Nýi Neymar stimplaði sig inn hjá Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 09:00 Rodrygo var í miklu stuði með Real Madrid í gærkvöldi. Ótrúlegt að hann sé að gera þetta átján ára gamall á stærsta sviðinu. Getty/Quality Sport Images Í mörg ár var Brasilíumaðurinn Neymar orðaður við spænska stórliðið Real Madrid. Neymar fór hins vegar fyrst til Barcelona og svo til Paris Saint Germain. Í gærkvöldi sáu stuðningsmenn Real Madrid nýjustu stjörnu liðsins síns stimpla sig inn og áttuðu sig um leið á því að þeir eru nú komnir með „uppfærða“ útgáfu af Neymar. Hinn átján ára gamli Rodrygo skoraði þrennu í 6-0 sigri Real Madrid á Galatasaray í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Aðeins einn yngri leikmaður hefur skorað þrennu fyrir Real Madrid og það var sjálfur Raul. Rodrygo er þegar kominn með viðurnefnið „Nýi Neymar“ eftir að hann fór sömu leið og sá eldri eða frá Santos og til Spánar. Rodrygo fór hins vegar ekki til Barcelona heldur til Real Madrid.Brazilian forward Rodrygo has announced himself on club football's biggest stage with a 'perfect' hat-trick for Real Madrid. https://t.co/uDeEbWLYJH pic.twitter.com/fCD6Beif95 — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 Það hefur verið ekki vitað mikið um þennan strák sem er jafnhár og Neymar eða 174 sentímetrar. Rodrygo heitir fullu nafni Rodrygo Silva de Goes og fæddist 9. janúar 2001. Hann kom í sumar til Real Madrid og hefur síðan skorað fimm sinnum í fyrstu sex leikjunum með félaginu. „Draumur rættist hjá mér þegar ég heyrði allan Bernabeu leikvanginn syngja nafnið mitt. Ég er svo ánægður og þetta er búið að vera frábært kvöld. Ég þarf samt að reyna að halda ró minni,“ sagði Rodrygo eftir leik.@RodrygoGoes: "Hey madridistas, it's Rodrygo! I'm really happy with the team's victory tonight and with my first hat-trick! HALA MADRID!" #RMUCL | #HalaMadridpic.twitter.com/NMYzotag3a — Real Madrid C.F. (@realmadriden) November 6, 2019 Rodrygo skoraði fullkomna þrennu á Bernabeu í gær. Hann skoraði fyrst með vinstri fótar skot á fjórðu mínútu og bætti síðan við skallamarki á sjöundu mínútu. Brasilíumaðurinn Marcelo lagði upp bæði mörkin fyrir ungan landann sinn. Rodrygo varð þar með fyrstur í Meistaradeildinni til að skora tvisvar á fyrstu sjö mínútunum.18 years, 301 days. Youngest player ever to score a perfect UCL hat-trick. All in a day’s work. pic.twitter.com/DeVRDKIXGZ — B/R Football (@brfootball) November 6, 2019 Rodrygo lagði síðan upp mark fyrir Karim Benzema áður en hann innsiglaði þrennuna í uppbótatíma, nú með hægri fótar skoti eftir sendingu frá Benzema. Mark með vinstri, skalla og hægri fæti. Ekki slæmt við átján ára gamlan strák, á stóra sviðinu með einu af stærstu félögum heims. „Hann kom mér ekki á óvart. Hann er klár, fljótur að læra og er ólmur í að læra og bæta sinn leik. Hann þarf að styrkja sig líkamlega en hvað varðar tækni þá þekkir hann allt sem hægt er að geta með boltann,“ sagði knattspyrnustjórinn Zinedine Zidane. „Rodrygo er aðeins átján ára gamall en hann óttast ekkert. Ég elska að sjá ungan fótboltamann spila svona,“ sagði Karim Benzema um Rodrygo. The youngest players to achieve a perfect hat-trick in the Champions League: 18-301 RODRYGO GOES 20-306 Kylian Mbappé 22-312 Michael Owen 22-354 Karim Benzema 24-060 Harry Kane 24-237 Samuel Eto’o — MisterChip (English) (@MisterChiping) November 6, 2019 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira
Í mörg ár var Brasilíumaðurinn Neymar orðaður við spænska stórliðið Real Madrid. Neymar fór hins vegar fyrst til Barcelona og svo til Paris Saint Germain. Í gærkvöldi sáu stuðningsmenn Real Madrid nýjustu stjörnu liðsins síns stimpla sig inn og áttuðu sig um leið á því að þeir eru nú komnir með „uppfærða“ útgáfu af Neymar. Hinn átján ára gamli Rodrygo skoraði þrennu í 6-0 sigri Real Madrid á Galatasaray í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Aðeins einn yngri leikmaður hefur skorað þrennu fyrir Real Madrid og það var sjálfur Raul. Rodrygo er þegar kominn með viðurnefnið „Nýi Neymar“ eftir að hann fór sömu leið og sá eldri eða frá Santos og til Spánar. Rodrygo fór hins vegar ekki til Barcelona heldur til Real Madrid.Brazilian forward Rodrygo has announced himself on club football's biggest stage with a 'perfect' hat-trick for Real Madrid. https://t.co/uDeEbWLYJH pic.twitter.com/fCD6Beif95 — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 Það hefur verið ekki vitað mikið um þennan strák sem er jafnhár og Neymar eða 174 sentímetrar. Rodrygo heitir fullu nafni Rodrygo Silva de Goes og fæddist 9. janúar 2001. Hann kom í sumar til Real Madrid og hefur síðan skorað fimm sinnum í fyrstu sex leikjunum með félaginu. „Draumur rættist hjá mér þegar ég heyrði allan Bernabeu leikvanginn syngja nafnið mitt. Ég er svo ánægður og þetta er búið að vera frábært kvöld. Ég þarf samt að reyna að halda ró minni,“ sagði Rodrygo eftir leik.@RodrygoGoes: "Hey madridistas, it's Rodrygo! I'm really happy with the team's victory tonight and with my first hat-trick! HALA MADRID!" #RMUCL | #HalaMadridpic.twitter.com/NMYzotag3a — Real Madrid C.F. (@realmadriden) November 6, 2019 Rodrygo skoraði fullkomna þrennu á Bernabeu í gær. Hann skoraði fyrst með vinstri fótar skot á fjórðu mínútu og bætti síðan við skallamarki á sjöundu mínútu. Brasilíumaðurinn Marcelo lagði upp bæði mörkin fyrir ungan landann sinn. Rodrygo varð þar með fyrstur í Meistaradeildinni til að skora tvisvar á fyrstu sjö mínútunum.18 years, 301 days. Youngest player ever to score a perfect UCL hat-trick. All in a day’s work. pic.twitter.com/DeVRDKIXGZ — B/R Football (@brfootball) November 6, 2019 Rodrygo lagði síðan upp mark fyrir Karim Benzema áður en hann innsiglaði þrennuna í uppbótatíma, nú með hægri fótar skoti eftir sendingu frá Benzema. Mark með vinstri, skalla og hægri fæti. Ekki slæmt við átján ára gamlan strák, á stóra sviðinu með einu af stærstu félögum heims. „Hann kom mér ekki á óvart. Hann er klár, fljótur að læra og er ólmur í að læra og bæta sinn leik. Hann þarf að styrkja sig líkamlega en hvað varðar tækni þá þekkir hann allt sem hægt er að geta með boltann,“ sagði knattspyrnustjórinn Zinedine Zidane. „Rodrygo er aðeins átján ára gamall en hann óttast ekkert. Ég elska að sjá ungan fótboltamann spila svona,“ sagði Karim Benzema um Rodrygo. The youngest players to achieve a perfect hat-trick in the Champions League: 18-301 RODRYGO GOES 20-306 Kylian Mbappé 22-312 Michael Owen 22-354 Karim Benzema 24-060 Harry Kane 24-237 Samuel Eto’o — MisterChip (English) (@MisterChiping) November 6, 2019
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira