Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 14:13 Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. Hún tók afrit af vottorði læknis á Kvennadeild Landspítalans þar sem mælt var gegn því að barnshafandi albönsk kona væri í langt flug. Flugferðin í heild frá Íslandi til Albaníu með millilendingu tók 19 klukkustundir. No Borders/ FBL-Anton Brink Elínborg Harpa Önundardóttir í samtökunum No borders gagnrýnir að sönnunarbyrðin í málum hælisleitenda hvíli ávallt hjá einstaklingum í viðkvæmri stöðu en aldrei hjá ríkisvaldinu. Þess vegna tók hún afrit af vottorði læknis á kvennadeild sem mælti gegn því að ólétt albönsk kona færi í langt flug. Albanska fjölskyldan, sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun, er loks komin til Albaníu. Um er að ræða albanskt par og tveggja ára son þeirra. Konan er ófrísk og gengin um 36 vikur en henni var vísað úr landi þrátt fyrir að heilbrigðisstarfsmenn hefðu skrifað upp á vottorð, þar sem fram kom að hún væri slæm af stoðkerfisverkjum og „ætti erfitt með langt flug.“ Útlendingastofnun, sem vísaði í eigið vottorð frá lækni sem konan sagðist aldrei hafa hitt, segist ekki hafa gert mistök í málinu. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti landlæknis telja stofnunina hins vegar hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna.Albanska konan verkjuð og þurfti að leita til læknis Fréttastofa náði tali af konunni sem segist vera örþreytt og svo verkjuð að hún þurfti að leita til læknis í Albaníu. Í þessum töluðu orðum er konan hjá lækni. Elínborg fylgdi konunni inn á Kvennadeild í fyrradag og hefur verið í sambandi við fjölskylduna. „Ég heyrði síðast í þeim rúmlega um miðnætti í gær, þá voru þau loksins komin til Albaníu eftir þrjár flugferðir og voru ennþá í haldi lögreglunnar í Albaníu og ég hef ekki heyrt í þeim síðan. Vonandi eru þau bara sofandi, þau voru öll búin að vera vakandi í næstum tvo sólarhringa.“Mynd sem No Borders Iceland birtu af konunni hjá lækni í mæðravernd í fyrradag.Mynd/No borders icelandSkrifræðið geri þeim ómögulegt að hjálpa Elínborg tók afrit af vottorði læknis á Kvennadeild. Aðspurð hvers vegna hún hefði gert það segir Elínborg: „Ég hef starfað núna í þrjú ár með fólki á flótta sem er að eiga við Útlendingastofnun og ég veit bara að maður þarf að eiga afrit af öllu, alltaf af því að oft hindrar Útlendingastofnun upplýsingagjöf til einstaklinga. Oft eftir að fólk er komið í varðhald - því það er það sem gerist, lögreglan tekur fólk í varðhald, handtekur það til að brottvísa því - þá er ómögulegt að komast að gögnum. Við höfum oftar en ekki lent í því að okkur grunar að það sé algjörlega um ólöglega handtöku að ræða og brottvísun en við megum ekki fá nein gögn af því við erum ekki einstaklingurinn og það er búið að taka símann af einstaklingnum og við megum ekki heimsækja hann af því að við erum ekki fjölskylda og annað slíkt. Skrifræðislega er okkur gert ómögulegt að hjálpa einstaklingum eftir að lögreglan er búin að handtaka þau og þess vegna ákváðum við að taka myndir af sem flestu sem við gátum og eiga afrit með leyfi fólksins, alltaf.“Vottorð læknis frá Kvennadeild Landspítalans.No borders Kannast ekki við að hafa verið skoðuð í október Elínborg fylgdi albönsku konunni inná Kvennadeild og er til frásagnar um það sem þar fór fram. „Það sem sló mig mest er að það er ekkert í gagnagrunninum um hana, við sjáum ekki hvort hún er með „fit to fly vottorð“, og þau bara reiknuðu með því að það væri örugglega ekki því það var ekki til í gagnagrunninum og það var ekkert um neinar skoðanir í þeirra gagnagrunni. Í þeirra augum var þetta eins og þetta væri fyrsta skoðunin sem hún færi í, sem passar því að fyrsti tíminn sem hún átti hjá mæðravernd var tæknilega séð í dag sem Útlendingastofnun hefði pantað fyrir hana sem hún komst svo aldrei í. Þetta er alveg satt. Þau héldu í rauninni að það væri „fit to fly“ vottorð og við komumst síðan að því að það væri búið að gefa út þetta vottorð en það er gefið út af lækni sem hefur hitt konuna í fyrsta lagi 25. október, sem eru þá tíu dögum fyrr. Ég skil ekki alveg hvaða læknir myndi gefa út vottorð fyrir konu sem er komin svona langt á leið, sem hefur ekki skoðað sjúklinginn almennilega því hún sagði að hún hefði bara farið í blóðprufu þennan dag, engin önnur skoðun átt sér stað,“ segir Elínborg.Blöskraði framganga forstjórans í Kastljósi Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar, sagði í Kastljóssþætti gærkvöldsins að Útlendingastofnun hefði farið að öllum settum reglum við framkvæmdina. Þau sjái ekkert athugavert við hana. Elínborg segir að henni hefði blöskrað mjög málflutningur Þorsteins. „Ég var bara mjög reið og þegar ég hélt að ég gæti ekki orðið reiðari þá hélt hann áfram að tala. Sumt sem hann segir eru hreinar og klárar lygar og ég hyggst rekja það betur í opnu bréfi til hans eða Kastljóss eða bæði. Mér blöskraði mest þessi ómöguleiki til að biðjast afsökunar og viðurkenna mistök og ábyrgðarleysið. Þetta er alltaf svona í flóttamannamálum,“ segir Elínborg. Hún lýsir fyrirkomulaginu sem hringrás ábyrgðarleysis. „Útlendingastofnun er bara að framfylgja lögum og segir að Alþingi beri ábyrgð. Alþingi segir að lögin séu í lagi. Þingmenn Vinstri grænna segja bara takk fyrir að benda okkur á þetta mikilvæga málefni. Lögreglan segir, við erum bara að framfylgja skipunum Útlendingastofnunnar þannig að fólk er bara sent sjálfkrafa úr landi. Það ber enginn ábyrgð og þessa hringekju þekkjum við svo vel. Dómsmála ber ábyrgð en hún segist ekki skipta sér af einstökum málum og forsætisráðherra segist ekki skipta sér af málefnum dómsmálaráðherra og svo framvegis.“ Megi ekki gleypa hugsunarlaust við því sem kemur úr stjórnkerfinu Elínborgu finnst fjölmiðlar gleypa of hrátt við því sem kemur úr stjórnkerfinu. Viðkvæðið sé alltaf það sama að: „Flóttafólkið sé að ljúga og að yfirvöld séu að segja satt. Sönnunarbyrðin er alltaf á þessum einstaklingum í viðkvæmri stöðu og aldrei á ríkisvaldinu. Það er nóg fyrir ríkisvaldið að segja „þetta er ekki satt“ og þá segja allir „já, það hlaut að vera“ því það er svo þægilegt að trúa því að þetta fólk sé ekki að ganga í gegnum svona mikið óréttlæti og það sé ekki verið að brjóta svona mikið á því.“ Var það þess vegna sem þið ákváðuð að taka afrit af vottorði læknisins?„Algjörlega.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir „Ég enda örugglega á að verða 83 ára gömul drottning í Gleðigöngunni“ Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Elínborg Harpa Önundardóttir í samtökunum No borders gagnrýnir að sönnunarbyrðin í málum hælisleitenda hvíli ávallt hjá einstaklingum í viðkvæmri stöðu en aldrei hjá ríkisvaldinu. Þess vegna tók hún afrit af vottorði læknis á kvennadeild sem mælti gegn því að ólétt albönsk kona færi í langt flug. Albanska fjölskyldan, sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun, er loks komin til Albaníu. Um er að ræða albanskt par og tveggja ára son þeirra. Konan er ófrísk og gengin um 36 vikur en henni var vísað úr landi þrátt fyrir að heilbrigðisstarfsmenn hefðu skrifað upp á vottorð, þar sem fram kom að hún væri slæm af stoðkerfisverkjum og „ætti erfitt með langt flug.“ Útlendingastofnun, sem vísaði í eigið vottorð frá lækni sem konan sagðist aldrei hafa hitt, segist ekki hafa gert mistök í málinu. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti landlæknis telja stofnunina hins vegar hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna.Albanska konan verkjuð og þurfti að leita til læknis Fréttastofa náði tali af konunni sem segist vera örþreytt og svo verkjuð að hún þurfti að leita til læknis í Albaníu. Í þessum töluðu orðum er konan hjá lækni. Elínborg fylgdi konunni inn á Kvennadeild í fyrradag og hefur verið í sambandi við fjölskylduna. „Ég heyrði síðast í þeim rúmlega um miðnætti í gær, þá voru þau loksins komin til Albaníu eftir þrjár flugferðir og voru ennþá í haldi lögreglunnar í Albaníu og ég hef ekki heyrt í þeim síðan. Vonandi eru þau bara sofandi, þau voru öll búin að vera vakandi í næstum tvo sólarhringa.“Mynd sem No Borders Iceland birtu af konunni hjá lækni í mæðravernd í fyrradag.Mynd/No borders icelandSkrifræðið geri þeim ómögulegt að hjálpa Elínborg tók afrit af vottorði læknis á Kvennadeild. Aðspurð hvers vegna hún hefði gert það segir Elínborg: „Ég hef starfað núna í þrjú ár með fólki á flótta sem er að eiga við Útlendingastofnun og ég veit bara að maður þarf að eiga afrit af öllu, alltaf af því að oft hindrar Útlendingastofnun upplýsingagjöf til einstaklinga. Oft eftir að fólk er komið í varðhald - því það er það sem gerist, lögreglan tekur fólk í varðhald, handtekur það til að brottvísa því - þá er ómögulegt að komast að gögnum. Við höfum oftar en ekki lent í því að okkur grunar að það sé algjörlega um ólöglega handtöku að ræða og brottvísun en við megum ekki fá nein gögn af því við erum ekki einstaklingurinn og það er búið að taka símann af einstaklingnum og við megum ekki heimsækja hann af því að við erum ekki fjölskylda og annað slíkt. Skrifræðislega er okkur gert ómögulegt að hjálpa einstaklingum eftir að lögreglan er búin að handtaka þau og þess vegna ákváðum við að taka myndir af sem flestu sem við gátum og eiga afrit með leyfi fólksins, alltaf.“Vottorð læknis frá Kvennadeild Landspítalans.No borders Kannast ekki við að hafa verið skoðuð í október Elínborg fylgdi albönsku konunni inná Kvennadeild og er til frásagnar um það sem þar fór fram. „Það sem sló mig mest er að það er ekkert í gagnagrunninum um hana, við sjáum ekki hvort hún er með „fit to fly vottorð“, og þau bara reiknuðu með því að það væri örugglega ekki því það var ekki til í gagnagrunninum og það var ekkert um neinar skoðanir í þeirra gagnagrunni. Í þeirra augum var þetta eins og þetta væri fyrsta skoðunin sem hún færi í, sem passar því að fyrsti tíminn sem hún átti hjá mæðravernd var tæknilega séð í dag sem Útlendingastofnun hefði pantað fyrir hana sem hún komst svo aldrei í. Þetta er alveg satt. Þau héldu í rauninni að það væri „fit to fly“ vottorð og við komumst síðan að því að það væri búið að gefa út þetta vottorð en það er gefið út af lækni sem hefur hitt konuna í fyrsta lagi 25. október, sem eru þá tíu dögum fyrr. Ég skil ekki alveg hvaða læknir myndi gefa út vottorð fyrir konu sem er komin svona langt á leið, sem hefur ekki skoðað sjúklinginn almennilega því hún sagði að hún hefði bara farið í blóðprufu þennan dag, engin önnur skoðun átt sér stað,“ segir Elínborg.Blöskraði framganga forstjórans í Kastljósi Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar, sagði í Kastljóssþætti gærkvöldsins að Útlendingastofnun hefði farið að öllum settum reglum við framkvæmdina. Þau sjái ekkert athugavert við hana. Elínborg segir að henni hefði blöskrað mjög málflutningur Þorsteins. „Ég var bara mjög reið og þegar ég hélt að ég gæti ekki orðið reiðari þá hélt hann áfram að tala. Sumt sem hann segir eru hreinar og klárar lygar og ég hyggst rekja það betur í opnu bréfi til hans eða Kastljóss eða bæði. Mér blöskraði mest þessi ómöguleiki til að biðjast afsökunar og viðurkenna mistök og ábyrgðarleysið. Þetta er alltaf svona í flóttamannamálum,“ segir Elínborg. Hún lýsir fyrirkomulaginu sem hringrás ábyrgðarleysis. „Útlendingastofnun er bara að framfylgja lögum og segir að Alþingi beri ábyrgð. Alþingi segir að lögin séu í lagi. Þingmenn Vinstri grænna segja bara takk fyrir að benda okkur á þetta mikilvæga málefni. Lögreglan segir, við erum bara að framfylgja skipunum Útlendingastofnunnar þannig að fólk er bara sent sjálfkrafa úr landi. Það ber enginn ábyrgð og þessa hringekju þekkjum við svo vel. Dómsmála ber ábyrgð en hún segist ekki skipta sér af einstökum málum og forsætisráðherra segist ekki skipta sér af málefnum dómsmálaráðherra og svo framvegis.“ Megi ekki gleypa hugsunarlaust við því sem kemur úr stjórnkerfinu Elínborgu finnst fjölmiðlar gleypa of hrátt við því sem kemur úr stjórnkerfinu. Viðkvæðið sé alltaf það sama að: „Flóttafólkið sé að ljúga og að yfirvöld séu að segja satt. Sönnunarbyrðin er alltaf á þessum einstaklingum í viðkvæmri stöðu og aldrei á ríkisvaldinu. Það er nóg fyrir ríkisvaldið að segja „þetta er ekki satt“ og þá segja allir „já, það hlaut að vera“ því það er svo þægilegt að trúa því að þetta fólk sé ekki að ganga í gegnum svona mikið óréttlæti og það sé ekki verið að brjóta svona mikið á því.“ Var það þess vegna sem þið ákváðuð að taka afrit af vottorði læknisins?„Algjörlega.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir „Ég enda örugglega á að verða 83 ára gömul drottning í Gleðigöngunni“ Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03
Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03
Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15