Átta börn lifðu mannskæða árás af í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2019 22:15 Ættingi sýnir blaðamanni AP myndir af fórnarlömbum árásarinnar. AP/Rick Bowmer Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. Fórnarlömb árásarinnar voru í LeBaron fjölskyldunni svokölluðu, klofningshópi úr samfélagi mormóna, sem fluttist til Mexíkó fyrir nokkrum áratugum. Meðal hinna látnu voru átta mánaða tvíburar en minnst fimm þeirra sem lifðu af særðust í árásinni. Eitt þeirra var með skotsár á andliti, annað á fæti og ein var með skotsár á bæði baki og fæti. Einn drengur er sagður hafa falið börnin og gengið eftir hjálp. Þá gekk stúlka sem særðist í árásinni í aðra átt eftir hjálp. Konurnar þrjár voru að keyra þremur bílum eftir malarvegi þegar skothríðin hófst. Einhverjir hinna látnu eru sagðir hafa verið skotnir niður á hlaupum frá bílunum. AP fréttaveitan hefur eftir saksóknunum og fjölskyldumeðlimum að ein konan hafi stokkið út úr bíl sínum og veifað höndunum til að sýna að engin ógn stæði af þeim. Hún var þó skotin til bana.Alfonso Durazo, öryggisráðherra Mexíkó, segir að talið sé að umsátrið hafi verið ætlað meðlimum annarra glæpasamtaka en tvö samtök eiga í átökum á svæðinu.Mikil skothríð Rannsakendur fundu minnst tvö hundruð skothylki á vettvangi árásarinnar, sem spannar nokkra kílómetra á veginum. Ættingjar segja hópinn hafa verið á leið til Bandaríkjanna frá smábænum Bavispe í Sonora þegar árásin var gerð. Fregnum ber þó ekki saman um hvert ferð þeirra var heitið. Svo virðist sem að kviknað hafi í einum bílnum eftir að skot hæfðu eldsneytistank hans. Ein kona og fjögur börn hennar dóu í bílnum. Öll hin fórnarlömbin voru skotin til bana. Eins og sagt var frá fyrr í dag bauð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfirvöldum Mexíkó aðstoð við að há stríð gegn glæpasamtökunum og „þurrka þau út“. Trump sagði Andrés Manuel López Obrador, núverandi forseta Mexíkó, hafa reynt að berjast gegn glæpasamtökum þar í landi en þau væru orðin svo stór og kröftug að nauðsynlegt væri að beita her gegn þeim.Vill berjast á eigin forsendum Obrador hafnaði þó tilboðinu og sagði forvera sína hafa reynt að berjast með slíkum hætti gegn glæpasamtökum og það hafi ekki borið árangur. Obrador hefur jafnvel verið gagnrýndur fyrir linkind gegn glæpasamtökum Meðlimir fjölskyldunnar sögðu LA Times að á svæðinu þar sem fjölskyldan býr séu lögregluþjónar eða hermenn sjaldan sjáanlegir. Glæpamenn setji jafnvel upp vegatálma og stöðvi umferð.Sjá einnig: Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa GuzmanBandarískir embættismenn eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt stefnu Obrador og sakað ríkisstjórn hans um að vera ráðalausa gegn glæpasamtökum Mexíkó. Hann hefur þó ekki tekið þeirri gagnrýni fagnandi og hefur sagt að um innanríkismál sé að ræða sem komi öðrum þjóðum ekki við. Hann ítrekaði það á blaðamannafundi í dag og sagði að ríkisstjórn hans myndi bregðast við í samræmi við lög og fullveldi Mexíkó. Mexíkó Tengdar fréttir Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. Fórnarlömb árásarinnar voru í LeBaron fjölskyldunni svokölluðu, klofningshópi úr samfélagi mormóna, sem fluttist til Mexíkó fyrir nokkrum áratugum. Meðal hinna látnu voru átta mánaða tvíburar en minnst fimm þeirra sem lifðu af særðust í árásinni. Eitt þeirra var með skotsár á andliti, annað á fæti og ein var með skotsár á bæði baki og fæti. Einn drengur er sagður hafa falið börnin og gengið eftir hjálp. Þá gekk stúlka sem særðist í árásinni í aðra átt eftir hjálp. Konurnar þrjár voru að keyra þremur bílum eftir malarvegi þegar skothríðin hófst. Einhverjir hinna látnu eru sagðir hafa verið skotnir niður á hlaupum frá bílunum. AP fréttaveitan hefur eftir saksóknunum og fjölskyldumeðlimum að ein konan hafi stokkið út úr bíl sínum og veifað höndunum til að sýna að engin ógn stæði af þeim. Hún var þó skotin til bana.Alfonso Durazo, öryggisráðherra Mexíkó, segir að talið sé að umsátrið hafi verið ætlað meðlimum annarra glæpasamtaka en tvö samtök eiga í átökum á svæðinu.Mikil skothríð Rannsakendur fundu minnst tvö hundruð skothylki á vettvangi árásarinnar, sem spannar nokkra kílómetra á veginum. Ættingjar segja hópinn hafa verið á leið til Bandaríkjanna frá smábænum Bavispe í Sonora þegar árásin var gerð. Fregnum ber þó ekki saman um hvert ferð þeirra var heitið. Svo virðist sem að kviknað hafi í einum bílnum eftir að skot hæfðu eldsneytistank hans. Ein kona og fjögur börn hennar dóu í bílnum. Öll hin fórnarlömbin voru skotin til bana. Eins og sagt var frá fyrr í dag bauð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfirvöldum Mexíkó aðstoð við að há stríð gegn glæpasamtökunum og „þurrka þau út“. Trump sagði Andrés Manuel López Obrador, núverandi forseta Mexíkó, hafa reynt að berjast gegn glæpasamtökum þar í landi en þau væru orðin svo stór og kröftug að nauðsynlegt væri að beita her gegn þeim.Vill berjast á eigin forsendum Obrador hafnaði þó tilboðinu og sagði forvera sína hafa reynt að berjast með slíkum hætti gegn glæpasamtökum og það hafi ekki borið árangur. Obrador hefur jafnvel verið gagnrýndur fyrir linkind gegn glæpasamtökum Meðlimir fjölskyldunnar sögðu LA Times að á svæðinu þar sem fjölskyldan býr séu lögregluþjónar eða hermenn sjaldan sjáanlegir. Glæpamenn setji jafnvel upp vegatálma og stöðvi umferð.Sjá einnig: Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa GuzmanBandarískir embættismenn eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt stefnu Obrador og sakað ríkisstjórn hans um að vera ráðalausa gegn glæpasamtökum Mexíkó. Hann hefur þó ekki tekið þeirri gagnrýni fagnandi og hefur sagt að um innanríkismál sé að ræða sem komi öðrum þjóðum ekki við. Hann ítrekaði það á blaðamannafundi í dag og sagði að ríkisstjórn hans myndi bregðast við í samræmi við lög og fullveldi Mexíkó.
Mexíkó Tengdar fréttir Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49