Valur átti ekki í miklum vandræðum með Skallagrím þegar liðin áttust við í Dominos-deild kvenna í körfubolta í Borgarnesi í kvöld.
Valskonur lögðu grunninn að sigrinum strax í byrjun en þær leiddu með fimmtán stigum eftir fyrsta leikhluta.
Fór að lokum svo að Valur vann virkilega öruggan 22 stiga sigur, 82-60.
Helena Sverrisdóttir og Kiana Johnson gerðu 20 stig hvor fyrir Valskonur en Helena tók jafnframt 14 fráköst á meðan Kiana gaf 11 stoðsendingar. Í liði Borgnesinga var Kiera Robinson öflug með 29 stig auk þess að taka níu fráköst.
Valur með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar.
Toppliðið með þægilegan sigur í Borgarnesi
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn



Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn

