Enn einn steinninn lagður í Brexit-götu Johnsons Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2019 19:27 Breska þingið hafnaði rétt í þessu tillögu ríkisstjórnarinnar um að ráðstafa næstu þremur dögum í að klára umræðu um nýjan útgöngusamning. Áætlunin miðaði að því að klára umræður um samninginn svo hægt væri að halda í settan útgöngudag úr Evrópusambandinu, 31. október, en þótti meirihluta þingmanna þetta of skammur tími. Boris Johnson forsætisráðherra greindi þingheimi frá því í dag að ef þingmenn myndu hafna áætlun stjórnarinnar og ESB myndi samþykkja frestun á útgöngu, fram yfir 31. október, myndi hann þrýsta á um að boðað verði til nýrra þingkosninga í landinu. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins og stjórnarandstöðunnar sagðist vera reiðubúinn til viðræðna um „skynsamlega“ tímaáætlun til að ræða samninginn. Sjálfur segir Johnson að niðurstaðan sé vonbrigði og með atkvæðagreiðslunni standi Bretar frammi fyrir enn meiri óvissu. Talsmaður Framkvæmdastjórnar Evrópusambandssins segir að framkvæmdastjórnin fylgist vel með þróun mála og búist við að fá upplýsingar um næstu skref frá Bretum innan tíðar. Boði Johnson til kosninga þurfa minnst fimm vikur, 25 virkir dagar, að líða frá því að þing er rofið og þar til kosningarnar verða haldnar. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Atkvæði greidd um nýja samninginn Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu. 21. október 2019 07:06 Segir Boris hafa svarað efasemdamönnum Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segist vera sannfærður um að útganga Breta úr Evrópusambandinu verði að veruleika þann 31. október. 20. október 2019 10:01 Hafa enn trú á Brexit í lok mánaðar Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki útilokað að hægt verði að standa við útgöngu landsins úr ESB 31. október næstkomandi eins og stefnt hefur verið að. 21. október 2019 06:00 Dregur Brexit-frumvarp til baka samþykki þingið ekki tímaáætlun Forsætisráðherra Bretlands segir að ef þingmenn myndu hafna áætlun stjórnarinnar og ESB samþykkir frestun á útgöngu fram yfir 31. október, myndi hann þrýsta á um að boðað verði til nýrra þingkosninga í landinu. 22. október 2019 14:49 Þingið greiðir ekki atkvæði aftur um Brexit-samning Johnson Forseti þingsins telur tillögu sem Johnson vildu greiða atkvæða um efnislega þá sömu og þingmenn tóku afstöðu til um helgina. 21. október 2019 15:40 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Breska þingið hafnaði rétt í þessu tillögu ríkisstjórnarinnar um að ráðstafa næstu þremur dögum í að klára umræðu um nýjan útgöngusamning. Áætlunin miðaði að því að klára umræður um samninginn svo hægt væri að halda í settan útgöngudag úr Evrópusambandinu, 31. október, en þótti meirihluta þingmanna þetta of skammur tími. Boris Johnson forsætisráðherra greindi þingheimi frá því í dag að ef þingmenn myndu hafna áætlun stjórnarinnar og ESB myndi samþykkja frestun á útgöngu, fram yfir 31. október, myndi hann þrýsta á um að boðað verði til nýrra þingkosninga í landinu. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins og stjórnarandstöðunnar sagðist vera reiðubúinn til viðræðna um „skynsamlega“ tímaáætlun til að ræða samninginn. Sjálfur segir Johnson að niðurstaðan sé vonbrigði og með atkvæðagreiðslunni standi Bretar frammi fyrir enn meiri óvissu. Talsmaður Framkvæmdastjórnar Evrópusambandssins segir að framkvæmdastjórnin fylgist vel með þróun mála og búist við að fá upplýsingar um næstu skref frá Bretum innan tíðar. Boði Johnson til kosninga þurfa minnst fimm vikur, 25 virkir dagar, að líða frá því að þing er rofið og þar til kosningarnar verða haldnar.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Atkvæði greidd um nýja samninginn Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu. 21. október 2019 07:06 Segir Boris hafa svarað efasemdamönnum Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segist vera sannfærður um að útganga Breta úr Evrópusambandinu verði að veruleika þann 31. október. 20. október 2019 10:01 Hafa enn trú á Brexit í lok mánaðar Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki útilokað að hægt verði að standa við útgöngu landsins úr ESB 31. október næstkomandi eins og stefnt hefur verið að. 21. október 2019 06:00 Dregur Brexit-frumvarp til baka samþykki þingið ekki tímaáætlun Forsætisráðherra Bretlands segir að ef þingmenn myndu hafna áætlun stjórnarinnar og ESB samþykkir frestun á útgöngu fram yfir 31. október, myndi hann þrýsta á um að boðað verði til nýrra þingkosninga í landinu. 22. október 2019 14:49 Þingið greiðir ekki atkvæði aftur um Brexit-samning Johnson Forseti þingsins telur tillögu sem Johnson vildu greiða atkvæða um efnislega þá sömu og þingmenn tóku afstöðu til um helgina. 21. október 2019 15:40 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Atkvæði greidd um nýja samninginn Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu. 21. október 2019 07:06
Segir Boris hafa svarað efasemdamönnum Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segist vera sannfærður um að útganga Breta úr Evrópusambandinu verði að veruleika þann 31. október. 20. október 2019 10:01
Hafa enn trú á Brexit í lok mánaðar Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki útilokað að hægt verði að standa við útgöngu landsins úr ESB 31. október næstkomandi eins og stefnt hefur verið að. 21. október 2019 06:00
Dregur Brexit-frumvarp til baka samþykki þingið ekki tímaáætlun Forsætisráðherra Bretlands segir að ef þingmenn myndu hafna áætlun stjórnarinnar og ESB samþykkir frestun á útgöngu fram yfir 31. október, myndi hann þrýsta á um að boðað verði til nýrra þingkosninga í landinu. 22. október 2019 14:49
Þingið greiðir ekki atkvæði aftur um Brexit-samning Johnson Forseti þingsins telur tillögu sem Johnson vildu greiða atkvæða um efnislega þá sömu og þingmenn tóku afstöðu til um helgina. 21. október 2019 15:40