Vilja ekki nagladekk Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 22. október 2019 06:00 Röðin var löng í dekkjaskipti á Akureyri í gær. Fréttablaðið/Auðunn „Auðvitað togast þetta alltaf á, það er öryggismál og umhverfismál,“ segir Guðríður Erla Friðriksdóttir, sviðstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar. Tilkynning birtist á vef bæjarins á föstudag þar sem Akureyringar eru hvattir til þess að draga úr notkun nagladekkja í bænum. Í tilkynningunni kemur fram að síðastliðin fimm ár hafi að meðaltali 74 prósent bifreiðaeigenda á Akureyri ekið um á nagladekkjum. Nagladekk auka svifryksmengun, valda hávaða og slíta malbiki hraðar en önnur dekk. „Við erum einnig að hvetja fólk til þess að vera á nöglum eins stutt og mögulegt er,“ segir Guðríður. „Fólk upplifir sig auðvitað í mörgum tilfellum öruggara á negldum dekkjum og við höfum skilning á því en þeir sem eru kannski ekki að ferðast á milli landshluta heldur keyra meira innanbæjar geta þá frekar verið naglalausir.“ Gagnrýnisraddir hafa heyrst um að erfitt gæti reynst að vera á naglalausum dekkjum á Akureyri og þá sér í lagi að erfitt gæti reynst að aka upp Gilið. „Það koma auðvitað dagar þar sem það er fljúgandi hálka en þá gerum við ráðstafanir til að draga úr hálkunni, til dæmis með því að sanda,“ segir Guðríður. „Ég held að fólk sé allt af vilja gert til þess að hjálpa okkur við þetta og vernda umhverfið en auðvitað skilur maður líka að fólk sé að hugsa um öryggi sitt og annarra vegfarenda,“ segir hún. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Bílar Nagladekk Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira
„Auðvitað togast þetta alltaf á, það er öryggismál og umhverfismál,“ segir Guðríður Erla Friðriksdóttir, sviðstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar. Tilkynning birtist á vef bæjarins á föstudag þar sem Akureyringar eru hvattir til þess að draga úr notkun nagladekkja í bænum. Í tilkynningunni kemur fram að síðastliðin fimm ár hafi að meðaltali 74 prósent bifreiðaeigenda á Akureyri ekið um á nagladekkjum. Nagladekk auka svifryksmengun, valda hávaða og slíta malbiki hraðar en önnur dekk. „Við erum einnig að hvetja fólk til þess að vera á nöglum eins stutt og mögulegt er,“ segir Guðríður. „Fólk upplifir sig auðvitað í mörgum tilfellum öruggara á negldum dekkjum og við höfum skilning á því en þeir sem eru kannski ekki að ferðast á milli landshluta heldur keyra meira innanbæjar geta þá frekar verið naglalausir.“ Gagnrýnisraddir hafa heyrst um að erfitt gæti reynst að vera á naglalausum dekkjum á Akureyri og þá sér í lagi að erfitt gæti reynst að aka upp Gilið. „Það koma auðvitað dagar þar sem það er fljúgandi hálka en þá gerum við ráðstafanir til að draga úr hálkunni, til dæmis með því að sanda,“ segir Guðríður. „Ég held að fólk sé allt af vilja gert til þess að hjálpa okkur við þetta og vernda umhverfið en auðvitað skilur maður líka að fólk sé að hugsa um öryggi sitt og annarra vegfarenda,“ segir hún.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Bílar Nagladekk Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira