Håland langt á undan Messi og Ronaldo og verðmiðinn hækkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 09:00 Erling Braut Håland hefur verið magnaður í Meistaradeildinni í vetur. Hér fagnar hann sjöunda markinu sínu í gær. Getty/ Francesco Pecoraro Norðmaðurinn Erling Braut Håland hélt áfram að skrifa söguna í Meistaradeildinni í gær þegar hann skoraði fyrir Red Bull Salzburg í fjórða Meistaradeildarleiknum í röð. Håland skoraði strax á elleftu mínútu í gær í 1-1 jafntefli Red Bull Salzburg við Napoli á Ítalíu.Seven goals in his first four Champions League appearances – two more than any other player in the competition’s history. And at just 19, RB Salzburg's Erling Braut Haaland could already be commanding a monster transfer feehttps://t.co/eIV1iuuJV5#UCLpic.twitter.com/7Nz9kzyBbi — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019 Håland hefur nú skorað sjö mörk í fyrstu fjórum Meistaradeildarleikjum sínum en því hefur enginn annar leikmaður náð í sögu keppninnar.7 - Erling Haaland has scored seven goals in his first four Champions League appearances – two more than any other player in the competition’s history. Wunderkind. pic.twitter.com/thPucN0KNM — OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2019 Þrír aðrir hafa náð að skora í fjórum fyrstu Meistaradeildarleikjum sínum en það eru Alessandro Del Piero, Diego Costa og Ze Carlos. Enginn hefur hins vegar ná að skora meira en fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. Håland skoraði þrennu í fyrsta leiknum á móti Genk, eitt mark á móti Liverpool á Anfield, tvö mörk í heimaleiknum á móti Napoli og loks eitt mark í útileiknum við ítalska félagið í gær. Hann hefur nú skorað sjö mörk á fyrstu 272 mínútunum sínum í Meistaradeildinni eða mark á 39 mínútna fresti.Necesitaron menos partidos para marcar sus primeros 7 goles en Champions League: 4 partidos: HÅLAND 5 partidos: Diego Costa y Harry Kane 6 partidos: Adriano ... ... ... 18 partidos: Messi 33 partidos: Cristiano pic.twitter.com/rbPy9nP7nk — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 5, 2019Það er ljóst að Erling Braut Håland er kominn langt á undan bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hvað varðar markaskorun í Meistaradeildinni á sama tíma. Það tók Messi átján leiki í Meistaradeildinni að ná sjö mörkum og Ronaldo skoraði ekki sitt sjöunda Meistaradeildarmark fyrr en í leik númer 33. Þetta var hins vegar ekki eina metið sem Erling Braut Håland sló í gær því hann bætti einnig met þeirra Kylian Mbappé og Raúl. Enginn táningur hefur skorað fleiri mörk á einu Meistaradeildartímabili en Norðmaðurinn. Metið var sex mörk hjá þeim Mbappé og Raúl.4 - Erling Haaland is the fourth player in Champions League history to score in each of his first four appearances – the others are Zé Carlos (FC Porto, 1992/93), Alessandro Del Piero (Juventus, 1995) and Diego Costa (Atlético Madrid, 2013/14). Flames. pic.twitter.com/eZ85BM5zua — OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2019Erling Haaland makes history with his seventh UCL goal this season!pic.twitter.com/bVaUwqyJHo — ESPN FC (@ESPNFC) November 5, 2019 Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að verðmiðinn á Erling Braut Håland hækki með hverju marki hans í Meistaradeildinni. Hann hefur verið orðaður við mörg stórlið Evrópu, bæði á Englandi og á Spáni, og það er ekkert skrýtið. Framganga hans á þessu tímabili lofar svo sannarlega góðu fyrir framhaldið hjá þessum nítján ára strák. Ítalska blaðið Tuttosport slær því upp að Red Bull Salzburg sé nú búið að setja hundrað milljón evra verðmiða á Håland. Samkvæmt fréttinni er búist við kapphlaupi um strákinn á milli Real Madrid og Manchester United.#Juve-#Haaland, il #Salisburgo vuole 100 milioni. E' asta con #Real e #Unitedhttps://t.co/HTJbgLGNHN — Tuttosport (@tuttosport) November 5, 2019 Meistaradeild Evrópu Noregur Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Sjá meira
Norðmaðurinn Erling Braut Håland hélt áfram að skrifa söguna í Meistaradeildinni í gær þegar hann skoraði fyrir Red Bull Salzburg í fjórða Meistaradeildarleiknum í röð. Håland skoraði strax á elleftu mínútu í gær í 1-1 jafntefli Red Bull Salzburg við Napoli á Ítalíu.Seven goals in his first four Champions League appearances – two more than any other player in the competition’s history. And at just 19, RB Salzburg's Erling Braut Haaland could already be commanding a monster transfer feehttps://t.co/eIV1iuuJV5#UCLpic.twitter.com/7Nz9kzyBbi — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019 Håland hefur nú skorað sjö mörk í fyrstu fjórum Meistaradeildarleikjum sínum en því hefur enginn annar leikmaður náð í sögu keppninnar.7 - Erling Haaland has scored seven goals in his first four Champions League appearances – two more than any other player in the competition’s history. Wunderkind. pic.twitter.com/thPucN0KNM — OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2019 Þrír aðrir hafa náð að skora í fjórum fyrstu Meistaradeildarleikjum sínum en það eru Alessandro Del Piero, Diego Costa og Ze Carlos. Enginn hefur hins vegar ná að skora meira en fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. Håland skoraði þrennu í fyrsta leiknum á móti Genk, eitt mark á móti Liverpool á Anfield, tvö mörk í heimaleiknum á móti Napoli og loks eitt mark í útileiknum við ítalska félagið í gær. Hann hefur nú skorað sjö mörk á fyrstu 272 mínútunum sínum í Meistaradeildinni eða mark á 39 mínútna fresti.Necesitaron menos partidos para marcar sus primeros 7 goles en Champions League: 4 partidos: HÅLAND 5 partidos: Diego Costa y Harry Kane 6 partidos: Adriano ... ... ... 18 partidos: Messi 33 partidos: Cristiano pic.twitter.com/rbPy9nP7nk — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 5, 2019Það er ljóst að Erling Braut Håland er kominn langt á undan bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hvað varðar markaskorun í Meistaradeildinni á sama tíma. Það tók Messi átján leiki í Meistaradeildinni að ná sjö mörkum og Ronaldo skoraði ekki sitt sjöunda Meistaradeildarmark fyrr en í leik númer 33. Þetta var hins vegar ekki eina metið sem Erling Braut Håland sló í gær því hann bætti einnig met þeirra Kylian Mbappé og Raúl. Enginn táningur hefur skorað fleiri mörk á einu Meistaradeildartímabili en Norðmaðurinn. Metið var sex mörk hjá þeim Mbappé og Raúl.4 - Erling Haaland is the fourth player in Champions League history to score in each of his first four appearances – the others are Zé Carlos (FC Porto, 1992/93), Alessandro Del Piero (Juventus, 1995) and Diego Costa (Atlético Madrid, 2013/14). Flames. pic.twitter.com/eZ85BM5zua — OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2019Erling Haaland makes history with his seventh UCL goal this season!pic.twitter.com/bVaUwqyJHo — ESPN FC (@ESPNFC) November 5, 2019 Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að verðmiðinn á Erling Braut Håland hækki með hverju marki hans í Meistaradeildinni. Hann hefur verið orðaður við mörg stórlið Evrópu, bæði á Englandi og á Spáni, og það er ekkert skrýtið. Framganga hans á þessu tímabili lofar svo sannarlega góðu fyrir framhaldið hjá þessum nítján ára strák. Ítalska blaðið Tuttosport slær því upp að Red Bull Salzburg sé nú búið að setja hundrað milljón evra verðmiða á Håland. Samkvæmt fréttinni er búist við kapphlaupi um strákinn á milli Real Madrid og Manchester United.#Juve-#Haaland, il #Salisburgo vuole 100 milioni. E' asta con #Real e #Unitedhttps://t.co/HTJbgLGNHN — Tuttosport (@tuttosport) November 5, 2019
Meistaradeild Evrópu Noregur Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Sjá meira