Bretar hvattir til að kjósa taktískt í þingkosningum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. nóvember 2019 07:45 Frjálslyndir demókratar vilja stöðva útgönguna. Nordicphotos/Getty Þingkosningar fara fram í Bretlandi fimmtudaginn 12. desember og vonast er til að afgerandi þingmeirihluti náist fyrir einhverri tillögu en ekki sundrað þing eins og nú er. Ný ríkisstjórn mun þá þurfa að hafa hraðar hendur því að Evrópusambandið hefur gefið útgöngufrest til 31. janúar og óvíst hvort hann verði mikið lengri. Bæði þeir sem styðja útgönguna og eru mótfallnir henni hvetja kjósendur til þess að kjósa taktískt í kosningunni, en líklegt er að útgangan verði aðalmál kosningabaráttunnar. Í Bretlandi eru einmenningskjördæmi og flokkur getur hæglega náð hreinum meirihluta á þingi með aðeins 35 prósenta fylgi. Samtökin Best for Britain, sem eru mótfallin útgöngunni, hafa til að mynda hvatt kjósendur í 370 kjördæmum til að styðja Verkamannaflokkinn en Frjálslynda demókrata í 180 kjördæmum. Samtökin hafa reiknað það út frá tölulegum upplýsingum um hvor flokkurinn eigi meiri möguleika á að sigra Íhaldsflokkinn í hverju kjördæmi fyrir sig. Nær þetta einungis til Englands og Wales þar sem búist er við því að Skoski þjóðarflokkurinn vinni í nærri öllum kjördæmum Skotlands. „Ef 30 prósent af evrópusinnuðum kjósendum kjósa flokk sem þeir myndu annars ekki gera, getum við komið í veg fyrir sigur Boris Johnson og komið á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna,“ sagði Naomi Smith, framkvæmdastjóri Best for Britain. Þá ætla samtökin Leave UK, sem styðja útgöngu, að setja upp sams konar síðu en fyrir þeim fer Arron Banks, sem fjármagnað hefur UKIP og Brexit flokk Nigels Farage. Brexit-flokkurinn mun bjóða fram í öllum kjördæmum en síðan á að sýna hvort sá flokkur eða Íhaldsflokkurinn á meiri möguleika á að vinna. Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Þingkosningar fara fram í Bretlandi fimmtudaginn 12. desember og vonast er til að afgerandi þingmeirihluti náist fyrir einhverri tillögu en ekki sundrað þing eins og nú er. Ný ríkisstjórn mun þá þurfa að hafa hraðar hendur því að Evrópusambandið hefur gefið útgöngufrest til 31. janúar og óvíst hvort hann verði mikið lengri. Bæði þeir sem styðja útgönguna og eru mótfallnir henni hvetja kjósendur til þess að kjósa taktískt í kosningunni, en líklegt er að útgangan verði aðalmál kosningabaráttunnar. Í Bretlandi eru einmenningskjördæmi og flokkur getur hæglega náð hreinum meirihluta á þingi með aðeins 35 prósenta fylgi. Samtökin Best for Britain, sem eru mótfallin útgöngunni, hafa til að mynda hvatt kjósendur í 370 kjördæmum til að styðja Verkamannaflokkinn en Frjálslynda demókrata í 180 kjördæmum. Samtökin hafa reiknað það út frá tölulegum upplýsingum um hvor flokkurinn eigi meiri möguleika á að sigra Íhaldsflokkinn í hverju kjördæmi fyrir sig. Nær þetta einungis til Englands og Wales þar sem búist er við því að Skoski þjóðarflokkurinn vinni í nærri öllum kjördæmum Skotlands. „Ef 30 prósent af evrópusinnuðum kjósendum kjósa flokk sem þeir myndu annars ekki gera, getum við komið í veg fyrir sigur Boris Johnson og komið á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna,“ sagði Naomi Smith, framkvæmdastjóri Best for Britain. Þá ætla samtökin Leave UK, sem styðja útgöngu, að setja upp sams konar síðu en fyrir þeim fer Arron Banks, sem fjármagnað hefur UKIP og Brexit flokk Nigels Farage. Brexit-flokkurinn mun bjóða fram í öllum kjördæmum en síðan á að sýna hvort sá flokkur eða Íhaldsflokkurinn á meiri möguleika á að vinna.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira