Gistiforeldrar á íþróttamótum skili inn sakavottorði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2019 11:45 Auður Inga Þorsteinsdóttir er framkvæmdstjóri UMFÍ. Fréttablaðið/Ernir Ungmennafélag Íslands vill að yfirvöld auðveldi aðgengi íþróttafélaga hér á landi að sakaskrá og sakavottorðum. Þannig sé hægt með auðveldum hætti að komast að því hvort umsækjendur um þjálfarastörf hjá börnum og foreldrar sem taka að sér sjálfboðaliðastörf við ferðir innanlands sem utan séu með hreint sakavottorð. Samkvæmt viðbót við Íþróttalögin er óheimilt að ráða til starfa fólk sem hefur hlotið refsidóm vegna kynferðis- og annarra ofbeldisbrota auk brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni á síðastliðnum fimm árum. Ákvæðið nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, segir þetta nýtilkomið í íþróttalögum en hafi verið í æskulýðslögum í einhvern tíma.Sakavottorð kostar 2500 krónur en UMFÍ getur hjálpað Hún vekur athygli á því að þetta feli í sér að áður en ferðir séu farnar þar sem foreldrar barna séu umsjónaraðilar, þeim falin umsjá með börnum, þá þurfi að framvísa sakavottorði viðkomandi foreldris. Ákvæðið nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Útgáfa sakavottorðs kostar í dag 2500 krónur hjá sýslumannsembættum landsins. Auður Inga segir að félögin geti sent beiðni til UMFÍ sem geti fengið sakavottorð án þess að greiða fyrir þau. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt nokkrum flottum íþróttakrökkum á Landsmóti UMFÍ á Höfn síðastliðið sumar.UMFÍ„Við viljum einfalda þetta ferli,“ segir Auður Inga. Stór íþróttafélög séu með kannski 150 þjálfara í vinnu og svo bætist við tugir eða hundruð foreldra í sjálfboðavinnu í tengslum við mót og annað starf með börnunum. „Við hjá UMFÍ höfum upplifað að margir hafa óskað eftir sakavottorðum í tengslum ráðningu á þjálfurum,“ segir Auður Inga. Það sé ekki tilfellið með sjálfboðaliðastörf foreldra en þau skilyrði þurfi einnig að upplifa samkvæmt lögunum.Ekkert mál í nágrannalöndunum Auður segir UMFÍ hafa vakið athygli á því fyrst fyrir fimm árum að nauðsynlegt væri að auðvelda aðgengi íþróttafélaganna að þessum upplýsingum. „Bæði í Danmörku og Finnlandi geta ákveðnir aðilar hjá félögunum með einföldum hætti slegið inn kennitölur og fengið svör,“ segir Auður Inga. Markmiðið sé að sjálfsögðu að auðvelda starfið og gera stjórnendum kleift að ráða starfsfólk og sjálfboðaliða sem hæfa börnum.Málið var til umræðu í Reykjavík síðdegis þar sem Auður Inga sat fyrir svörum. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Ungmennafélag Íslands vill að yfirvöld auðveldi aðgengi íþróttafélaga hér á landi að sakaskrá og sakavottorðum. Þannig sé hægt með auðveldum hætti að komast að því hvort umsækjendur um þjálfarastörf hjá börnum og foreldrar sem taka að sér sjálfboðaliðastörf við ferðir innanlands sem utan séu með hreint sakavottorð. Samkvæmt viðbót við Íþróttalögin er óheimilt að ráða til starfa fólk sem hefur hlotið refsidóm vegna kynferðis- og annarra ofbeldisbrota auk brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni á síðastliðnum fimm árum. Ákvæðið nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, segir þetta nýtilkomið í íþróttalögum en hafi verið í æskulýðslögum í einhvern tíma.Sakavottorð kostar 2500 krónur en UMFÍ getur hjálpað Hún vekur athygli á því að þetta feli í sér að áður en ferðir séu farnar þar sem foreldrar barna séu umsjónaraðilar, þeim falin umsjá með börnum, þá þurfi að framvísa sakavottorði viðkomandi foreldris. Ákvæðið nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Útgáfa sakavottorðs kostar í dag 2500 krónur hjá sýslumannsembættum landsins. Auður Inga segir að félögin geti sent beiðni til UMFÍ sem geti fengið sakavottorð án þess að greiða fyrir þau. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt nokkrum flottum íþróttakrökkum á Landsmóti UMFÍ á Höfn síðastliðið sumar.UMFÍ„Við viljum einfalda þetta ferli,“ segir Auður Inga. Stór íþróttafélög séu með kannski 150 þjálfara í vinnu og svo bætist við tugir eða hundruð foreldra í sjálfboðavinnu í tengslum við mót og annað starf með börnunum. „Við hjá UMFÍ höfum upplifað að margir hafa óskað eftir sakavottorðum í tengslum ráðningu á þjálfurum,“ segir Auður Inga. Það sé ekki tilfellið með sjálfboðaliðastörf foreldra en þau skilyrði þurfi einnig að upplifa samkvæmt lögunum.Ekkert mál í nágrannalöndunum Auður segir UMFÍ hafa vakið athygli á því fyrst fyrir fimm árum að nauðsynlegt væri að auðvelda aðgengi íþróttafélaganna að þessum upplýsingum. „Bæði í Danmörku og Finnlandi geta ákveðnir aðilar hjá félögunum með einföldum hætti slegið inn kennitölur og fengið svör,“ segir Auður Inga. Markmiðið sé að sjálfsögðu að auðvelda starfið og gera stjórnendum kleift að ráða starfsfólk og sjálfboðaliða sem hæfa börnum.Málið var til umræðu í Reykjavík síðdegis þar sem Auður Inga sat fyrir svörum.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira