Marcelo fékk kvíðakast fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2019 23:30 Marceloa með Meistaradeildarbikarinn. vísir/getty Marcelo, leikmaður Real Madrid, fékk kvíðakast fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrra. Real Madrid tryggði sér þá þriðja Evrópumeistaratitilinn í röð með 3-1 sigri á Liverpool. „Ég gat ekki andað. Þetta var í búningsherberginu fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni,“ skrifar Marcelo í pistli á The Players Tribune. Þrátt fyrir að vera að spila sinn fjórða úrslitaleik í Meistaradeildinni á fimm árum leið Marcelo afar illa í aðdraganda leiksins gegn Liverpool í Kænugarði. „Það var eins og eitthvað væri fast í brjóstinu á mér, þessi mikli þrýstingur. Ég er ekki að tala um stress. Það er eðlilegt í fótbolta. Þetta var eitthvað annað. Mér leið eins og ég væri að kafna,“ skrifar Brassinn. „Þetta byrjaði allt kvöldið fyrir leikinn. Ég gat ekki borðað, ekki sofið. Ég hugsaði bara um leikinn. Fyrir nokkrum árum skammaði konan mín mig svo mikið fyrir að naga neglurnar að ég hætti því. En þegar ég vaknaði fyrir leikinn gegn Liverpool voru neglurnar farnar.“ Þrátt fyrir mikla vanlíðan spilaði Marcelo leikinn sem Madrídingar unnu eins og áður sagði. „Ég hef aldrei fundið fyrir meiri pressu. Kannski finnst fólki það skrítið. Við vorum búnir að vinna tvo titla í röð. Allir aðrir en stuðningsmenn okkar vildu að Liverpool myndu vinna. Hvert var vandamálið?“ skrifar Marcelo. „Þegar þú getur náð svona sögulegum áfanga finnurðu fyrir pressunni. En þarna fann ég virkilega fyrir henni. Ég hafði aldrei fengið svona ofsakvíða og vissi ekki hvað var í gangi. Ég íhugaði að tala við lækni en var að hræddur um að hann myndi ekki leyfa mér að spila. Ég varð að spila.“ Marcelo hefur alls fjórum sinnum orðið Evrópumeistari með Real Madrid. Hann kom til liðsins frá Fluminense í Brasilíu fyrir tólf árum.Pistil Marcelos má lesa með því að smella hér. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Marcelo, leikmaður Real Madrid, fékk kvíðakast fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrra. Real Madrid tryggði sér þá þriðja Evrópumeistaratitilinn í röð með 3-1 sigri á Liverpool. „Ég gat ekki andað. Þetta var í búningsherberginu fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni,“ skrifar Marcelo í pistli á The Players Tribune. Þrátt fyrir að vera að spila sinn fjórða úrslitaleik í Meistaradeildinni á fimm árum leið Marcelo afar illa í aðdraganda leiksins gegn Liverpool í Kænugarði. „Það var eins og eitthvað væri fast í brjóstinu á mér, þessi mikli þrýstingur. Ég er ekki að tala um stress. Það er eðlilegt í fótbolta. Þetta var eitthvað annað. Mér leið eins og ég væri að kafna,“ skrifar Brassinn. „Þetta byrjaði allt kvöldið fyrir leikinn. Ég gat ekki borðað, ekki sofið. Ég hugsaði bara um leikinn. Fyrir nokkrum árum skammaði konan mín mig svo mikið fyrir að naga neglurnar að ég hætti því. En þegar ég vaknaði fyrir leikinn gegn Liverpool voru neglurnar farnar.“ Þrátt fyrir mikla vanlíðan spilaði Marcelo leikinn sem Madrídingar unnu eins og áður sagði. „Ég hef aldrei fundið fyrir meiri pressu. Kannski finnst fólki það skrítið. Við vorum búnir að vinna tvo titla í röð. Allir aðrir en stuðningsmenn okkar vildu að Liverpool myndu vinna. Hvert var vandamálið?“ skrifar Marcelo. „Þegar þú getur náð svona sögulegum áfanga finnurðu fyrir pressunni. En þarna fann ég virkilega fyrir henni. Ég hafði aldrei fengið svona ofsakvíða og vissi ekki hvað var í gangi. Ég íhugaði að tala við lækni en var að hræddur um að hann myndi ekki leyfa mér að spila. Ég varð að spila.“ Marcelo hefur alls fjórum sinnum orðið Evrópumeistari með Real Madrid. Hann kom til liðsins frá Fluminense í Brasilíu fyrir tólf árum.Pistil Marcelos má lesa með því að smella hér.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira