Icelandair og Boeing ná samkomulagi um frekari bætur Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2019 21:41 Icelandair segist sjá fram á betri horfur á fjórða ársfjórðungi. Vísir/Vilhelm Gengið var frá öðru samkomulagi á milli Icelandair og flugvélaframleiðandans Boeing um bætur vegna kyrrsetningar Max-farþegavélanna til viðbótar við fyrra samkomulag. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair vegna uppgjörs þriðja ársfjórðungs. Icelandair hefur orðið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum á árinu eftir að Max-vélar Boeing voru kyrrsettar fyrr á þessu ári í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa sem kostuðu á fjórða hundrað manns lífið. Sex vélar Icelandair voru kyrrsettar og þá fengust þrjár til viðbótar ekki afhentar vegna kyrrsetningarinnar. Fjórar þeirra hafa verið sendar til Spánar yfir veturinn. Skilmálar samkomulagsins sem gengið var frá í dag eru trúnaðarmál. Í tilkynningu flugfélagsins segir að viðræður um frekari bætur standi enn yfir vegna fjárhagslegs taps vegna kyrrsetningarinnar. Ekki er gert ráð fyrir Max-vélunum aftur fyrr en í byrjun mars á næsta ári. Nettóhagnaður Icelandair nam 7,5 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi og lýsir félagið áframhaldandi rekstrarbata. EBIT-hagnaður hafi numið tíu milljörðum króna á ársfjórðungnum sem sé um 300 milljónum krónum meira en á sama tímabili í fyrra. Farþegum hafi fjölgað um 27% í fjórðungnum, þökk sé sveigjanleika í leiðarkerfi Icelandair. Tekjur námu 65,6 milljörðum króna í fjórðungnum og drógust saman um 2% á milli ára, eigið fé í lok september nam 62,2 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall í lok september var 30%. Lausafjárstaða flugfélagsins er sögð nema 29,6 milljörðum króna. Engu að síður er á ætlað EBIT-tap Icelandair 4,3-5,5 milljarðar króna á þessu ári þegar metin hafa verið neikvæð áhrif vegna kyrrsetningar Max-vélanna. Þrátt fyrir það segist Icelandair búast við bættri afkomu á fjórða ársfjórðungi ársins 2019. Hætt hafi verið við óábatasama áfangastaði og flugfélagið beini kröftum sínum að því að laða ferðamenn til Íslands. Bókunarstaðan sé sterk og spár fyrirtækisins geri ráð fyrir hækkun á sætaverði á milli ára. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair sendi jákvæða afkomuviðvörun í Kauphöll Horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2019 eru betri en gert hafði verið ráð fyrir. 28. október 2019 07:10 Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. 19. október 2019 08:45 Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16 Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Gengið var frá öðru samkomulagi á milli Icelandair og flugvélaframleiðandans Boeing um bætur vegna kyrrsetningar Max-farþegavélanna til viðbótar við fyrra samkomulag. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair vegna uppgjörs þriðja ársfjórðungs. Icelandair hefur orðið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum á árinu eftir að Max-vélar Boeing voru kyrrsettar fyrr á þessu ári í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa sem kostuðu á fjórða hundrað manns lífið. Sex vélar Icelandair voru kyrrsettar og þá fengust þrjár til viðbótar ekki afhentar vegna kyrrsetningarinnar. Fjórar þeirra hafa verið sendar til Spánar yfir veturinn. Skilmálar samkomulagsins sem gengið var frá í dag eru trúnaðarmál. Í tilkynningu flugfélagsins segir að viðræður um frekari bætur standi enn yfir vegna fjárhagslegs taps vegna kyrrsetningarinnar. Ekki er gert ráð fyrir Max-vélunum aftur fyrr en í byrjun mars á næsta ári. Nettóhagnaður Icelandair nam 7,5 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi og lýsir félagið áframhaldandi rekstrarbata. EBIT-hagnaður hafi numið tíu milljörðum króna á ársfjórðungnum sem sé um 300 milljónum krónum meira en á sama tímabili í fyrra. Farþegum hafi fjölgað um 27% í fjórðungnum, þökk sé sveigjanleika í leiðarkerfi Icelandair. Tekjur námu 65,6 milljörðum króna í fjórðungnum og drógust saman um 2% á milli ára, eigið fé í lok september nam 62,2 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall í lok september var 30%. Lausafjárstaða flugfélagsins er sögð nema 29,6 milljörðum króna. Engu að síður er á ætlað EBIT-tap Icelandair 4,3-5,5 milljarðar króna á þessu ári þegar metin hafa verið neikvæð áhrif vegna kyrrsetningar Max-vélanna. Þrátt fyrir það segist Icelandair búast við bættri afkomu á fjórða ársfjórðungi ársins 2019. Hætt hafi verið við óábatasama áfangastaði og flugfélagið beini kröftum sínum að því að laða ferðamenn til Íslands. Bókunarstaðan sé sterk og spár fyrirtækisins geri ráð fyrir hækkun á sætaverði á milli ára.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair sendi jákvæða afkomuviðvörun í Kauphöll Horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2019 eru betri en gert hafði verið ráð fyrir. 28. október 2019 07:10 Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. 19. október 2019 08:45 Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16 Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Icelandair sendi jákvæða afkomuviðvörun í Kauphöll Horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2019 eru betri en gert hafði verið ráð fyrir. 28. október 2019 07:10
Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. 19. október 2019 08:45
Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16
Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30