Rafræn skref í stjórnsýslunni lækka kostnað Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 9. nóvember 2019 17:00 Tillögur Byggingavettvangsins verða ræddar á fundi næstkomandi mánudag. Fréttablaðið/ernir „Heilt yfir snúa útfærslurnar að því að einfalda regluverk og verkferla til þess að byggingarferlið verði skilvirkara og framleiðni aukin. Þannig náum við að stytta byggingartíma og lækka byggingarkostnað sem skilar sér í lægra húsnæðisverði,“ segir Sandra Hlíf Ocares, verkefnastjóri Byggingavettvangsins. Íslenski Byggingavettvangurinn hefur boðað til fundar á Grand Hótel næsta mánudag. Þar verða kynntar fyrstu útfærslur á tillögum átakshóps ríkisstjórnarinnar um úrbætur í húsnæðismálum er snúa að byggingarmálum með auknum þætti rafrænnar stjórnsýslu og einföldun regluverks. „Við höfum verið að byggja of einsleitt húsnæði þar sem regluverkið hefur m.a. ekki heimilað ákveðna nýsköpun né veitt svigrúm til að byggja hagkvæmar íbúðir. Ég er sannfærð um að þessar metnaðarfullu tillögur sem verða kynntar á mánudaginn munu auðvelda byggingu húsnæðis af því tagi sem hefur verið vöntun á,“ segir Sandra. Þar leikur rafræn stjórnsýsla lykilhlutverk. Frá árinu 2011 hefur átt sér stað uppbygging á rafrænni byggingargátt með það að markmiði að hægt sé að gefa út byggingarleyfi rafrænt, með því að efla þá vinnu og víkka hlutverk þeirrar gáttar munu ferlar verða einfaldari, skilvirkni og gagnsæi aukast. „Við viljum ganga inn í fjórðu iðnbyltinguna með rafrænni stjórnsýslu, með einföldum hlut eins og að skylda sveitarfélögin til að nota Byggingargáttina og að innleiða rafrænar undirskriftir inn í gáttina má stytta byggingartíma og lækka byggingarkostnað sem síðan skilar sér í lægra byggingarverði,“ segir Sandra. Hún bætir við að það muni hafa meiri áhrif en marga grunar og tekur dæmi. „Eins og staðan er í dag þarf að prenta allar teikningar út, og keyra með afritin til stofnana til að fá stimpla. Eins og gefur að skilja er það tímafrekt og dýrt. Annað dæmi er að svo hægt sé að fá nákvæmar tölur um það hversu mikið af húsnæði er í byggingu, þarf starfsmaður Samtaka iðnaðarins að keyra í þrjár vikur um landið og handtelja íbúðir í byggingu. Með öflugri innleiðingu á rafrænum lausnum eins og Byggingargáttin er munu þessir hlutir heyra sögunni til.“ Spurð hvort mikil samstaða sé um breytingarnar sem útfærslur Byggingarvettvangsins fela í sér segir Sandra að svo sé. „Það er mikill einhugur um að nú sé kominn tími til að leysa þessi mál enda er húsnæði ein stærsta fjárfesting fólks á æviskeiði þess. Stjórnvöld hafa lagt aukna áherslu á að létta á regluverkinu í byggingariðnaði og skerpa á regluverkinu og tillögurnar sem komu fram í skýrslu átakshópsins gefa skýr skilaboð um að það eigi að taka þetta föstum tökum,“ segir Sandra. Íslenski byggingavettvangurinn var settur á stofn árið 2016 sem samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana sem koma að byggingarmálum. Hlutverk Byggingavettvangsins var síðan aukið á þann hátt að auk þess myndi hann fjalla um skipulagsmál í tengslum við byggingu íbúðarhúsnæðis. Sandra segir að útfærslurnar sem kynntar verði á mánudaginn snúi eingöngu að byggingarmálum. Skipulagsmálin verði tekin fyrir eftir áramót. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Heilt yfir snúa útfærslurnar að því að einfalda regluverk og verkferla til þess að byggingarferlið verði skilvirkara og framleiðni aukin. Þannig náum við að stytta byggingartíma og lækka byggingarkostnað sem skilar sér í lægra húsnæðisverði,“ segir Sandra Hlíf Ocares, verkefnastjóri Byggingavettvangsins. Íslenski Byggingavettvangurinn hefur boðað til fundar á Grand Hótel næsta mánudag. Þar verða kynntar fyrstu útfærslur á tillögum átakshóps ríkisstjórnarinnar um úrbætur í húsnæðismálum er snúa að byggingarmálum með auknum þætti rafrænnar stjórnsýslu og einföldun regluverks. „Við höfum verið að byggja of einsleitt húsnæði þar sem regluverkið hefur m.a. ekki heimilað ákveðna nýsköpun né veitt svigrúm til að byggja hagkvæmar íbúðir. Ég er sannfærð um að þessar metnaðarfullu tillögur sem verða kynntar á mánudaginn munu auðvelda byggingu húsnæðis af því tagi sem hefur verið vöntun á,“ segir Sandra. Þar leikur rafræn stjórnsýsla lykilhlutverk. Frá árinu 2011 hefur átt sér stað uppbygging á rafrænni byggingargátt með það að markmiði að hægt sé að gefa út byggingarleyfi rafrænt, með því að efla þá vinnu og víkka hlutverk þeirrar gáttar munu ferlar verða einfaldari, skilvirkni og gagnsæi aukast. „Við viljum ganga inn í fjórðu iðnbyltinguna með rafrænni stjórnsýslu, með einföldum hlut eins og að skylda sveitarfélögin til að nota Byggingargáttina og að innleiða rafrænar undirskriftir inn í gáttina má stytta byggingartíma og lækka byggingarkostnað sem síðan skilar sér í lægra byggingarverði,“ segir Sandra. Hún bætir við að það muni hafa meiri áhrif en marga grunar og tekur dæmi. „Eins og staðan er í dag þarf að prenta allar teikningar út, og keyra með afritin til stofnana til að fá stimpla. Eins og gefur að skilja er það tímafrekt og dýrt. Annað dæmi er að svo hægt sé að fá nákvæmar tölur um það hversu mikið af húsnæði er í byggingu, þarf starfsmaður Samtaka iðnaðarins að keyra í þrjár vikur um landið og handtelja íbúðir í byggingu. Með öflugri innleiðingu á rafrænum lausnum eins og Byggingargáttin er munu þessir hlutir heyra sögunni til.“ Spurð hvort mikil samstaða sé um breytingarnar sem útfærslur Byggingarvettvangsins fela í sér segir Sandra að svo sé. „Það er mikill einhugur um að nú sé kominn tími til að leysa þessi mál enda er húsnæði ein stærsta fjárfesting fólks á æviskeiði þess. Stjórnvöld hafa lagt aukna áherslu á að létta á regluverkinu í byggingariðnaði og skerpa á regluverkinu og tillögurnar sem komu fram í skýrslu átakshópsins gefa skýr skilaboð um að það eigi að taka þetta föstum tökum,“ segir Sandra. Íslenski byggingavettvangurinn var settur á stofn árið 2016 sem samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana sem koma að byggingarmálum. Hlutverk Byggingavettvangsins var síðan aukið á þann hátt að auk þess myndi hann fjalla um skipulagsmál í tengslum við byggingu íbúðarhúsnæðis. Sandra segir að útfærslurnar sem kynntar verði á mánudaginn snúi eingöngu að byggingarmálum. Skipulagsmálin verði tekin fyrir eftir áramót.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira