Tveir fimmtán ára drengir á meðal hinna látnu í gámnum Sylvía Hall skrifar 8. nóvember 2019 20:32 Málið hefur vakið mikinn óhug um allan heim. Vísir/Getty Lögregla hefur birt nöfn þeirra 39 sem fundust látin í kæligámi flutningabíls í Essex í Bretlandi þann 23. október síðastliðinn. Öll hinna látnu voru víetnamskir ríkisborgarar. Tíu hinna látnu voru undir tvítugu og þar af tveir drengir aðeins fimmtán ára gamlir, þeir Dinh Dinh Binh og Nguyen Huy Hung. Elsta fórnarlambið var hinn 44 ára gamli Le Ngoc Thanh samkvæmt lista sem BBC hefur birt. Í gámnum fundust 31 karlmaður og átta konur.Sjá einnig: Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Lögregla hafði áður gefið það út að nokkurn tíma gæti tekið að bera kennsl á líkin þar sem um væri að ræða umfangsmikla aðgerð. Voru fingraför, húðflúr, ör, tanngreiningar og DNA-próf notuð til þess að bera kennsl á hin látnu. Öll fórnarlömbin eru frá Víetnam en áður var talið að um væri að ræða kínverska ríkisborgara. Eftir að áhyggjufullar fjölskyldur í Víetnam fóru að setja sig í samband við yfirvöld í Bretlandi og lýsa yfir áhyggjum af ástvinum sínum kom fljótlega í ljós að áhyggjur þeirra væru á rökum reistar.„Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið.“ Hin 26 ára gamla Pham Thi Tra My var einnig á meðal fórnarlambanna. Degi áður en líkin fundust í gámi bílsins hafði hún sent móður sinni skilaboð þar sem hún sagði ferðalag sitt hafa mistekist. „Mér þykir svo fyrir þessu, mamma og pabbi. Ferðalagið til útlanda tókst ekki. Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið. Ég er að deyja vegna þess að ég get ekki andað. Ég er frá Can Loc Ha Tinh. Víetnam. Mamma. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði í skilaboðum Tra My.Pham Thi Tra My var 26 ára.Bróðir Tra My fullyrti að hann hafði þurft að greiða tæplega fimm milljónir íslenskra króna fyrir það að koma systur sinni til Bretlands. Hann hefði síðast heyrt í henni í Belgíu en hún lagði af stað frá Víetnam þann 3. október. Bílstjóri vörubílsins, hinn norður-írski Maurice Robinson, hefur verið í úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins grunaður um 39 manndráp. Þá var einnig lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsóknina en þeir eru einnig grunaðir um manndráp og mansal. Bretland England Víetnam Tengdar fréttir Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Ættingjar sumra þeirra 39 sem óttast er að hafi látist um borð í tengivagni vörubíls sem fannst í Essex í Bretlandi í vikunni hafi verið hluti af þriggja bíla vörubílalest. Segja þeir að yfir 100 innflytjendur hafi verið fluttir til Bretlands með vörubílunum. 26. október 2019 14:30 Fólkið sem lést í gámnum var allt Víetnamar Upphaflega var talið að 39 manns sem fundust látnir í gámabíl væru Kínverjar. 1. nóvember 2019 22:33 Biður bræður um að gefa sig fram vegna vörubílsins í Essex Lögregla í Bretlandi hefur lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsókn á dauða 39 manna sem fundust látin í vörubíl í bænum Grays í síðasta mánuði. 1. nóvember 2019 11:35 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Lögregla hefur birt nöfn þeirra 39 sem fundust látin í kæligámi flutningabíls í Essex í Bretlandi þann 23. október síðastliðinn. Öll hinna látnu voru víetnamskir ríkisborgarar. Tíu hinna látnu voru undir tvítugu og þar af tveir drengir aðeins fimmtán ára gamlir, þeir Dinh Dinh Binh og Nguyen Huy Hung. Elsta fórnarlambið var hinn 44 ára gamli Le Ngoc Thanh samkvæmt lista sem BBC hefur birt. Í gámnum fundust 31 karlmaður og átta konur.Sjá einnig: Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Lögregla hafði áður gefið það út að nokkurn tíma gæti tekið að bera kennsl á líkin þar sem um væri að ræða umfangsmikla aðgerð. Voru fingraför, húðflúr, ör, tanngreiningar og DNA-próf notuð til þess að bera kennsl á hin látnu. Öll fórnarlömbin eru frá Víetnam en áður var talið að um væri að ræða kínverska ríkisborgara. Eftir að áhyggjufullar fjölskyldur í Víetnam fóru að setja sig í samband við yfirvöld í Bretlandi og lýsa yfir áhyggjum af ástvinum sínum kom fljótlega í ljós að áhyggjur þeirra væru á rökum reistar.„Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið.“ Hin 26 ára gamla Pham Thi Tra My var einnig á meðal fórnarlambanna. Degi áður en líkin fundust í gámi bílsins hafði hún sent móður sinni skilaboð þar sem hún sagði ferðalag sitt hafa mistekist. „Mér þykir svo fyrir þessu, mamma og pabbi. Ferðalagið til útlanda tókst ekki. Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið. Ég er að deyja vegna þess að ég get ekki andað. Ég er frá Can Loc Ha Tinh. Víetnam. Mamma. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði í skilaboðum Tra My.Pham Thi Tra My var 26 ára.Bróðir Tra My fullyrti að hann hafði þurft að greiða tæplega fimm milljónir íslenskra króna fyrir það að koma systur sinni til Bretlands. Hann hefði síðast heyrt í henni í Belgíu en hún lagði af stað frá Víetnam þann 3. október. Bílstjóri vörubílsins, hinn norður-írski Maurice Robinson, hefur verið í úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins grunaður um 39 manndráp. Þá var einnig lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsóknina en þeir eru einnig grunaðir um manndráp og mansal.
Bretland England Víetnam Tengdar fréttir Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Ættingjar sumra þeirra 39 sem óttast er að hafi látist um borð í tengivagni vörubíls sem fannst í Essex í Bretlandi í vikunni hafi verið hluti af þriggja bíla vörubílalest. Segja þeir að yfir 100 innflytjendur hafi verið fluttir til Bretlands með vörubílunum. 26. október 2019 14:30 Fólkið sem lést í gámnum var allt Víetnamar Upphaflega var talið að 39 manns sem fundust látnir í gámabíl væru Kínverjar. 1. nóvember 2019 22:33 Biður bræður um að gefa sig fram vegna vörubílsins í Essex Lögregla í Bretlandi hefur lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsókn á dauða 39 manna sem fundust látin í vörubíl í bænum Grays í síðasta mánuði. 1. nóvember 2019 11:35 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Ættingjar sumra þeirra 39 sem óttast er að hafi látist um borð í tengivagni vörubíls sem fannst í Essex í Bretlandi í vikunni hafi verið hluti af þriggja bíla vörubílalest. Segja þeir að yfir 100 innflytjendur hafi verið fluttir til Bretlands með vörubílunum. 26. október 2019 14:30
Fólkið sem lést í gámnum var allt Víetnamar Upphaflega var talið að 39 manns sem fundust látnir í gámabíl væru Kínverjar. 1. nóvember 2019 22:33
Biður bræður um að gefa sig fram vegna vörubílsins í Essex Lögregla í Bretlandi hefur lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsókn á dauða 39 manna sem fundust látin í vörubíl í bænum Grays í síðasta mánuði. 1. nóvember 2019 11:35