PSG vann fyrri leik liðanna í Kópavoginum, 4-0, og því var Breiðablik nánast bara að spila upp á stoltið í síðari leiknum sem fór fram í París í kvöld.
Jordyn Huitema kom PSG yfir strax á sjöttu mínútu en Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafnaði metin á síðustu mínútu fyrri hálfleiks með laglegu marki.
Hvað haldiði!!! @berglindbjorg10 skorar að sjálfsögðu sitt 10. mark í Meistaradeildinni! 1-1 í hálfleik! pic.twitter.com/gp8PmxDaDC
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 31, 2019
Tíunda mark Berglindar í Meistaradeildinni þetta tímabilið en Huitema kom svo PSG yfir tólf mínútum fyrir leikslok. Í uppbótartíma bætti Kadidiatou Diani við marki og lokatölur því 3-1. Samanlagt 7-1.
Breiðablik er því úr leik þetta tímabilið en PSG er komið áfram í átta liða úrslitin.