Ef það er leiðindaveður þá getur maður ekki bara þagað Jón Þórisson skrifar 2. nóvember 2019 11:00 Ólafur B. Schram hefur nú gefið út bók með ýmsum sögum sem hann hefur sagt ferðamönnum á leið þeirra um landið. Höpp og glöpp nefnist bók eftir Ólaf B. Schram, sem áratugum saman hefur starfað við leiðsögn erlendra ferðamanna. Undirtitill bókarinnar, Sjálfshól og svaðilfarir, er ef til vill lýsandi fyrir efnistök Ólafs í bókinni, en í henni eru yfir hundrað sögur af ferðum hans sem leiðsögumanns. Þar eru sagðar sögur af fólki, svaðilförum og spaugilegum atvikum. Þá eru í bókinni einnig frásagnir úr æsku Ólafs, af veru hans í Öræfasveit og fólkinu sem þar bjó. „Svona áttatíu prósent af þeim eiga að kitla hláturtaugarnar,“ segir Ólafur. „En svo eru þarna ýmsar upplýsingar og frásagnir um breytingar á náttúrunni og þess háttar.“ Ólafur segist ekki hafa haldið sögunum til haga um leið og atburðirnir sem hann lýsir gerðust. „Ég er búinn að vera að segja ferðamönnum þessar sögur,“ segir Ólafur. Hann bætir við að hver saga eigi sinn stað á landinu. „Ég þurfti reyndar að keyra um landið til að muna þær allar.“ Hann segir að hugmyndin um að gefa þessar sögur út á bók sé fremur ný. „Það er búið að vera að róa í mér með þetta. Upphaflega féllst ég á að taka þetta saman fyrir barnabörnin. Svo fór ég birta eitthvað af þessu á Facebook í styttri útgáfu og þetta líkaði vel. Þannig að það má segja að ég hafi verið að byggja upp eftirvæntingu.“ Hann telur bókina höfða til allra. „Það er slegist um bókina þar sem eitt eintak er á heimili,“ segir hann í léttum dúr. Ólafur segir að starf leiðsögumannsins sé að vera eins konar skemmtikraftur öðrum þræði. „Ef það til dæmis er leiðindaveður þá getur maður ekki bara þagað. Þá er gott að geta sagt sögur. Þá fer maður að segja frá einhverjum ævintýrum og smám saman slípast þetta til og verður til heilleg saga.“ Hann segir sögurnar vera í frásagnarstíl. „Maður finnur hvernig sagan þarf að vera til að fólkið haldi athyglinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Höpp og glöpp nefnist bók eftir Ólaf B. Schram, sem áratugum saman hefur starfað við leiðsögn erlendra ferðamanna. Undirtitill bókarinnar, Sjálfshól og svaðilfarir, er ef til vill lýsandi fyrir efnistök Ólafs í bókinni, en í henni eru yfir hundrað sögur af ferðum hans sem leiðsögumanns. Þar eru sagðar sögur af fólki, svaðilförum og spaugilegum atvikum. Þá eru í bókinni einnig frásagnir úr æsku Ólafs, af veru hans í Öræfasveit og fólkinu sem þar bjó. „Svona áttatíu prósent af þeim eiga að kitla hláturtaugarnar,“ segir Ólafur. „En svo eru þarna ýmsar upplýsingar og frásagnir um breytingar á náttúrunni og þess háttar.“ Ólafur segist ekki hafa haldið sögunum til haga um leið og atburðirnir sem hann lýsir gerðust. „Ég er búinn að vera að segja ferðamönnum þessar sögur,“ segir Ólafur. Hann bætir við að hver saga eigi sinn stað á landinu. „Ég þurfti reyndar að keyra um landið til að muna þær allar.“ Hann segir að hugmyndin um að gefa þessar sögur út á bók sé fremur ný. „Það er búið að vera að róa í mér með þetta. Upphaflega féllst ég á að taka þetta saman fyrir barnabörnin. Svo fór ég birta eitthvað af þessu á Facebook í styttri útgáfu og þetta líkaði vel. Þannig að það má segja að ég hafi verið að byggja upp eftirvæntingu.“ Hann telur bókina höfða til allra. „Það er slegist um bókina þar sem eitt eintak er á heimili,“ segir hann í léttum dúr. Ólafur segir að starf leiðsögumannsins sé að vera eins konar skemmtikraftur öðrum þræði. „Ef það til dæmis er leiðindaveður þá getur maður ekki bara þagað. Þá er gott að geta sagt sögur. Þá fer maður að segja frá einhverjum ævintýrum og smám saman slípast þetta til og verður til heilleg saga.“ Hann segir sögurnar vera í frásagnarstíl. „Maður finnur hvernig sagan þarf að vera til að fólkið haldi athyglinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira