Birkir laus við meiðsli og aldrei spilað betur: „Er ekki úr gleri“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2019 14:30 Birkir hefur byrjað tímabilið af krafti þrátt fyrir að hafa nánast ekkert æft í sumar. vísir/bára Afturelding tyllti sér á topp Olís-deildar karla með sigri á Íslandsmeisturum Selfoss, 32-31, að Varmá í gær. Þetta var fjórði eins marks sigur Aftureldingar í vetur. Birkir Benediktsson fór mikinn í leiknum og skoraði tíu mörk úr tíu skotum. „Þetta var ekki leiðinlegt og frábært að vinna þennan leik,“ sagði Birkir í samtali við Vísi í dag. Selfyssingar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með þremur mörkum að honum loknum, 14-17. „Við löguðum vörnina í seinni hálfleik. Við fengum 17 mörk á okkur í fyrri hálfleik en bara 14 í þeim seinni. Sóknarleikurinn var góður allan leikinn og við skoruðum 32 mörk sem er mjög gott,“ sagði Birkir sem var ánægður með eigin frammistöðu enda var allt inni hjá honum í gær. „Þetta gekk vel og ég er mjög ánægður,“ sagði Birkir. Mörkin tíu sem hann skoraði gegn Selfossi má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Birkir fór á kostum Birkir hefur leikið afar vel í upphafi móts og verið í hópi bestu leikmanna Olís-deildarinnar. Hann er búinn að skora 39 mörk í vetur og er með 80% skotnýtingu sem er frábært fyrir skyttu. „Mér hefur gengið mjög vel. Ég hitti vel í fyrsta leiknum og það hefur haldið áfram,“ sagði Birkir sem skoraði einnig tíu mörk úr tíu skotum gegn KA í 1. umferð Olís-deildarinnar. Puttabrotnaði þrisvar á einu og hálfu áriLíkt og fleiri leikmenn Aftureldingar hefur Birkir verið afar óheppinn með meiðsli á undanförnum árum. Hann brotnaði þrisvar sinnum á þumalfingri á einu og hálfu ári og gekkst svo undir aðgerð vegna meiðsla í mjöðm í sumar. Hann æfði því nánast ekkert fyrir tímabilið og fyrstu vikur þess spilaði hann bara leikina. En undanfarnar vikur hefur hann æft af krafti. „Mjöðmin var búin að plaga mig í nokkur ár. Ég glímdi ekki við meiðsli í yngri flokkunum og fyrstu árin í meistaraflokki. Og fyrir utan mjaðmarmeiðslin hafa þetta verið puttabrot sem eru bara óheppni,“ sagði Birkir. Þrátt fyrir tíð puttabrot segir hann að ekkert sé að beinunum í sér. „Ég er ekki úr gleri,“ sagði Birkir og hló. „Fólk var að segja að ég þyrfti að drekka meiri mjólk og svona en ég er víst með sterk og góð bein.“ Meiðslin ekki fælt áhugasöm lið fráBirkir vonast til að fá tækifæri í atvinnumennsku.vísir/báraBirkir átti góðu gengi að fagna með yngri landsliðum Íslands og var hluti af bronsliðinu á HM U-19 ára 2015. Erlend lið hafa sýnt honum áhuga en tíð meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Hann segir þó að meiðslin hafi ekki fælt lið frá. „Liðin afla sér upplýsinga um hvers eðlis meiðslin eru og sjá að þetta eru meiðsli sem lítið er hægt að gera í. Þau ættu ekki að há mér í framtíðinni,“ sagði Birkir. „Mig hefur alltaf langað að spila erlendis og set stefnuna á það.“ Afturelding hefur sýnt mikinn styrk í upphafi tímabils og verið sterkt á svellinu í jöfnum leikjum. „Þetta er fyrst og fremst hugarfarið,“ sagði Birkir aðspurður hvað hefði breyst á milli tímabila hjá Mosfellingum. „Við erum kaldari og náum að klára þessa jöfnu leiki.“ Vilja gera betur en síðustu árAfturelding er með tólf stig af 14 mögulegum eftir fyrstu sjö umferðirnar í Olís-deildinni.vísir/báraAfturelding ætlar sér stærri og meiri hluti en síðustu tvö tímabil þegar liðið hefur fallið út í 8-liða úrslitum. „Við höfum sett okkur nokkur lítil markmið og tökum þetta svolítið leik frá leik. Okkur var spáð 6.-7. sæti fyrir tímabilið en við ætlum okkur að gera betur en það.“ Á sunnudagskvöldið mætast tvö efstu lið Olís-deildarinnar, Afturelding og Haukar, að Varmá. Með sigri ná Mosfellingar tveggja marka forskoti á toppi deildarinnar. „Það er aldrei leiðinlegt að mæta Haukum og þetta verður spennandi,“ sagði Birkir að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Einar Andri: Alltof snemmt að spá í því Afturelding vann frábæran sigur á Íslandsmeisturum Selfoss í kvöld. 31. október 2019 21:44 Sjáðu æsispennandi lokasóknirnar er Afturelding fór á toppinn Afturelding vann í gær frábæran sigur á Íslandsmeisturum Selfoss í hörkuleik í Mosfellsbænum í gær. Með sigrinum fór Afturelding á topp deildarinnar. 1. nóvember 2019 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Selfoss 32-31 | Spennutryllir í Mosfellsbæ Karakterssigur hjá Mosfellingum. 31. október 2019 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Afturelding tyllti sér á topp Olís-deildar karla með sigri á Íslandsmeisturum Selfoss, 32-31, að Varmá í gær. Þetta var fjórði eins marks sigur Aftureldingar í vetur. Birkir Benediktsson fór mikinn í leiknum og skoraði tíu mörk úr tíu skotum. „Þetta var ekki leiðinlegt og frábært að vinna þennan leik,“ sagði Birkir í samtali við Vísi í dag. Selfyssingar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með þremur mörkum að honum loknum, 14-17. „Við löguðum vörnina í seinni hálfleik. Við fengum 17 mörk á okkur í fyrri hálfleik en bara 14 í þeim seinni. Sóknarleikurinn var góður allan leikinn og við skoruðum 32 mörk sem er mjög gott,“ sagði Birkir sem var ánægður með eigin frammistöðu enda var allt inni hjá honum í gær. „Þetta gekk vel og ég er mjög ánægður,“ sagði Birkir. Mörkin tíu sem hann skoraði gegn Selfossi má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Birkir fór á kostum Birkir hefur leikið afar vel í upphafi móts og verið í hópi bestu leikmanna Olís-deildarinnar. Hann er búinn að skora 39 mörk í vetur og er með 80% skotnýtingu sem er frábært fyrir skyttu. „Mér hefur gengið mjög vel. Ég hitti vel í fyrsta leiknum og það hefur haldið áfram,“ sagði Birkir sem skoraði einnig tíu mörk úr tíu skotum gegn KA í 1. umferð Olís-deildarinnar. Puttabrotnaði þrisvar á einu og hálfu áriLíkt og fleiri leikmenn Aftureldingar hefur Birkir verið afar óheppinn með meiðsli á undanförnum árum. Hann brotnaði þrisvar sinnum á þumalfingri á einu og hálfu ári og gekkst svo undir aðgerð vegna meiðsla í mjöðm í sumar. Hann æfði því nánast ekkert fyrir tímabilið og fyrstu vikur þess spilaði hann bara leikina. En undanfarnar vikur hefur hann æft af krafti. „Mjöðmin var búin að plaga mig í nokkur ár. Ég glímdi ekki við meiðsli í yngri flokkunum og fyrstu árin í meistaraflokki. Og fyrir utan mjaðmarmeiðslin hafa þetta verið puttabrot sem eru bara óheppni,“ sagði Birkir. Þrátt fyrir tíð puttabrot segir hann að ekkert sé að beinunum í sér. „Ég er ekki úr gleri,“ sagði Birkir og hló. „Fólk var að segja að ég þyrfti að drekka meiri mjólk og svona en ég er víst með sterk og góð bein.“ Meiðslin ekki fælt áhugasöm lið fráBirkir vonast til að fá tækifæri í atvinnumennsku.vísir/báraBirkir átti góðu gengi að fagna með yngri landsliðum Íslands og var hluti af bronsliðinu á HM U-19 ára 2015. Erlend lið hafa sýnt honum áhuga en tíð meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Hann segir þó að meiðslin hafi ekki fælt lið frá. „Liðin afla sér upplýsinga um hvers eðlis meiðslin eru og sjá að þetta eru meiðsli sem lítið er hægt að gera í. Þau ættu ekki að há mér í framtíðinni,“ sagði Birkir. „Mig hefur alltaf langað að spila erlendis og set stefnuna á það.“ Afturelding hefur sýnt mikinn styrk í upphafi tímabils og verið sterkt á svellinu í jöfnum leikjum. „Þetta er fyrst og fremst hugarfarið,“ sagði Birkir aðspurður hvað hefði breyst á milli tímabila hjá Mosfellingum. „Við erum kaldari og náum að klára þessa jöfnu leiki.“ Vilja gera betur en síðustu árAfturelding er með tólf stig af 14 mögulegum eftir fyrstu sjö umferðirnar í Olís-deildinni.vísir/báraAfturelding ætlar sér stærri og meiri hluti en síðustu tvö tímabil þegar liðið hefur fallið út í 8-liða úrslitum. „Við höfum sett okkur nokkur lítil markmið og tökum þetta svolítið leik frá leik. Okkur var spáð 6.-7. sæti fyrir tímabilið en við ætlum okkur að gera betur en það.“ Á sunnudagskvöldið mætast tvö efstu lið Olís-deildarinnar, Afturelding og Haukar, að Varmá. Með sigri ná Mosfellingar tveggja marka forskoti á toppi deildarinnar. „Það er aldrei leiðinlegt að mæta Haukum og þetta verður spennandi,“ sagði Birkir að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Einar Andri: Alltof snemmt að spá í því Afturelding vann frábæran sigur á Íslandsmeisturum Selfoss í kvöld. 31. október 2019 21:44 Sjáðu æsispennandi lokasóknirnar er Afturelding fór á toppinn Afturelding vann í gær frábæran sigur á Íslandsmeisturum Selfoss í hörkuleik í Mosfellsbænum í gær. Með sigrinum fór Afturelding á topp deildarinnar. 1. nóvember 2019 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Selfoss 32-31 | Spennutryllir í Mosfellsbæ Karakterssigur hjá Mosfellingum. 31. október 2019 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Einar Andri: Alltof snemmt að spá í því Afturelding vann frábæran sigur á Íslandsmeisturum Selfoss í kvöld. 31. október 2019 21:44
Sjáðu æsispennandi lokasóknirnar er Afturelding fór á toppinn Afturelding vann í gær frábæran sigur á Íslandsmeisturum Selfoss í hörkuleik í Mosfellsbænum í gær. Með sigrinum fór Afturelding á topp deildarinnar. 1. nóvember 2019 11:30
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Selfoss 32-31 | Spennutryllir í Mosfellsbæ Karakterssigur hjá Mosfellingum. 31. október 2019 22:15
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti