Nöfn dómþola verða afmáð úr dómum ári eftir birtingu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. október 2019 06:15 Rétturinn til að gleymast varð til árið 2014 vegna aukins aðgangs að upplýsingum með tilkomu veraldarvefsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Nöfn þeirra sem hlotið hafa dóm fyrir refsivert brot verða afmáð úr dómum á vefsíðum dómstólanna einu ári eftir birtingu, sé þess óskað. Kveðið er á um þetta í nýjum reglum sem Dómstólasýslan hefur sett um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðum íslenskra dómstóla. Reglan gildir einnig um aðila einkamáls sem óska nafnleyndar og tekur til bæði einstaklinga og lögaðila eftir atvikum. „Þessi regla var þegar í gildi fyrir héraðsdómstólana en gildir nú fyrir öll dómstigin,“ segir Benedikt Bogason, formaður stjórnar dómstólasýslunnar. Hann segir að helsta breytingin sé fólgin í því að nú gildi samræmdar reglur fyrir öll dómstigin og hver og einn dómstóll beri ábyrgð á því að reglunum sé fylgt. Unnið hefur verið að breyttu fyrirkomulagi um birtingu dóma um nokkurt skeið, ekki síst vegna sjónarmiða um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Skiptar skoðanir um málið komu meðal annars fram á málþingi Dómstólasýslunnar síðasta haust. Í erindi Ingibjargar Þorsteinsdóttur, formanns Dómarafélags Íslands, kom meðal annars fram að takmarkanir á birtingu dóma gætu komið illa við almenning, með vísan til aukins vantrausts til dómstólanna, ekki síst í kynferðisbrotamálum. Ingibjörg lýsti einnig efasemdum um nafnleynd þeirra sem sakfelldir eru fyrir refsiverð brot. „Ég er nú bara þeirrar skoðunar að nöfn þeirra geti átt erindi við almenning,“ sagði Ingibjörg í erindi sínu. Í reglunum, sem birtar voru 14. október á vef Dómstólasýslunnar er miðað við að nafnleyndar sé gætt í dómsúrlausnum. Ákærði er þó nafngreindur ef hann er sakfelldur nema hann sé undir átján ára aldri eða nafnbirting hans sé andstæð hagsmunum brotaþola eða annarra vitna. Í einkamálum eru nöfn aðila birt nema sérstök ástæða sé til nafnleyndar til dæmis vegna viðkvæmra persónulegra mála. Þegar ár er liðið frá birtingu dóms, hvort heldur er í einkamáli eða sakamáli, geta aðilar máls óskað eftir því að nafn þeirra sé afmáð og ber þá að verða við slíkri beiðni. Í reglunum eru taldar nokkrar tegundir dómsúrlausna sem ekki eru birtar á vef héraðsdómstólanna, svo sem úrskurði og dóma í barnaverndarmálum, forræðismálum, málum er varða nauðungarvistun, hjónaskilnaði og skipti milli hjóna, erfðamál, mál er varða kröfur um gjaldþrotaskipti, opinber skipti, nauðasamninga og greiðslustöðvun, auk úrskurða sem kveðnir eru upp undir rekstri máls og fela ekki í sér lokaniðurstöðu þess. Dómstjórar hafa þó undanþáguheimild til að kveða á um birtingu dómsúrlausnar sem ekki á að birta samkvæmt reglunum og kveða á um að úrlausn sem á að birta skuli ekki birt. Rökstuðning um slíkar ákvarðanir ber að skrá í málaskrá og bréfabók héraðsdóms. Framangreindar skorður taka ekki til æðri dómstiga og verði málum vísað til Landsréttar og eftir atvikum til Hæstaréttar, ber að birta dómsúrlausnir þeirra auk dómsúrlausnar málsins í héraði. Þá er kveðið á um að æðri dómstigin geti ákveðið að gæta nafnleyndar eða afmáð atriði úr dómsúrlausnum í ríkari mæli en leiðir af reglunum ef sérstakar ástæður mæla með, svo sem þegar hagsmunir hlutaðeigandi eru sérstaklega þungvægir eða vegna fámenns landsvæðis þar sem atvik máls gerðust eða þau eru tengd við. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Nöfn þeirra sem hlotið hafa dóm fyrir refsivert brot verða afmáð úr dómum á vefsíðum dómstólanna einu ári eftir birtingu, sé þess óskað. Kveðið er á um þetta í nýjum reglum sem Dómstólasýslan hefur sett um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðum íslenskra dómstóla. Reglan gildir einnig um aðila einkamáls sem óska nafnleyndar og tekur til bæði einstaklinga og lögaðila eftir atvikum. „Þessi regla var þegar í gildi fyrir héraðsdómstólana en gildir nú fyrir öll dómstigin,“ segir Benedikt Bogason, formaður stjórnar dómstólasýslunnar. Hann segir að helsta breytingin sé fólgin í því að nú gildi samræmdar reglur fyrir öll dómstigin og hver og einn dómstóll beri ábyrgð á því að reglunum sé fylgt. Unnið hefur verið að breyttu fyrirkomulagi um birtingu dóma um nokkurt skeið, ekki síst vegna sjónarmiða um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Skiptar skoðanir um málið komu meðal annars fram á málþingi Dómstólasýslunnar síðasta haust. Í erindi Ingibjargar Þorsteinsdóttur, formanns Dómarafélags Íslands, kom meðal annars fram að takmarkanir á birtingu dóma gætu komið illa við almenning, með vísan til aukins vantrausts til dómstólanna, ekki síst í kynferðisbrotamálum. Ingibjörg lýsti einnig efasemdum um nafnleynd þeirra sem sakfelldir eru fyrir refsiverð brot. „Ég er nú bara þeirrar skoðunar að nöfn þeirra geti átt erindi við almenning,“ sagði Ingibjörg í erindi sínu. Í reglunum, sem birtar voru 14. október á vef Dómstólasýslunnar er miðað við að nafnleyndar sé gætt í dómsúrlausnum. Ákærði er þó nafngreindur ef hann er sakfelldur nema hann sé undir átján ára aldri eða nafnbirting hans sé andstæð hagsmunum brotaþola eða annarra vitna. Í einkamálum eru nöfn aðila birt nema sérstök ástæða sé til nafnleyndar til dæmis vegna viðkvæmra persónulegra mála. Þegar ár er liðið frá birtingu dóms, hvort heldur er í einkamáli eða sakamáli, geta aðilar máls óskað eftir því að nafn þeirra sé afmáð og ber þá að verða við slíkri beiðni. Í reglunum eru taldar nokkrar tegundir dómsúrlausna sem ekki eru birtar á vef héraðsdómstólanna, svo sem úrskurði og dóma í barnaverndarmálum, forræðismálum, málum er varða nauðungarvistun, hjónaskilnaði og skipti milli hjóna, erfðamál, mál er varða kröfur um gjaldþrotaskipti, opinber skipti, nauðasamninga og greiðslustöðvun, auk úrskurða sem kveðnir eru upp undir rekstri máls og fela ekki í sér lokaniðurstöðu þess. Dómstjórar hafa þó undanþáguheimild til að kveða á um birtingu dómsúrlausnar sem ekki á að birta samkvæmt reglunum og kveða á um að úrlausn sem á að birta skuli ekki birt. Rökstuðning um slíkar ákvarðanir ber að skrá í málaskrá og bréfabók héraðsdóms. Framangreindar skorður taka ekki til æðri dómstiga og verði málum vísað til Landsréttar og eftir atvikum til Hæstaréttar, ber að birta dómsúrlausnir þeirra auk dómsúrlausnar málsins í héraði. Þá er kveðið á um að æðri dómstigin geti ákveðið að gæta nafnleyndar eða afmáð atriði úr dómsúrlausnum í ríkari mæli en leiðir af reglunum ef sérstakar ástæður mæla með, svo sem þegar hagsmunir hlutaðeigandi eru sérstaklega þungvægir eða vegna fámenns landsvæðis þar sem atvik máls gerðust eða þau eru tengd við.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira