Hellakerfið Tham Luang í Chiang Rai héraði hefur verið lokað frá þeim umfangsmiklu björgunaraðgerðum sem fram fóru eftir að drengirnir festust.
Óhætt er að segja að heimsbyggðin öll hafi fylgst með framgangi björgunaraðgerðanna í júlí sem lauk með björgun þeirra allra. Einn kafari lét þó lífið í aðgerðinni.

25 til 30 manna hópar geta nú skoðað fyrsta salinn í hellakerfinu í einu, og að hámarki tvö þúsund á dag. Þá hefur verið opnað safn og afhjúpuð stytta af kafaranum sem lét lífið í björgunaraðgerðinni.
Drengirnir festust í hellakerfinu þann 23 júní á síðasta ári og var þeim bjargað á dögunum 8. til 10. júlí.
