KR lenti í engum vandræðum með Snæfell í 6. umferð Dominos-deildar kvenna er liðin mættust í Stykkishólmi í kvöld. Lokatölur 81-57.
Það var ágætis kraftur í KR í fyrri hálfleik en þær leiddu í hálfleik, 42-30. Þær unnu svo þriðja leikhlutann með sjö stigum og lentu aldrei í vandræðum með heimastúlkur.
Sanja Orazovic skoraði 24 stig og tók átta fráköst. Danielle Victoria Rodriguez bætti við fimmtán stigum, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar.
Gunnhildur Gunnarsdóttir var stigahæst í liði heimastúlkna. Hún skoraði sextán stig og tók tólf fráköst. Emese Vida kom næst með fjórtán stig og sautján fráköst.
KR er með jafnmörg stig og Valur á toppi deildarinnar en Valur spilar gegn Haukum annað kvöld. Snæfell er með fjögur stig í 6. sætinu.
KR ekki í vandræðum í Stykkishólmi
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn