Þingið greiðir ekki atkvæði aftur um Brexit-samning Johnson Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 15:40 Bercow hefur verið umdeildur sem þingforseti. Hann var áður íhaldsmaður en hefur reynst sínum fyrri flokki erfiður ljár í þúfu. Vísir/EPA Forseti breska þingsins ætlar ekki að halda aðra atkvæðagreiðslu um útgöngusamning Boris Johnson, forsætisráðherra, við Evrópusambandið. Breskir þingmenn samþykktu að greiða ekki atkvæði um samninginn fyrr en búið væri að leiða efni hans í lög á laugardag. Tillagan sem Johnson vildi leggja fyrir þingið í dag er efnislega sú sama og þingmenn greiddu atkvæði um fyrir tveimur dögum. Að mati Johns Bercow, forseta þingsins, væri það því endurtekning og ruglingslegt að greiða atkvæði aftur um sama þingmálið. Vísaði Bercow til aldagamalla þingskapa sem banna að sama þingmálið sé borið upp oftar en einu sinni á einu og sama þinginu. Þess í stað lagði Bercow til að ríkisstjórn Johnson reyndi að fá samþykkt lög um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu áður en hún reyndi að knýja fram atkvæðagreiðslu um samninginn. Eftir að þingið hafnaði að greiða atkvæði um samning Johnson á laugardag sendi forsætisráðherrann bréf til Evrópusambandsins þar sem hann fór fram á frestun á útgöngunni sem er fyrirhuguð 31. október. Bretland Brexit Tengdar fréttir Atkvæði greidd um nýja samninginn Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu. 21. október 2019 07:06 Johnson sendi bréf með beiðni um frestun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sendi í kvöld bréf til Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann óskaði eftir frestun á útgöngu Breta. 19. október 2019 21:51 Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. 19. október 2019 18:40 Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23 Hafa enn trú á Brexit í lok mánaðar Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki útilokað að hægt verði að standa við útgöngu landsins úr ESB 31. október næstkomandi eins og stefnt hefur verið að. 21. október 2019 06:00 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Forseti breska þingsins ætlar ekki að halda aðra atkvæðagreiðslu um útgöngusamning Boris Johnson, forsætisráðherra, við Evrópusambandið. Breskir þingmenn samþykktu að greiða ekki atkvæði um samninginn fyrr en búið væri að leiða efni hans í lög á laugardag. Tillagan sem Johnson vildi leggja fyrir þingið í dag er efnislega sú sama og þingmenn greiddu atkvæði um fyrir tveimur dögum. Að mati Johns Bercow, forseta þingsins, væri það því endurtekning og ruglingslegt að greiða atkvæði aftur um sama þingmálið. Vísaði Bercow til aldagamalla þingskapa sem banna að sama þingmálið sé borið upp oftar en einu sinni á einu og sama þinginu. Þess í stað lagði Bercow til að ríkisstjórn Johnson reyndi að fá samþykkt lög um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu áður en hún reyndi að knýja fram atkvæðagreiðslu um samninginn. Eftir að þingið hafnaði að greiða atkvæði um samning Johnson á laugardag sendi forsætisráðherrann bréf til Evrópusambandsins þar sem hann fór fram á frestun á útgöngunni sem er fyrirhuguð 31. október.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Atkvæði greidd um nýja samninginn Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu. 21. október 2019 07:06 Johnson sendi bréf með beiðni um frestun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sendi í kvöld bréf til Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann óskaði eftir frestun á útgöngu Breta. 19. október 2019 21:51 Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. 19. október 2019 18:40 Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23 Hafa enn trú á Brexit í lok mánaðar Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki útilokað að hægt verði að standa við útgöngu landsins úr ESB 31. október næstkomandi eins og stefnt hefur verið að. 21. október 2019 06:00 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Atkvæði greidd um nýja samninginn Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu. 21. október 2019 07:06
Johnson sendi bréf með beiðni um frestun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sendi í kvöld bréf til Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann óskaði eftir frestun á útgöngu Breta. 19. október 2019 21:51
Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. 19. október 2019 18:40
Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23
Hafa enn trú á Brexit í lok mánaðar Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki útilokað að hægt verði að standa við útgöngu landsins úr ESB 31. október næstkomandi eins og stefnt hefur verið að. 21. október 2019 06:00