McIlroy pirraður á ummælum Koepka um biðina löngu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2019 07:00 McIlroy og Koepka. Ummæli þess síðarnefnda fóru í taugarnar á Norður-Íranum. vísir/getty Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy segir að það hafi verið óþarfi hjá Brooks Koepka, efsta manni heimslistans, að minna sig á hversu lengi hann hafi þurft að bíða eftir sigri á risamóti. Í síðustu viku sagði Koepka að hann teldi McIlroy ekki lengur vera sinn höfuðandstæðing þar sem hann hefði ekki unnið risamót í fimm ár. „Þetta var ekki rangt hjá Brooks,“ sagði McIlroy í viðtali við GOLF TV. Hann viðurkenndi þó að ummæli þess bandaríska hefðu pirrað sig. „Hann hefur verið besti kylfingur heims undanfarin ár. En það var óþarfi að núa mér því um nasir að ég hafi ekki unnið risamót í dágóðan tíma.“ McIlroy hefur unnið fjögur risamót á ferlinum. Hann vann PGA-meistaramótið 2012 og 2014, Opna bandaríska 2011 og Opna breska 2014. Þrátt fyrir að vera fúll yfir ummælum Koepka ítrekaði McIlroy að þeim væri vel til vina. „Ég elska Brooks. Hann er frábær náungi og mikill keppnismaður eins og við allir,“ sagði McIlroy. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy segir að það hafi verið óþarfi hjá Brooks Koepka, efsta manni heimslistans, að minna sig á hversu lengi hann hafi þurft að bíða eftir sigri á risamóti. Í síðustu viku sagði Koepka að hann teldi McIlroy ekki lengur vera sinn höfuðandstæðing þar sem hann hefði ekki unnið risamót í fimm ár. „Þetta var ekki rangt hjá Brooks,“ sagði McIlroy í viðtali við GOLF TV. Hann viðurkenndi þó að ummæli þess bandaríska hefðu pirrað sig. „Hann hefur verið besti kylfingur heims undanfarin ár. En það var óþarfi að núa mér því um nasir að ég hafi ekki unnið risamót í dágóðan tíma.“ McIlroy hefur unnið fjögur risamót á ferlinum. Hann vann PGA-meistaramótið 2012 og 2014, Opna bandaríska 2011 og Opna breska 2014. Þrátt fyrir að vera fúll yfir ummælum Koepka ítrekaði McIlroy að þeim væri vel til vina. „Ég elska Brooks. Hann er frábær náungi og mikill keppnismaður eins og við allir,“ sagði McIlroy.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira