á þessu ári. „Við erum með gríðarlega mikið af flottum listamönnum og við viljum ekki síður hafa fólk til að fjalla um listina og listamennina og segja okkur hvaða þýðingu þetta hefur. Það er mjög mikilvægt að mínu mati,“ segir Þorbjörg. Málstofan sem ber heitið „Íslensk dægurtónlist – vaxandi rannróknarvettvangur“ hefst klukkan 15 í dag og fer fram í stofu 101 í Odda.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent