Þór Akureyri, botnlið Domino's deildar karla í körfubolta, hefur sent Bandaríkjamanninn Jamal Palmer heim samkvæmt heimildum Vísis.
Parker lék sinn síðasta leik fyrir Þór þegar liðið tapaði fyrir Tindastóli, 89-77, á Sauðárkróki í gær. Hann skoraði 17 stig í leiknum.
Í fimm leikjum með Þór var Palmer með 16,0 stig og 5,4 fráköst að meðaltali.
Þórsarar hafa tapað öllum fimm leikjum sínum í Domino's deild karla í vetur.
Næsti leikur liðsins er gegn Keflavík næsta fimmtudag.
Botnliðið sendir Bandaríkjamanninn heim

Tengdar fréttir

Nauðsynlegur sigur Stólanna á heimavelli
Tindastóll vann tólf stiga sigur á Þór Akureyri, 89-77, er liðin mættust í fimmtu umferð Dominos-deildar karla í Síkinu í kvöld.