Redrum snýr aftur í kvikmyndahús Heiðar Sumarliðason skrifar 9. nóvember 2019 13:15 Danny Torrence er í Doctor Sleep enn hundeltur af redrum. Kvikmyndin Doctor Sleep, sem er framhald af The Shining, hefur verið tekin til sýninga í kvikmyndahúsum. Báðar byggja þær á skáldsögum eftir Stephen King. Rýnt verður í Doctor Sleep í útvarpsþættinum Stjörnubíó á X977 á sunnudag klukkan 12:00. Til að hita upp fyrir það höfum við tekið saman nokkra mola um báðar myndirnar. The Shining fjallar um Jack Torrence sem tekur að sér að vera umsjónarmaður sumarhótels á meðan það er lokað yfir vetrarmánuðina. Þar missir hann smátt og smátt vitið og reynir á endanum að höggva konu sína Wendy og skyggnan son þeirra Danny í spað með öxi. Kubrick gerði kvikmyndaútgáfuna eftir sínu höfði og var hún að mörgu leyti frábrugðin skáldsögunni. King hafði ímugust á kvikmyndaútgáfu Kubrick og var ekki hræddur við að tjá sig um það við hvern sem hlusta vildi. Jack Nicholson og Danny Lloyd túlkuðu nafna sína Jack og Danny, Shelley Duvall lék Wendy. Það dylst engum að þessi maður mun verða morðóður.Bæði framhald bókarinnar og kvikmyndarinnar.Fljótlega eftir útkomu Doctor Sleep skáldsögunnar fóru menn hjá Warner Brothers að leggja drög að kvikmyndaútgáfu. Vandinn sem steðjaði að þeim var að hún er einungis framhald bókarinnar og tekur fjölmargar breytingar Kubricks ekki inn í jöfnuna. Kvikmyndaútgáfan af The Shining er hinsvegar svo greypt í huga áhorfenda að ómögulegt var að hunsa hana. Framleiðendurnir fólu leikstjóranum Mike Flanagan að skrifa handritið og kvikmynda söguna og létu honum eftir að fást við King. Flanagan fékk King til að samþykkja að hann mætti notast við hluti sem einungis voru í kvikmynd Kubricks þegar kæmi að því að skapa heim Doctor Sleep. Því er hún bæði framhald bókarinnar The Shining og kvikmyndarinnar. Doctor Sleep fjallar um fullorðinn Danny Torrence sem kemst í samband við unga stúlku sem gædd er svipuðum yfirnáttúrulegum hæfileikum og hann sjálfur. Ewan McGregor leikur Danny og Kyliegh Curran leikur stúlkuna. McGregor og Curren skeggræða duldina á garðbekk.King að mýkjastKing er nú í öllum fjölmiðlum að ausa nýju kvikmyndaútgáfuna lofi. Ekki nóg með það heldur segist hann farinn að sjá útgáfu Kubricks í nýju ljósi og túlka má orð hans líkt og honum þyki hún ekki svo slæm eftir allt saman. Það er í raun ekki skrítið að King hafi talað illa um kvikmyndaútgáfuna. Kubrick gagnrýndi bók hans opinberlega, sagði hana léttvæga, persónusköpunina slaka og að það eina góða við hana væri grunnsöguþráðurinn. Þegar kvikmyndin kom svo út var hún hökkuð í spað af bandarískum gagnrýnendum. Eðlilega reyndi King að fjarlægja sig frá útkomunni. Af hverju ætti hann svo sem að verja verk manns sem níddi hann opinberlega?Hvernig getur frosið í helvíti? Ég veit það ekki.Íslensk viðbrögð betri en bandarískÞað er margt sem getur spilað inn í viðtökur kvikmynda, svo sem væntingar og tíðarandi. Á meðan dómar bandarískra gagnrýnenda voru uppfullir af digurbarkalegum yfirlýsingum um að Kubrick hafi ekki skilið hrollvekjuformið fékk hún mjög jákvæða dóma í Evrópu. Ísland var engin undantekning á því og skrifaði Elías Snæland Jónsson gagnrýnandi Tímans sáluga m.a:„En eins og í öðrum kvikmyndum Stanley Kubricks er hér ekki allt sem sýnist, og þessi neikvæðu viðbrögð eiga að mínu viti ekki rétt á sér. Þvert á móti er „The Shining" merkileg og mögnuð mynd, bæði sem hrollvekja, dæmisaga um ýmis einkenni bandarísks nútímaþjóðfélags og paródía um ýmsar hefðir þeirrar tegundar kvikmynda, sem hrollvekjur nefnast.“Það voru ekki einungis íslenskir gagnrýnendur sem tóku vel í The Shining. Lesendabréf birtist í Vísi frá áhugakrítíker sem kallaði sig 7245-3425 og stóð þar: „Vil ég með þessum orðum benda fólki á að sjá ekki þessa mynd, nema það hafi sterkar taugar. Það er að vísu hægt að fara í kvikmyndahús og áminna sjálfan sig stöðugt að allt sé þetta leikið. En margar myndir eru byggðar upp á sannsögulegum atburðum og gætu atriði i þessari mynd vel hafa átt sér stað í raunveruleikanum. Ég hef aldrei áður séð fólk kúra sig saman í sætum og hrópa upp hvað eftir annað, eins og það gerði í Austurbæjarbíói á annan í páskum. Gefi maður ímyndunaraflinu lausan tauminn, þegar heim kemur, þá er mjög auðvelt að verða myrkfælinn.“ Á árum áður þurfti fólk að hafa meira fyrir því að koma skoðunum sínum á framfæri í fjölmiðlum.Beðið og beðið og beðið eftir DuldThe Shining kom í bandarísk kvikmyndahús árið 1980. Á þessum tíma tók það erlendar kvikmyndir oftast heil tvö ár að berast íslenskum áhorfendum. Þegar hún var loks tekin til sýninga í Austurbæjarbíói árið 1982 var hún höfðinglega kynnt sem „heimsfræg stórmynd.“ Hún fékk þó engan íslenskan titil, líkt og allar aðrar erlendar myndir á þessum tíma.Enn verra var ástandið varðandi skáldsöguna sjálfa. Þeir sem ekki voru sleipir í enskunni þurftu að bíða enn lengur en kvikmyndahúsagestir. Skáldsagan kom út í íslenskri þýðingu Karls Th. Birgissonar árið 1990. Þá voru liðin heil þrettán ár frá upprunalegri útgáfu hennar. Hún fékk þó loks íslenskan titil, Duld. Lesendur biðu í 13 ár eftir að fá The Shining íslenskaða. Hún fékk þá loks íslenskan titil.Við þurfum að tala um Shelley DuvallJack Nicholson stakk upp á leikkonunni Jessicu Lange í hlutverk Wendy eiginkonu Jacks. Kubrick leist ekki á það, þótti hún of sterk og var þeirrar skoðunar að slík kona hefði fyrir löngu yfirgefið Jack. Hann var því að leita að viðkvæmu blómi en leikkonan Shelley Duvall varð fyrir valinu. Túlkun hennar á Wendy hefur alla tíð verið umdeild. Í skáldsögu Kings er persóna Wendy töluvert sterkari en í meðförum Duvall, sem túlkaði hana sem undirgefna og veikgeðja. Töluverður styr hefur staðið um framkomu Kubricks við Duvall á tökustað. Í bakvið tjöldin heimildamynd sést hann m.a. skamma Duvall og segja fólki að vorkenni henni ekki, því það muni ekki hjálpa frammistöðu hennar. Duvall varði framkomu leikstjórans í viðtölum og sagði hana hafa hjálpað sér að túlka persónuna. Duvall var hinsvegar taugahrúga á tökutímanum, mikið veik og þjáðist af hárlosi vegna álagsins. Ekki bætti úr skák að tökutímabilið stóð yfir í næstum heilt ár og voru sumir tökudagar allt að fjórtán klukkustundir. Hægt er að sjá brot úr samskiptum Duvall og Kubricks í meðfylgjandi myndbroti. Metafóra fyrir þjóðernishreinsanir? Frægt er að engar tilviljanir voru í kvikmyndum Stanley Kubricks, allt sem birtist á tjaldinu hafði merkingu. Hann var þekktur fyrir að byggja myndir sínar á sterkum metafórískum grunni, sem og að tjá sig lítið um merkingu þeirra. Heimildamyndin Room 237 frá árinu 2012 fjallar að öllu leyti um kenningar varðandi The Shining kvikmyndina. Margar þeirra eru augljóslega fráleitar en sú áhugaverðasta snýr að birtingu síendurtekinna mótífa tengdum frumbyggjum Ameríku. Room 237 leiðir að því líkum að fyrir Kubrick hafi The Shining verið metafóra fyrir þjóðarmorð landnema á frumbyggjum álfunnar. Jack sé holdgervingur hins blóðþyrsta hvíta manns sem vílaði ekki fyrir sér myrða konur og börn. Í meðfylgjandi myndbandi fer fjölmiðlamaðurinn Rob Ager yfir þessar kenningar á fræðandi og skemmtilegan máta. Útvarpsþátturinn Stjörnubíó Kafað dýpra Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndin Doctor Sleep, sem er framhald af The Shining, hefur verið tekin til sýninga í kvikmyndahúsum. Báðar byggja þær á skáldsögum eftir Stephen King. Rýnt verður í Doctor Sleep í útvarpsþættinum Stjörnubíó á X977 á sunnudag klukkan 12:00. Til að hita upp fyrir það höfum við tekið saman nokkra mola um báðar myndirnar. The Shining fjallar um Jack Torrence sem tekur að sér að vera umsjónarmaður sumarhótels á meðan það er lokað yfir vetrarmánuðina. Þar missir hann smátt og smátt vitið og reynir á endanum að höggva konu sína Wendy og skyggnan son þeirra Danny í spað með öxi. Kubrick gerði kvikmyndaútgáfuna eftir sínu höfði og var hún að mörgu leyti frábrugðin skáldsögunni. King hafði ímugust á kvikmyndaútgáfu Kubrick og var ekki hræddur við að tjá sig um það við hvern sem hlusta vildi. Jack Nicholson og Danny Lloyd túlkuðu nafna sína Jack og Danny, Shelley Duvall lék Wendy. Það dylst engum að þessi maður mun verða morðóður.Bæði framhald bókarinnar og kvikmyndarinnar.Fljótlega eftir útkomu Doctor Sleep skáldsögunnar fóru menn hjá Warner Brothers að leggja drög að kvikmyndaútgáfu. Vandinn sem steðjaði að þeim var að hún er einungis framhald bókarinnar og tekur fjölmargar breytingar Kubricks ekki inn í jöfnuna. Kvikmyndaútgáfan af The Shining er hinsvegar svo greypt í huga áhorfenda að ómögulegt var að hunsa hana. Framleiðendurnir fólu leikstjóranum Mike Flanagan að skrifa handritið og kvikmynda söguna og létu honum eftir að fást við King. Flanagan fékk King til að samþykkja að hann mætti notast við hluti sem einungis voru í kvikmynd Kubricks þegar kæmi að því að skapa heim Doctor Sleep. Því er hún bæði framhald bókarinnar The Shining og kvikmyndarinnar. Doctor Sleep fjallar um fullorðinn Danny Torrence sem kemst í samband við unga stúlku sem gædd er svipuðum yfirnáttúrulegum hæfileikum og hann sjálfur. Ewan McGregor leikur Danny og Kyliegh Curran leikur stúlkuna. McGregor og Curren skeggræða duldina á garðbekk.King að mýkjastKing er nú í öllum fjölmiðlum að ausa nýju kvikmyndaútgáfuna lofi. Ekki nóg með það heldur segist hann farinn að sjá útgáfu Kubricks í nýju ljósi og túlka má orð hans líkt og honum þyki hún ekki svo slæm eftir allt saman. Það er í raun ekki skrítið að King hafi talað illa um kvikmyndaútgáfuna. Kubrick gagnrýndi bók hans opinberlega, sagði hana léttvæga, persónusköpunina slaka og að það eina góða við hana væri grunnsöguþráðurinn. Þegar kvikmyndin kom svo út var hún hökkuð í spað af bandarískum gagnrýnendum. Eðlilega reyndi King að fjarlægja sig frá útkomunni. Af hverju ætti hann svo sem að verja verk manns sem níddi hann opinberlega?Hvernig getur frosið í helvíti? Ég veit það ekki.Íslensk viðbrögð betri en bandarískÞað er margt sem getur spilað inn í viðtökur kvikmynda, svo sem væntingar og tíðarandi. Á meðan dómar bandarískra gagnrýnenda voru uppfullir af digurbarkalegum yfirlýsingum um að Kubrick hafi ekki skilið hrollvekjuformið fékk hún mjög jákvæða dóma í Evrópu. Ísland var engin undantekning á því og skrifaði Elías Snæland Jónsson gagnrýnandi Tímans sáluga m.a:„En eins og í öðrum kvikmyndum Stanley Kubricks er hér ekki allt sem sýnist, og þessi neikvæðu viðbrögð eiga að mínu viti ekki rétt á sér. Þvert á móti er „The Shining" merkileg og mögnuð mynd, bæði sem hrollvekja, dæmisaga um ýmis einkenni bandarísks nútímaþjóðfélags og paródía um ýmsar hefðir þeirrar tegundar kvikmynda, sem hrollvekjur nefnast.“Það voru ekki einungis íslenskir gagnrýnendur sem tóku vel í The Shining. Lesendabréf birtist í Vísi frá áhugakrítíker sem kallaði sig 7245-3425 og stóð þar: „Vil ég með þessum orðum benda fólki á að sjá ekki þessa mynd, nema það hafi sterkar taugar. Það er að vísu hægt að fara í kvikmyndahús og áminna sjálfan sig stöðugt að allt sé þetta leikið. En margar myndir eru byggðar upp á sannsögulegum atburðum og gætu atriði i þessari mynd vel hafa átt sér stað í raunveruleikanum. Ég hef aldrei áður séð fólk kúra sig saman í sætum og hrópa upp hvað eftir annað, eins og það gerði í Austurbæjarbíói á annan í páskum. Gefi maður ímyndunaraflinu lausan tauminn, þegar heim kemur, þá er mjög auðvelt að verða myrkfælinn.“ Á árum áður þurfti fólk að hafa meira fyrir því að koma skoðunum sínum á framfæri í fjölmiðlum.Beðið og beðið og beðið eftir DuldThe Shining kom í bandarísk kvikmyndahús árið 1980. Á þessum tíma tók það erlendar kvikmyndir oftast heil tvö ár að berast íslenskum áhorfendum. Þegar hún var loks tekin til sýninga í Austurbæjarbíói árið 1982 var hún höfðinglega kynnt sem „heimsfræg stórmynd.“ Hún fékk þó engan íslenskan titil, líkt og allar aðrar erlendar myndir á þessum tíma.Enn verra var ástandið varðandi skáldsöguna sjálfa. Þeir sem ekki voru sleipir í enskunni þurftu að bíða enn lengur en kvikmyndahúsagestir. Skáldsagan kom út í íslenskri þýðingu Karls Th. Birgissonar árið 1990. Þá voru liðin heil þrettán ár frá upprunalegri útgáfu hennar. Hún fékk þó loks íslenskan titil, Duld. Lesendur biðu í 13 ár eftir að fá The Shining íslenskaða. Hún fékk þá loks íslenskan titil.Við þurfum að tala um Shelley DuvallJack Nicholson stakk upp á leikkonunni Jessicu Lange í hlutverk Wendy eiginkonu Jacks. Kubrick leist ekki á það, þótti hún of sterk og var þeirrar skoðunar að slík kona hefði fyrir löngu yfirgefið Jack. Hann var því að leita að viðkvæmu blómi en leikkonan Shelley Duvall varð fyrir valinu. Túlkun hennar á Wendy hefur alla tíð verið umdeild. Í skáldsögu Kings er persóna Wendy töluvert sterkari en í meðförum Duvall, sem túlkaði hana sem undirgefna og veikgeðja. Töluverður styr hefur staðið um framkomu Kubricks við Duvall á tökustað. Í bakvið tjöldin heimildamynd sést hann m.a. skamma Duvall og segja fólki að vorkenni henni ekki, því það muni ekki hjálpa frammistöðu hennar. Duvall varði framkomu leikstjórans í viðtölum og sagði hana hafa hjálpað sér að túlka persónuna. Duvall var hinsvegar taugahrúga á tökutímanum, mikið veik og þjáðist af hárlosi vegna álagsins. Ekki bætti úr skák að tökutímabilið stóð yfir í næstum heilt ár og voru sumir tökudagar allt að fjórtán klukkustundir. Hægt er að sjá brot úr samskiptum Duvall og Kubricks í meðfylgjandi myndbroti. Metafóra fyrir þjóðernishreinsanir? Frægt er að engar tilviljanir voru í kvikmyndum Stanley Kubricks, allt sem birtist á tjaldinu hafði merkingu. Hann var þekktur fyrir að byggja myndir sínar á sterkum metafórískum grunni, sem og að tjá sig lítið um merkingu þeirra. Heimildamyndin Room 237 frá árinu 2012 fjallar að öllu leyti um kenningar varðandi The Shining kvikmyndina. Margar þeirra eru augljóslega fráleitar en sú áhugaverðasta snýr að birtingu síendurtekinna mótífa tengdum frumbyggjum Ameríku. Room 237 leiðir að því líkum að fyrir Kubrick hafi The Shining verið metafóra fyrir þjóðarmorð landnema á frumbyggjum álfunnar. Jack sé holdgervingur hins blóðþyrsta hvíta manns sem vílaði ekki fyrir sér myrða konur og börn. Í meðfylgjandi myndbandi fer fjölmiðlamaðurinn Rob Ager yfir þessar kenningar á fræðandi og skemmtilegan máta. Útvarpsþátturinn Stjörnubíó
Kafað dýpra Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira