Leggja línurnar fyrir kosningabaráttuna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. október 2019 18:45 Nokkuð líklegt er að útgöngumálið verði til umræðu í kosningabaráttunni. AP/Kirsty Wigglesworth Eins og svo oft áður var líf og fjör á breska þinginu í dag þegar Boris Johnson forsætisráðherra mætti í sinn vikulega fyrirspurnatíma. Ljóst er að nýtt þing verður kosið þann 12. desember næstkomandi eftir að þingið samþykkti tillögu þess efnis frá ríkisstjórninni í gær. Forsætisráðherrann gagnrýndi Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins harðlega fyrir áform um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu sem og um sjálfstæði Skotlands. „Af hverju í ósköpunum ætti fólkið í landinu að eyða næsta ár, sem ætti að verða dýrðlegt ár, í að fara í gegnum baneitraðan og þreytandi doða tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna þökk sé Verkamannaflokknum? Við viljum að næsta ár verði stórkostlegt fyrir landið okkar,“ sagði Johnson. Corbyn sagði aftur á móti að Íhaldsflokkurinn hafi stórskaðað heilbrigðiskerfið og þjónað hinum ríkustu.Líkur á sigri Íhaldsflokksins Skoðanakannanir hafa sýnt Íhaldsflokkinn með afgerandi forskot en ekki endilega nógu mikið fylgi til þess að ná hreinum meirihluta. Jamie Rush, aðalhagfræðingur Evrópudeildar Bloomberg Economics í Lundúnum, telur líklegt að menn Johnsons beri sigur úr býtum. „Sjálfur giska ég á að Íhaldsflokkurinn í Bretlandi fái meirihluta. Þeir munu taka Bretland út úr ESB og síðan fara í nokkur ár í samningaviðræður við ESB um viðskiptasamband í framtíðinni. Sem verða býsna erfiðar og munu sjálfar skapa óvissu,“ segir Rush.Síðasti dagur Bercows Þingfundurinn í dag var sá síðasti sem John Bercow þingforseti stýrir. Hann ætlar ekki að gefa kost á sér á ný eftir tíu ár á forsetastóli. Tárvotur þakkaði hann þingmönnum, samstarfsfólki og fjölskyldu sinni. „Ég vil þakka konunni minni, Sally, og börnunum okkar, Oliver, Freddie og Jemimu, fyrir stuðninginn, æðruleysið og þolgæðið sem þau hafa sýnt af sér í gegnum súrt og sætt síðasta áratuginn. Ég mun aldrei gleyma því og ég verð ævinlega þakklátur fyrir það.“ Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Eins og svo oft áður var líf og fjör á breska þinginu í dag þegar Boris Johnson forsætisráðherra mætti í sinn vikulega fyrirspurnatíma. Ljóst er að nýtt þing verður kosið þann 12. desember næstkomandi eftir að þingið samþykkti tillögu þess efnis frá ríkisstjórninni í gær. Forsætisráðherrann gagnrýndi Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins harðlega fyrir áform um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu sem og um sjálfstæði Skotlands. „Af hverju í ósköpunum ætti fólkið í landinu að eyða næsta ár, sem ætti að verða dýrðlegt ár, í að fara í gegnum baneitraðan og þreytandi doða tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna þökk sé Verkamannaflokknum? Við viljum að næsta ár verði stórkostlegt fyrir landið okkar,“ sagði Johnson. Corbyn sagði aftur á móti að Íhaldsflokkurinn hafi stórskaðað heilbrigðiskerfið og þjónað hinum ríkustu.Líkur á sigri Íhaldsflokksins Skoðanakannanir hafa sýnt Íhaldsflokkinn með afgerandi forskot en ekki endilega nógu mikið fylgi til þess að ná hreinum meirihluta. Jamie Rush, aðalhagfræðingur Evrópudeildar Bloomberg Economics í Lundúnum, telur líklegt að menn Johnsons beri sigur úr býtum. „Sjálfur giska ég á að Íhaldsflokkurinn í Bretlandi fái meirihluta. Þeir munu taka Bretland út úr ESB og síðan fara í nokkur ár í samningaviðræður við ESB um viðskiptasamband í framtíðinni. Sem verða býsna erfiðar og munu sjálfar skapa óvissu,“ segir Rush.Síðasti dagur Bercows Þingfundurinn í dag var sá síðasti sem John Bercow þingforseti stýrir. Hann ætlar ekki að gefa kost á sér á ný eftir tíu ár á forsetastóli. Tárvotur þakkaði hann þingmönnum, samstarfsfólki og fjölskyldu sinni. „Ég vil þakka konunni minni, Sally, og börnunum okkar, Oliver, Freddie og Jemimu, fyrir stuðninginn, æðruleysið og þolgæðið sem þau hafa sýnt af sér í gegnum súrt og sætt síðasta áratuginn. Ég mun aldrei gleyma því og ég verð ævinlega þakklátur fyrir það.“
Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira