Stofnanir dragi lærdóm af málinu Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. október 2019 06:30 Einar Þór Sverrisson lögmaður og Ari Brynjólfsson blaðamaður Fréttablaðsins við málflutning í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í mánuðinum. Vísir/vilhelm „Það væri óskandi að opinberar stofnanir dragi lærdóm af þessu máli. Almennt hefur mér fundist það allt of ríkjandi viðhorf innan stjórnsýslunnar að ef það er ekki beinlínis skylda að láta upplýsingar af hendi þá sé það ekki gert. Eðlilegra viðhorf væri að allt sem sé ekki beinlínis hættulegt, varðar þjóðaröryggi eða skaði einkahagsmuni, sé birt,“ segir Valgerður Jóhannsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, um mál Seðlabankans gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu. Seðlabankinn ákvað í gær að birta upplýsingar um námsstyrk til fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Héraðsdómur staðfesti síðastliðinn föstudag úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál um að bankanum bæri að afhenda blaðamanninum umræddar upplýsingar. Valgerður, sem er umsjónarmaður meistaranáms í blaða- og fréttamennsku, segir það í hæsta máta óvenjulegt að stofnun dragi blaðamann fyrir dómstóla til að fá úrskurði úrskurðarnefndar hnekkt þótt hún geti ekki fullyrt að um einsdæmi sé að ræða.Sjá einnig: Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Hún segir tregðu stjórnsýslunnar og opinberra stofnana við að veita upplýsingar virka hamlandi á blaðaog fréttamenn. Stundum sé ekki um stór fréttamál að ræða og þá séu ekki allir tilbúnir að eyða ómældum tíma og fyrirhöfn til að fá upplýsingarnar. „Það er auðvitað lykilatriði að fjölmiðlar eru að þjóna lesendum sínum og almannahagsmunum. Almenningur á auðvitað bara rétt á þessum upplýsingum. Stofnanirnar eru ekki að þráast við gegn einhverjum blaðamanni heldur gegn almenningi í landinu sem er líka fólkið sem stjórnsýslan á að þjóna.“ Stjórnsýslan þurfi að hafa það í huga. „Ég held að þessi viðhorf séu meira ríkjandi hér en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Valgerður. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00 Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Seðlabanki Íslands greiddi Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, rúmlega átján milljónir króna við starfslok hennar hjá bankanum árið 2016. 22. október 2019 15:49 Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Það væri óskandi að opinberar stofnanir dragi lærdóm af þessu máli. Almennt hefur mér fundist það allt of ríkjandi viðhorf innan stjórnsýslunnar að ef það er ekki beinlínis skylda að láta upplýsingar af hendi þá sé það ekki gert. Eðlilegra viðhorf væri að allt sem sé ekki beinlínis hættulegt, varðar þjóðaröryggi eða skaði einkahagsmuni, sé birt,“ segir Valgerður Jóhannsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, um mál Seðlabankans gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu. Seðlabankinn ákvað í gær að birta upplýsingar um námsstyrk til fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Héraðsdómur staðfesti síðastliðinn föstudag úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál um að bankanum bæri að afhenda blaðamanninum umræddar upplýsingar. Valgerður, sem er umsjónarmaður meistaranáms í blaða- og fréttamennsku, segir það í hæsta máta óvenjulegt að stofnun dragi blaðamann fyrir dómstóla til að fá úrskurði úrskurðarnefndar hnekkt þótt hún geti ekki fullyrt að um einsdæmi sé að ræða.Sjá einnig: Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Hún segir tregðu stjórnsýslunnar og opinberra stofnana við að veita upplýsingar virka hamlandi á blaðaog fréttamenn. Stundum sé ekki um stór fréttamál að ræða og þá séu ekki allir tilbúnir að eyða ómældum tíma og fyrirhöfn til að fá upplýsingarnar. „Það er auðvitað lykilatriði að fjölmiðlar eru að þjóna lesendum sínum og almannahagsmunum. Almenningur á auðvitað bara rétt á þessum upplýsingum. Stofnanirnar eru ekki að þráast við gegn einhverjum blaðamanni heldur gegn almenningi í landinu sem er líka fólkið sem stjórnsýslan á að þjóna.“ Stjórnsýslan þurfi að hafa það í huga. „Ég held að þessi viðhorf séu meira ríkjandi hér en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Valgerður.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00 Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Seðlabanki Íslands greiddi Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, rúmlega átján milljónir króna við starfslok hennar hjá bankanum árið 2016. 22. október 2019 15:49 Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00
Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Seðlabanki Íslands greiddi Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, rúmlega átján milljónir króna við starfslok hennar hjá bankanum árið 2016. 22. október 2019 15:49
Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28