Lækka styrkinn vegna leiðréttingar öryrkja Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. nóvember 2019 07:45 Þuríður Harpa Sigurðardóttir segir nauðsynlegt að bæði tekju- og eignaviðmið fylgi markaði, til dæmis hækkun húsaleigu. Fréttablaðið/Anton Brink Félagsbústaðir lækka sérstakan húsnæðisstuðning hjá þeim öryrkjum sem fengu bætur sínar leiðréttar samkvæmt lagasetningu í sumar. Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur ekki verið rætt um að hækka viðmiðin til þess að leiðréttingin skilaði sér til íbúanna. Í júlí var gerð breyting á lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar þar sem upphæðir örorkubóta voru hækkaðar og skerðingar lækkaðar. 65 prósent af tekjum örorkuþega hafa nú áhrif á útreikninga í stað 100 prósenta. Giltu þessar breytingar frá áramótum og því fengu öryrkjar leiðréttinguna greidda afturvirkt í ágúst. Þann 28. október tilkynntu Félagsbústaðir að sérstakur húsnæðisstyrkur myndi lækka eða falla niður hjá hluta leigjenda vegna lagabreytinganna þar sem þeir væru komnir yfir tekjuviðmiðin. Þá munu almennar húsnæðisbætur frá Íbúðalánasjóði einnig lækka í sumum tilfellum. Öryrkjar fundu fyrir þessari skerðingu í fyrsta skipti nú um mánaðamótin. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir bagalegt að leiðréttingar skili sér ekki til fólksins. Hið opinbera taki úr öðrum vasa sínum og setji í hinn. „Þessi keðjuverkun sem á sér stað sýnir hvað kerfið okkar er rosalega götótt,“ segir Þuríður. „Það er hörmulegt að horfa upp á að þegar öryrkjar ná fram einhverri réttarbót, að þeir fá einhverja peninga í vasann, þá sé það tekið til baka í einhverju öðru formi. Eins og í þessu tilviki í lækkun húsnæðisstuðnings.“ Segir hún þetta þýða að fólk verði áfram í framfærsluvanda og jafnvel í verri stöðu. Að mati Þuríðar er nauðsynlegt að hækka viðmið, bæði tekjuviðmið og eignaviðmið, á ýmsum stöðum í kerfinu. Þau hafi ekki fylgt almennum markaði, til dæmis mikilli hækkun á leiguverði húsnæðis. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að ef viðmiðum húsnæðisstuðnings yrði breytt yrði það að hanga saman við viðmið ríkisins um húsnæðisbætur. Þessi mál séu endurskoðuð um hver áramót. „Mér sýnist ríkið vera að hækka lífeyrisgreiðslur en lækka húsnæðisbætur á móti. Við erum aðeins með viðbót fyrir allra tekjulægsta hópinn,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
Félagsbústaðir lækka sérstakan húsnæðisstuðning hjá þeim öryrkjum sem fengu bætur sínar leiðréttar samkvæmt lagasetningu í sumar. Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur ekki verið rætt um að hækka viðmiðin til þess að leiðréttingin skilaði sér til íbúanna. Í júlí var gerð breyting á lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar þar sem upphæðir örorkubóta voru hækkaðar og skerðingar lækkaðar. 65 prósent af tekjum örorkuþega hafa nú áhrif á útreikninga í stað 100 prósenta. Giltu þessar breytingar frá áramótum og því fengu öryrkjar leiðréttinguna greidda afturvirkt í ágúst. Þann 28. október tilkynntu Félagsbústaðir að sérstakur húsnæðisstyrkur myndi lækka eða falla niður hjá hluta leigjenda vegna lagabreytinganna þar sem þeir væru komnir yfir tekjuviðmiðin. Þá munu almennar húsnæðisbætur frá Íbúðalánasjóði einnig lækka í sumum tilfellum. Öryrkjar fundu fyrir þessari skerðingu í fyrsta skipti nú um mánaðamótin. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir bagalegt að leiðréttingar skili sér ekki til fólksins. Hið opinbera taki úr öðrum vasa sínum og setji í hinn. „Þessi keðjuverkun sem á sér stað sýnir hvað kerfið okkar er rosalega götótt,“ segir Þuríður. „Það er hörmulegt að horfa upp á að þegar öryrkjar ná fram einhverri réttarbót, að þeir fá einhverja peninga í vasann, þá sé það tekið til baka í einhverju öðru formi. Eins og í þessu tilviki í lækkun húsnæðisstuðnings.“ Segir hún þetta þýða að fólk verði áfram í framfærsluvanda og jafnvel í verri stöðu. Að mati Þuríðar er nauðsynlegt að hækka viðmið, bæði tekjuviðmið og eignaviðmið, á ýmsum stöðum í kerfinu. Þau hafi ekki fylgt almennum markaði, til dæmis mikilli hækkun á leiguverði húsnæðis. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að ef viðmiðum húsnæðisstuðnings yrði breytt yrði það að hanga saman við viðmið ríkisins um húsnæðisbætur. Þessi mál séu endurskoðuð um hver áramót. „Mér sýnist ríkið vera að hækka lífeyrisgreiðslur en lækka húsnæðisbætur á móti. Við erum aðeins með viðbót fyrir allra tekjulægsta hópinn,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira