Konurnar sjá um að svæla vindlareyk karlanna út úr þjóðkirkjunni Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2019 21:00 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Baldur Breyttir tímar blasa við þjóðkirkjunni þar sem konur stýra tiltekt á starfsháttum og viðhorfi kirkjunnar. Þetta segir Biskup Íslands eftir að ráðherra kirkjumála sagði kirkjuna verða að læra af mistökum sínum gagnvart samkynhneigðum. Setning kirkjuþings í gær markaði nokkur tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem það er haldið þegar forseti kirkjuþings, biskup Íslands og kirkjumálaráðherra eru konur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kirkjumálaráðherra ávarpaði setningu þingsins.Í ræðu sinni vék Áslaug tali sínu að réttindabaráttu samkynhneigðra. Sagði Áslaug að Þjóðkirkjan hefði verið í engum takti við þjóðina sem í upphafi aldarinnar hafði snúist að miklum meirihluta á sveif með samkynhneigðum í baráttu þeirra fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Sagði Áslaug að afstaða kirkjunnar í málefnum samkynhneigðra hefði fælt marga frá henni. „Það hafa allavega mjög margir gengið úr þjóðkirkjunni og þetta er örugglega ein ástæðan fyrir því hve kirkjan var sein að taka við sér hér um árið, og það er það sem Áslaug Arna er að vísa til,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Sagði ráðherra kirkjan yrði að læra af mistökum sínum. Biskup segir kirkjuna á öðrum stað í dag þar sem konur eru í ábyrgðarstöðum. „Og við konur höfum verið að taka til í kirkjunni að mínu áliti. Í því sambandi dettur mér í hug ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur sem nefnist kona. Þar talar hún um karlana og vindlareykinn þeirra og konurnar séu að svæla hann út.“ Við setningu kirkjuþings nefndi Áslaug að óhjákvæmilegt sé að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskilnaði ríki og kirkju. Sagði Áslaug það undir kirkjunni komið að halda tengslum við þjóðina. Aðskilnaður ríkis og kirkju hófst árið 1997. Agnes segir kirkjuna geta staðið á eigin fótum. „Ég tel svo vera að hún geti það. Hins vegar hefur ríkið skyldur við þjóðkirkjuna sem eru lögfestar í stjórnarskrá Íslands, þar sem segir að ríkið eigi að vernda og styðja þjóðkirkjuna. Meðan svo er þá hefur ríkið hlutverki að gegna enda er þjóðkirkjan eina trúfélagið í landinu sem hefur sérstökum skyldur í samfélaginu sem önnur trúfélög hafa ekki.“ Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina“ Áslaug Arna gagnrýndi þjóðkirkjuna í ávarpi sínu á kirkjuþingi í dag. 2. nóvember 2019 17:01 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Breyttir tímar blasa við þjóðkirkjunni þar sem konur stýra tiltekt á starfsháttum og viðhorfi kirkjunnar. Þetta segir Biskup Íslands eftir að ráðherra kirkjumála sagði kirkjuna verða að læra af mistökum sínum gagnvart samkynhneigðum. Setning kirkjuþings í gær markaði nokkur tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem það er haldið þegar forseti kirkjuþings, biskup Íslands og kirkjumálaráðherra eru konur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kirkjumálaráðherra ávarpaði setningu þingsins.Í ræðu sinni vék Áslaug tali sínu að réttindabaráttu samkynhneigðra. Sagði Áslaug að Þjóðkirkjan hefði verið í engum takti við þjóðina sem í upphafi aldarinnar hafði snúist að miklum meirihluta á sveif með samkynhneigðum í baráttu þeirra fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Sagði Áslaug að afstaða kirkjunnar í málefnum samkynhneigðra hefði fælt marga frá henni. „Það hafa allavega mjög margir gengið úr þjóðkirkjunni og þetta er örugglega ein ástæðan fyrir því hve kirkjan var sein að taka við sér hér um árið, og það er það sem Áslaug Arna er að vísa til,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Sagði ráðherra kirkjan yrði að læra af mistökum sínum. Biskup segir kirkjuna á öðrum stað í dag þar sem konur eru í ábyrgðarstöðum. „Og við konur höfum verið að taka til í kirkjunni að mínu áliti. Í því sambandi dettur mér í hug ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur sem nefnist kona. Þar talar hún um karlana og vindlareykinn þeirra og konurnar séu að svæla hann út.“ Við setningu kirkjuþings nefndi Áslaug að óhjákvæmilegt sé að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskilnaði ríki og kirkju. Sagði Áslaug það undir kirkjunni komið að halda tengslum við þjóðina. Aðskilnaður ríkis og kirkju hófst árið 1997. Agnes segir kirkjuna geta staðið á eigin fótum. „Ég tel svo vera að hún geti það. Hins vegar hefur ríkið skyldur við þjóðkirkjuna sem eru lögfestar í stjórnarskrá Íslands, þar sem segir að ríkið eigi að vernda og styðja þjóðkirkjuna. Meðan svo er þá hefur ríkið hlutverki að gegna enda er þjóðkirkjan eina trúfélagið í landinu sem hefur sérstökum skyldur í samfélaginu sem önnur trúfélög hafa ekki.“
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina“ Áslaug Arna gagnrýndi þjóðkirkjuna í ávarpi sínu á kirkjuþingi í dag. 2. nóvember 2019 17:01 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
„Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina“ Áslaug Arna gagnrýndi þjóðkirkjuna í ávarpi sínu á kirkjuþingi í dag. 2. nóvember 2019 17:01