Stöðugildum hjá Ríkislögreglustjóra hefur fjölgað um átta á síðustu tíu árum. Þau fóru úr 126 árið 2008 í 134 árið 2018. Mest er fjölgunin í hópi aðalvarðstjóra og lögreglufulltrúa. Á sama tíma hefur stöðugildum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 42 stöðugildi. Þau voru 411 árið 2008 en 369 á síðasta ári. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Greiðslur til beggja embætta hækkuðu umtalsvert á tímabilinu. Ríkislögreglustjóri fékk 1.200 milljónir úr ríkissjóði árið 2008. Í fyrra fékk embættið 1.901 milljón úr ríkissjóði. Greiðslur úr ríkissjóði til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru 2.930 milljónir árið 2008 en hækkuðu jafnt og þétt og voru 4.847 milljónir í fyrra.
Fjölgað hefur í starfsliði Ríkislögreglustjóra

Tengdar fréttir

Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna
Í skýringum dómsmálaráðuneytisins á hvers vegna ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna samskipta við tvo fjölmiðlamenn kemur fram að hann hafi misskilið ákvæði laga sem hann vísaði til.

Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra
Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu.

Bjóða betri kjör fyrir æðstu stjórnendur hjá ríkislögreglustjóra
Tólf yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra bjóðast nú betri launakjör en áður eftir að samkomulag þess efnis var gert í ágústmánuði.