Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 11:00 Skjáskot úr myndbandi sem sýnt var í dómsal í gær. Hér má sjá hinn grunaða og Millane í lyftu á leiðinni upp í íbúð þess fyrrnefnda. Skjáskot/Twitter Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. Myndböndin varpa ljósi á samskipti hennar og mannsins, sem grunaður er um að hafa myrt hana, og þannig aðdraganda morðsins í byrjun desember í fyrra.Sjá einnig: Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Millane, sem var 22 ára, hafði verið á ferð ein síns liðs um Nýja-Sjáland í tvær vikur er hún týndist þann 1. desember síðastliðinn. Lík hennar fannst viku síðar. 27 ára karlmaður, sem Millane kynntist á stefnumótaforritinu Tinder, er ákærður fyrir morðið á henni. Hann neitar sök.Kossaflens og lyftuferð Myndefnið var sýnt í réttarsal í nýsjálensku borginni Auckland í gær, þar sem aðalmeðferð í málinu gegn manninum fer fram. Upptökurnar eru frá börum sem Millane og hinn ákærði fóru á kvöldið sem hún var myrt, svo og úr öryggismyndavélum íbúðahótels þar sem maðurinn bjó. Upptökurnar spanna þannig síðustu klukkutímana fyrir morðið. Í þeim sjást Millane og maðurinn hittast á stefnumóti eftir að hafa spjallað saman á Tinder. Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga og andlit hans er afmáð á upptökunum.Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt.Myndböndin fylgja Millane og hinum ákærða þar sem þau flakka á milli bara og virðast skemmta sér vel. Á einum tímapunkti má sjá manninn kyssa Millane í tvígang. Þau sjást svo ganga hönd í hönd út af staðnum og heim til mannsins, sem bjó skammt frá. Að endingu má sjá þau fara inn í lyftu í anddyri hússins og stíga út úr henni á þriðju hæð, þar sem íbúð mannsins var. Simon Atkinson, fréttaritari BBC í Ástralíu, birti hluta úr myndbandsupptökunum á Twitter í gærmorgun. Myndbandið má sjá hér að neðan.WATCH: CCTV footage of the last moments Grace Millane was seen alive has been played to the jury. It shows her and the accused entering his apartment building, getting in a lift then leaving on the third floor. Suspect's face blurred for legal reasons. #gracemillane pic.twitter.com/U2TviGEl6C— Simon Atkinson (@atko1978) November 6, 2019 Þá voru skilaboð sem Millane sendi vinkonu sinni á meðan á stefnumótinu stóð einnig birt í dómsal. Hún sagði stefnumótið ganga vel og að hún og ákærði næðu vel saman. Þá sagðist hún á góðri leið með að verða mjög drukkin. Saksóknari heldur því fram að maðurinn hafi kyrkt Millane í íbúðinni eftir stefnumótið. Maðurinn segir þó að andlát Millane hafi verið slys. Þau hefðu stundað kynlíf í íbúð hans og hann hert að hálsi hennar til að ná fram „unaði“, með fyrrgreindum afleiðingum. Komið hefur fram að maðurinn hafi m.a. leitað að því á netinu hvernig best væri að „losa sig við lík“, eftir að hann á að hafa myrt Millane. Daginn eftir fór maðurinn svo á Tinder-stefnumót með annarri konu. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Hann er sakaður um að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland. Bretland Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. Myndböndin varpa ljósi á samskipti hennar og mannsins, sem grunaður er um að hafa myrt hana, og þannig aðdraganda morðsins í byrjun desember í fyrra.Sjá einnig: Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Millane, sem var 22 ára, hafði verið á ferð ein síns liðs um Nýja-Sjáland í tvær vikur er hún týndist þann 1. desember síðastliðinn. Lík hennar fannst viku síðar. 27 ára karlmaður, sem Millane kynntist á stefnumótaforritinu Tinder, er ákærður fyrir morðið á henni. Hann neitar sök.Kossaflens og lyftuferð Myndefnið var sýnt í réttarsal í nýsjálensku borginni Auckland í gær, þar sem aðalmeðferð í málinu gegn manninum fer fram. Upptökurnar eru frá börum sem Millane og hinn ákærði fóru á kvöldið sem hún var myrt, svo og úr öryggismyndavélum íbúðahótels þar sem maðurinn bjó. Upptökurnar spanna þannig síðustu klukkutímana fyrir morðið. Í þeim sjást Millane og maðurinn hittast á stefnumóti eftir að hafa spjallað saman á Tinder. Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga og andlit hans er afmáð á upptökunum.Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt.Myndböndin fylgja Millane og hinum ákærða þar sem þau flakka á milli bara og virðast skemmta sér vel. Á einum tímapunkti má sjá manninn kyssa Millane í tvígang. Þau sjást svo ganga hönd í hönd út af staðnum og heim til mannsins, sem bjó skammt frá. Að endingu má sjá þau fara inn í lyftu í anddyri hússins og stíga út úr henni á þriðju hæð, þar sem íbúð mannsins var. Simon Atkinson, fréttaritari BBC í Ástralíu, birti hluta úr myndbandsupptökunum á Twitter í gærmorgun. Myndbandið má sjá hér að neðan.WATCH: CCTV footage of the last moments Grace Millane was seen alive has been played to the jury. It shows her and the accused entering his apartment building, getting in a lift then leaving on the third floor. Suspect's face blurred for legal reasons. #gracemillane pic.twitter.com/U2TviGEl6C— Simon Atkinson (@atko1978) November 6, 2019 Þá voru skilaboð sem Millane sendi vinkonu sinni á meðan á stefnumótinu stóð einnig birt í dómsal. Hún sagði stefnumótið ganga vel og að hún og ákærði næðu vel saman. Þá sagðist hún á góðri leið með að verða mjög drukkin. Saksóknari heldur því fram að maðurinn hafi kyrkt Millane í íbúðinni eftir stefnumótið. Maðurinn segir þó að andlát Millane hafi verið slys. Þau hefðu stundað kynlíf í íbúð hans og hann hert að hálsi hennar til að ná fram „unaði“, með fyrrgreindum afleiðingum. Komið hefur fram að maðurinn hafi m.a. leitað að því á netinu hvernig best væri að „losa sig við lík“, eftir að hann á að hafa myrt Millane. Daginn eftir fór maðurinn svo á Tinder-stefnumót með annarri konu. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Hann er sakaður um að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland.
Bretland Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02
Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15
Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03
„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31