Marcelo fékk kvíðakast fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2019 23:30 Marceloa með Meistaradeildarbikarinn. vísir/getty Marcelo, leikmaður Real Madrid, fékk kvíðakast fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrra. Real Madrid tryggði sér þá þriðja Evrópumeistaratitilinn í röð með 3-1 sigri á Liverpool. „Ég gat ekki andað. Þetta var í búningsherberginu fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni,“ skrifar Marcelo í pistli á The Players Tribune. Þrátt fyrir að vera að spila sinn fjórða úrslitaleik í Meistaradeildinni á fimm árum leið Marcelo afar illa í aðdraganda leiksins gegn Liverpool í Kænugarði. „Það var eins og eitthvað væri fast í brjóstinu á mér, þessi mikli þrýstingur. Ég er ekki að tala um stress. Það er eðlilegt í fótbolta. Þetta var eitthvað annað. Mér leið eins og ég væri að kafna,“ skrifar Brassinn. „Þetta byrjaði allt kvöldið fyrir leikinn. Ég gat ekki borðað, ekki sofið. Ég hugsaði bara um leikinn. Fyrir nokkrum árum skammaði konan mín mig svo mikið fyrir að naga neglurnar að ég hætti því. En þegar ég vaknaði fyrir leikinn gegn Liverpool voru neglurnar farnar.“ Þrátt fyrir mikla vanlíðan spilaði Marcelo leikinn sem Madrídingar unnu eins og áður sagði. „Ég hef aldrei fundið fyrir meiri pressu. Kannski finnst fólki það skrítið. Við vorum búnir að vinna tvo titla í röð. Allir aðrir en stuðningsmenn okkar vildu að Liverpool myndu vinna. Hvert var vandamálið?“ skrifar Marcelo. „Þegar þú getur náð svona sögulegum áfanga finnurðu fyrir pressunni. En þarna fann ég virkilega fyrir henni. Ég hafði aldrei fengið svona ofsakvíða og vissi ekki hvað var í gangi. Ég íhugaði að tala við lækni en var að hræddur um að hann myndi ekki leyfa mér að spila. Ég varð að spila.“ Marcelo hefur alls fjórum sinnum orðið Evrópumeistari með Real Madrid. Hann kom til liðsins frá Fluminense í Brasilíu fyrir tólf árum.Pistil Marcelos má lesa með því að smella hér. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Marcelo, leikmaður Real Madrid, fékk kvíðakast fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrra. Real Madrid tryggði sér þá þriðja Evrópumeistaratitilinn í röð með 3-1 sigri á Liverpool. „Ég gat ekki andað. Þetta var í búningsherberginu fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni,“ skrifar Marcelo í pistli á The Players Tribune. Þrátt fyrir að vera að spila sinn fjórða úrslitaleik í Meistaradeildinni á fimm árum leið Marcelo afar illa í aðdraganda leiksins gegn Liverpool í Kænugarði. „Það var eins og eitthvað væri fast í brjóstinu á mér, þessi mikli þrýstingur. Ég er ekki að tala um stress. Það er eðlilegt í fótbolta. Þetta var eitthvað annað. Mér leið eins og ég væri að kafna,“ skrifar Brassinn. „Þetta byrjaði allt kvöldið fyrir leikinn. Ég gat ekki borðað, ekki sofið. Ég hugsaði bara um leikinn. Fyrir nokkrum árum skammaði konan mín mig svo mikið fyrir að naga neglurnar að ég hætti því. En þegar ég vaknaði fyrir leikinn gegn Liverpool voru neglurnar farnar.“ Þrátt fyrir mikla vanlíðan spilaði Marcelo leikinn sem Madrídingar unnu eins og áður sagði. „Ég hef aldrei fundið fyrir meiri pressu. Kannski finnst fólki það skrítið. Við vorum búnir að vinna tvo titla í röð. Allir aðrir en stuðningsmenn okkar vildu að Liverpool myndu vinna. Hvert var vandamálið?“ skrifar Marcelo. „Þegar þú getur náð svona sögulegum áfanga finnurðu fyrir pressunni. En þarna fann ég virkilega fyrir henni. Ég hafði aldrei fengið svona ofsakvíða og vissi ekki hvað var í gangi. Ég íhugaði að tala við lækni en var að hræddur um að hann myndi ekki leyfa mér að spila. Ég varð að spila.“ Marcelo hefur alls fjórum sinnum orðið Evrópumeistari með Real Madrid. Hann kom til liðsins frá Fluminense í Brasilíu fyrir tólf árum.Pistil Marcelos má lesa með því að smella hér.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn