Rúnar Sigtryggs: Klúðrum þessu gjörsamlega á óskiljanlegan hátt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2019 23:00 Rúnar Sigtryggsson vísir/bára „Við klúðrum þessu gjörsamlega á óskiljanlegan hátt í annað skiptið í þrem leikjum,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar eftir hreint út sagt ótrúlegt klúður liðsins í 26-26 jafntefli gegn Fram í Olís deild karla í kvöld. Stjarnan var tveimur mörkum yfir þegar tæp mínúta var til leiksloka. Rúnar var spurður út í af hverju hann tók markvörð sinn af velli á þeim tímapunkti en liðið var manni færri eftir að Ragnar Njálsson fékk 2ja mínútna brottvísun. „Það var til að vera jafn margir til að lenda ekki í undirtölu en það skipti greinilega ekki máli þegar upp var staðið. Þegar við töpum boltanum er alveg jafn líklegt að þeir skori með markmann og engum markmanni. Við lentum í þessu fyrir norðan, var farið yfir þetta og ég hélt að leikmenn væru með tiltölulega á hreinu hvað ætti að gera. Síðan erum við marki yfir og við náum ekki að höndla það.“ „Hafði greinilega áhrif í kvöld, við vorum búnir að klára leikinn. Áttum góða rispu síðasta korterið og vinnum boltann, förum í hraðaupphlaup og getum farið í fjögur mörk en klikkum á því. Þetta er fullmikið af áföllum á stuttum tíma.“ „Leikurinn var of hægur. Hnoð og alltof rólegt, stemmningsleysi í báðum liðum og húsinu. Var mjög rólegt, eins og það væri kominn háttatími á tímabili,“ sagði Rúnar að lokum um leikinn í heild sinni. Olís-deild karla Tengdar fréttir Þorgrímur Smári: Ég verð bara að segja aumingja Stjörnumenn Þorgrímur Smári Ólafsson tryggði Fram stig í mögnuðum leik gegn Stjörnunni í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 26-26 þegar Stjarnan var tveimur mörkum yfir og tæplega mínúta til leiksloka. 9. nóvember 2019 22:23 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 26-26 Fram | Stjarnan henti frá sér unnum leik í Garðabænum Ótrúleg endurkoma Fram undir lok leiks tryggði þeim stig en Stjarnan var með unnin leik í höndunum er liðin mættust í Olís deild karla í handbolta í TM Höllinni í Garðabæ. Lokatölur 26-26 í leik sem erfitt er að útskýra. 9. nóvember 2019 21:45 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
„Við klúðrum þessu gjörsamlega á óskiljanlegan hátt í annað skiptið í þrem leikjum,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar eftir hreint út sagt ótrúlegt klúður liðsins í 26-26 jafntefli gegn Fram í Olís deild karla í kvöld. Stjarnan var tveimur mörkum yfir þegar tæp mínúta var til leiksloka. Rúnar var spurður út í af hverju hann tók markvörð sinn af velli á þeim tímapunkti en liðið var manni færri eftir að Ragnar Njálsson fékk 2ja mínútna brottvísun. „Það var til að vera jafn margir til að lenda ekki í undirtölu en það skipti greinilega ekki máli þegar upp var staðið. Þegar við töpum boltanum er alveg jafn líklegt að þeir skori með markmann og engum markmanni. Við lentum í þessu fyrir norðan, var farið yfir þetta og ég hélt að leikmenn væru með tiltölulega á hreinu hvað ætti að gera. Síðan erum við marki yfir og við náum ekki að höndla það.“ „Hafði greinilega áhrif í kvöld, við vorum búnir að klára leikinn. Áttum góða rispu síðasta korterið og vinnum boltann, förum í hraðaupphlaup og getum farið í fjögur mörk en klikkum á því. Þetta er fullmikið af áföllum á stuttum tíma.“ „Leikurinn var of hægur. Hnoð og alltof rólegt, stemmningsleysi í báðum liðum og húsinu. Var mjög rólegt, eins og það væri kominn háttatími á tímabili,“ sagði Rúnar að lokum um leikinn í heild sinni.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Þorgrímur Smári: Ég verð bara að segja aumingja Stjörnumenn Þorgrímur Smári Ólafsson tryggði Fram stig í mögnuðum leik gegn Stjörnunni í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 26-26 þegar Stjarnan var tveimur mörkum yfir og tæplega mínúta til leiksloka. 9. nóvember 2019 22:23 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 26-26 Fram | Stjarnan henti frá sér unnum leik í Garðabænum Ótrúleg endurkoma Fram undir lok leiks tryggði þeim stig en Stjarnan var með unnin leik í höndunum er liðin mættust í Olís deild karla í handbolta í TM Höllinni í Garðabæ. Lokatölur 26-26 í leik sem erfitt er að útskýra. 9. nóvember 2019 21:45 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Þorgrímur Smári: Ég verð bara að segja aumingja Stjörnumenn Þorgrímur Smári Ólafsson tryggði Fram stig í mögnuðum leik gegn Stjörnunni í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 26-26 þegar Stjarnan var tveimur mörkum yfir og tæplega mínúta til leiksloka. 9. nóvember 2019 22:23
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 26-26 Fram | Stjarnan henti frá sér unnum leik í Garðabænum Ótrúleg endurkoma Fram undir lok leiks tryggði þeim stig en Stjarnan var með unnin leik í höndunum er liðin mættust í Olís deild karla í handbolta í TM Höllinni í Garðabæ. Lokatölur 26-26 í leik sem erfitt er að útskýra. 9. nóvember 2019 21:45
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða