Öfluðu milljarðs til að ljúka framkvæmdum félags GAMMA Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2019 17:45 Máni Atlason, framkvæmdastjóri GAMMA Capital Management hf. Vísir/Egill Forgangsskuldabréf að fjárhæð milljarðs króna var gefið út til að ljúka framkvæmdum á vegum Upphafs, fasteignafélags sjóðs í stýringu hjá GAMMA. Þar með segir Gamma að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins eftir skyndilega lausafjárþurrð sé lokið. Upphaf er í eigu farfjárfestasjóðsins GAMMA: Novus sem er í stýringu hjá eignarstýringarfyrirtækinu GAMMA Capital Management. Novus er einn sjóða GAMMA sem þurfti að færa verulega niður í haust eftir að eignir þeirra rýrnuðu. Í september var sjóðsfélögum Novus tilkynnt að eigið fé sjóðsins næmi aðeins 42 milljónum króna en það hafði aðeins þremur mánuðum áður numið 3,9 milljörðum króna.Forgangsskuldabréfið var gefið út í kjölfar þess að skuldabréfaeigendur Upphafs féllust á skilmálabreytingu á öðrum skuldum félagsins fyrr í þessum mánuði. Í tilkynningu frá GAMMA kemur fram að fjármögnunin sé til að ljúka framkvæmdum við 277 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem félagið er með í byggingu. Áætluð verklok séu í lok næsta árs.Fréttablaðið sagði frá því í gær að Gamma hefði falið ráðgjafarfyrirtækinu Grant Thornton að ráðast í ítarlega greiningu á öllum greiðslum sem fóru af bankareikningum Upphafs og dótturfélaga þess allt frá því að það tók til starfa. Markmiðið sé að gaumgæfa réttmæti greiðslnanna og á niðurstaðan að liggja fyrir á þessu ári. GAMMA Tengdar fréttir Kanna allar greiðslur af reikningum Upphafs Stjórnendur GAMMA hafa fengið óháðan sérfræðing til að fara yfir allar greiðslur sem hafa verið greiddar af bankareikningum Upphafs síðustu ár. Sjóðsfélagar Novus hafa leitað eftir því að þáttur endurskoðanda sé kannaður. 30. október 2019 07:30 Lánadrottnar Gamma féllust á skilmálabreytingar Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma, fagnar fengu samþykki á skilmálabreytingum hjá skuldabréfaeigendum í fasteignafélaginu Upphafi á fundi aðilanna í dag. 8. október 2019 13:54 Gamma þarf að safna milljarði til að halda áfram með fasteignaverkefni Stjórnendur Gamma Capital Management eiga fund með kröfuhöfum í fasteignafélaginu Gamma: Novus á morgun. 7. október 2019 21:15 Kvika leggur Upphafi til um 500 milljónir króna Kvika banki mun leggja Upphafi fasteignafélagi, sem er í eigu sjóðsins Novus í stýringu GAMMA, til um 500 milljónir króna í aukið fjármagn með kaupum á forgangsskuldabréfi til tveggja ára, samkvæmt heimildum Markaðarins. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Forgangsskuldabréf að fjárhæð milljarðs króna var gefið út til að ljúka framkvæmdum á vegum Upphafs, fasteignafélags sjóðs í stýringu hjá GAMMA. Þar með segir Gamma að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins eftir skyndilega lausafjárþurrð sé lokið. Upphaf er í eigu farfjárfestasjóðsins GAMMA: Novus sem er í stýringu hjá eignarstýringarfyrirtækinu GAMMA Capital Management. Novus er einn sjóða GAMMA sem þurfti að færa verulega niður í haust eftir að eignir þeirra rýrnuðu. Í september var sjóðsfélögum Novus tilkynnt að eigið fé sjóðsins næmi aðeins 42 milljónum króna en það hafði aðeins þremur mánuðum áður numið 3,9 milljörðum króna.Forgangsskuldabréfið var gefið út í kjölfar þess að skuldabréfaeigendur Upphafs féllust á skilmálabreytingu á öðrum skuldum félagsins fyrr í þessum mánuði. Í tilkynningu frá GAMMA kemur fram að fjármögnunin sé til að ljúka framkvæmdum við 277 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem félagið er með í byggingu. Áætluð verklok séu í lok næsta árs.Fréttablaðið sagði frá því í gær að Gamma hefði falið ráðgjafarfyrirtækinu Grant Thornton að ráðast í ítarlega greiningu á öllum greiðslum sem fóru af bankareikningum Upphafs og dótturfélaga þess allt frá því að það tók til starfa. Markmiðið sé að gaumgæfa réttmæti greiðslnanna og á niðurstaðan að liggja fyrir á þessu ári.
GAMMA Tengdar fréttir Kanna allar greiðslur af reikningum Upphafs Stjórnendur GAMMA hafa fengið óháðan sérfræðing til að fara yfir allar greiðslur sem hafa verið greiddar af bankareikningum Upphafs síðustu ár. Sjóðsfélagar Novus hafa leitað eftir því að þáttur endurskoðanda sé kannaður. 30. október 2019 07:30 Lánadrottnar Gamma féllust á skilmálabreytingar Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma, fagnar fengu samþykki á skilmálabreytingum hjá skuldabréfaeigendum í fasteignafélaginu Upphafi á fundi aðilanna í dag. 8. október 2019 13:54 Gamma þarf að safna milljarði til að halda áfram með fasteignaverkefni Stjórnendur Gamma Capital Management eiga fund með kröfuhöfum í fasteignafélaginu Gamma: Novus á morgun. 7. október 2019 21:15 Kvika leggur Upphafi til um 500 milljónir króna Kvika banki mun leggja Upphafi fasteignafélagi, sem er í eigu sjóðsins Novus í stýringu GAMMA, til um 500 milljónir króna í aukið fjármagn með kaupum á forgangsskuldabréfi til tveggja ára, samkvæmt heimildum Markaðarins. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Kanna allar greiðslur af reikningum Upphafs Stjórnendur GAMMA hafa fengið óháðan sérfræðing til að fara yfir allar greiðslur sem hafa verið greiddar af bankareikningum Upphafs síðustu ár. Sjóðsfélagar Novus hafa leitað eftir því að þáttur endurskoðanda sé kannaður. 30. október 2019 07:30
Lánadrottnar Gamma féllust á skilmálabreytingar Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma, fagnar fengu samþykki á skilmálabreytingum hjá skuldabréfaeigendum í fasteignafélaginu Upphafi á fundi aðilanna í dag. 8. október 2019 13:54
Gamma þarf að safna milljarði til að halda áfram með fasteignaverkefni Stjórnendur Gamma Capital Management eiga fund með kröfuhöfum í fasteignafélaginu Gamma: Novus á morgun. 7. október 2019 21:15
Kvika leggur Upphafi til um 500 milljónir króna Kvika banki mun leggja Upphafi fasteignafélagi, sem er í eigu sjóðsins Novus í stýringu GAMMA, til um 500 milljónir króna í aukið fjármagn með kaupum á forgangsskuldabréfi til tveggja ára, samkvæmt heimildum Markaðarins. 9. október 2019 07:15