Solskjær: Við þurftum á svona frammistöðu að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2019 08:00 Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var skælbrosandi eftir leik. Getty/Robbie Jay Barratt Manchester United sýndi sínar bestu hliðar í 3-0 sigri á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í gærkvöldi sem er eitthvað sem stuðningsmenn félagsins hafa séð alltof lítið af á þessu tímabili. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær var líka ánægður með liðið. „Við þurftum sigurinn en við þurfum líka á svona frammistöðu að halda þar sem strákarnir sóttu meira og reyndu að skora meira en eitt mark,“ sagði Ole Gunnar Solskjær við BT Sport eftir leik. Með sigrinum tryggði Manchester United sér sæti í 32 liða úrslitunum þótt að enn sé tveir leikir eftir í riðlinum.Manchester United cruised past Partizan Belgrade to reach the knockout stages of the Europa League with two games to spare. Match report: https://t.co/DaMwtXPP88#MUFC#bbcfootball#UELpic.twitter.com/QWHHUWIxY4 — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 „Við hefðum getað skorað fullt af mörkum til viðbótar en það var ánægjulegt og mikilvægt að fá stigin,“ sagði Solskjær. „Það er búist við því að þú vinnir heimaleikinn þinn á móti svona liðum. Ég ber samt virðingu fyrir Partizan-liðinu því þeir gáfu okkur alvöru leik úti en hér heima eigum við að vinna þá,“ sagði Solskjær.Scott McTominay could be a doubt for Scotland's #EURO2020 qualifiers against Cyprus and Kazakhstan after suffering an ankle injury. More: https://t.co/z8F26ciLCC#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/xlwqSFXYSA — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 „Við áttum möguleika á að gera út um leikinn á fyrstu tíu mínútunum en þú færð mikið sjálfstraust við það að vera 2-0 yfir í hálfleik,“ sagði Solskjær. Það voru samt ekki bara góðar fréttir af liðinu í gær því Scott McTominay, miðjumaðurinn öflugi, meiddist í leiknum. „Hann sagði að hann yrði í lagi en ég veit ekki. Vonandi getur hann náð leiknum á sunnudaginn,“ sagði Solskjær en Manchester United mætir þá Brighton. „Við viljum vinna riðilinn en okkur hlakkar ekkert til að ferðast til Astana og þurfa síðan að mæta Aston Villa, Spurs og Man City í vikunni á eftir. Ég hvíli því kannski einhverja leikmenn í þeim leik,“ sagði Solskjær. „Það er alltaf gott fyrir leikmenn að skora mörk og fá með því meira sjálfstraust. Við vitum hversu mikilvægur sunnudagsleikurinn er fyrir okkur af því að við horfum upp töfluna á fjögur efstu sætin,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira
Manchester United sýndi sínar bestu hliðar í 3-0 sigri á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í gærkvöldi sem er eitthvað sem stuðningsmenn félagsins hafa séð alltof lítið af á þessu tímabili. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær var líka ánægður með liðið. „Við þurftum sigurinn en við þurfum líka á svona frammistöðu að halda þar sem strákarnir sóttu meira og reyndu að skora meira en eitt mark,“ sagði Ole Gunnar Solskjær við BT Sport eftir leik. Með sigrinum tryggði Manchester United sér sæti í 32 liða úrslitunum þótt að enn sé tveir leikir eftir í riðlinum.Manchester United cruised past Partizan Belgrade to reach the knockout stages of the Europa League with two games to spare. Match report: https://t.co/DaMwtXPP88#MUFC#bbcfootball#UELpic.twitter.com/QWHHUWIxY4 — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 „Við hefðum getað skorað fullt af mörkum til viðbótar en það var ánægjulegt og mikilvægt að fá stigin,“ sagði Solskjær. „Það er búist við því að þú vinnir heimaleikinn þinn á móti svona liðum. Ég ber samt virðingu fyrir Partizan-liðinu því þeir gáfu okkur alvöru leik úti en hér heima eigum við að vinna þá,“ sagði Solskjær.Scott McTominay could be a doubt for Scotland's #EURO2020 qualifiers against Cyprus and Kazakhstan after suffering an ankle injury. More: https://t.co/z8F26ciLCC#mufc#bbcfootballpic.twitter.com/xlwqSFXYSA — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 „Við áttum möguleika á að gera út um leikinn á fyrstu tíu mínútunum en þú færð mikið sjálfstraust við það að vera 2-0 yfir í hálfleik,“ sagði Solskjær. Það voru samt ekki bara góðar fréttir af liðinu í gær því Scott McTominay, miðjumaðurinn öflugi, meiddist í leiknum. „Hann sagði að hann yrði í lagi en ég veit ekki. Vonandi getur hann náð leiknum á sunnudaginn,“ sagði Solskjær en Manchester United mætir þá Brighton. „Við viljum vinna riðilinn en okkur hlakkar ekkert til að ferðast til Astana og þurfa síðan að mæta Aston Villa, Spurs og Man City í vikunni á eftir. Ég hvíli því kannski einhverja leikmenn í þeim leik,“ sagði Solskjær. „Það er alltaf gott fyrir leikmenn að skora mörk og fá með því meira sjálfstraust. Við vitum hversu mikilvægur sunnudagsleikurinn er fyrir okkur af því að við horfum upp töfluna á fjögur efstu sætin,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira