Sextán dæmd til dauða fyrir að hafa kveikt í nemanda Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2019 07:30 Morðið á Nusrat vakti gríðarlega athygli í Bangladess og leiddi meðal annars til fjölmennra mótmælafunda þar sem réttlætis var krafist í nafni hinnar látnu. Getty Dómstóll í Bangladess hefur dæmt sextán manns til dauða vegna morðsins á hinni nítján ára Nusrat Jahan Rafi. Þótti sannað að hinir dæmdu hefði kveikt í Nusrat eftir að hún hafði sakað kennara sinn um kynferðislega áreitni.BBC segir frá því að Nusrat hafi látið lífið í apríl síðastliðinn í smábænum Feni, um 160 kílómetrum frá höfuðborginni Dhaka. Skólastjórinn sem Nusrat hafði sakað um áreitnina og tvær bekkjarsystur Nusrat voru í hópi þeirra sem hlutu dauðadóma. Morðið á Nusrat vakti gríðarlega athygli í Bangladess fyrr á árinu og leiddi meðal annars til fjölmennra mótmælafunda þar sem réttlætis var krafist í nafni hinnar látnu. Sjaldan hafa réttarhöld í máli sem þessu tekið svo skamman tíma, en nokkur ár tekur vanalega fyrir dómstóla í Bangladess að ná niðurstöðu morðmálum. Sagði saksóknarinn Hafez Ahmed að málið sýndi fram á að enginn kæmist upp með morð í Bangladess.Einn sakborninga leiddur út úr dómsal.EPAKveikt í Nusrat uppi á þaki skólans Verjendur hinna dæmdu segja að dómnum verði áfrýjað. Í hópi hinna dæmdu er einnig að hinna tvo stjórnmálamenn úr stjórnarflokknum Awami-bandalaginu og þrír úr starfsliði skólans. Greina fjölmiðlar frá því að saksóknarar sögðu skólastjórann Siraj Ud Doula hafa fyrirskipað morðið. Þá þótti sannað að lögreglumenn á svæðinu hafi unnið með hinum dæmdu að því að dreifa fölskum upplýsingum um að Nusrat hafi fyrirfarið sér.Lést fjórum dögum síðar BBC segir frá því að Nusrat hafi verið göbbuð upp á þak skólans þann 6. apríl síðastliðinn, ellefu dögum eftir að hún tilkynnti skólastjórann til lögreglunnar. Fjórir eða fimm, allir íklæddur búrkum, þrýstu þá á hana að draga kvörtun sína til baka. Þegar hún sagðist neita því kveiktu þeir í henni. Nusrat tókst hins vegar að sleppa frá fólkinu, en hlaut brunasár á 80 prósent líkamans. Bróðir hennar tók upp myndskeið þar sem hún sagði skólastjórann hafa snert sig á óviðeigandi máta og að hún muni berjast gegn því allt þar til að hún drægi sinn síðasta andardrátt. Hún lést svo fjórum dögum síðar af áverkum sínum. Bangladess Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Dómstóll í Bangladess hefur dæmt sextán manns til dauða vegna morðsins á hinni nítján ára Nusrat Jahan Rafi. Þótti sannað að hinir dæmdu hefði kveikt í Nusrat eftir að hún hafði sakað kennara sinn um kynferðislega áreitni.BBC segir frá því að Nusrat hafi látið lífið í apríl síðastliðinn í smábænum Feni, um 160 kílómetrum frá höfuðborginni Dhaka. Skólastjórinn sem Nusrat hafði sakað um áreitnina og tvær bekkjarsystur Nusrat voru í hópi þeirra sem hlutu dauðadóma. Morðið á Nusrat vakti gríðarlega athygli í Bangladess fyrr á árinu og leiddi meðal annars til fjölmennra mótmælafunda þar sem réttlætis var krafist í nafni hinnar látnu. Sjaldan hafa réttarhöld í máli sem þessu tekið svo skamman tíma, en nokkur ár tekur vanalega fyrir dómstóla í Bangladess að ná niðurstöðu morðmálum. Sagði saksóknarinn Hafez Ahmed að málið sýndi fram á að enginn kæmist upp með morð í Bangladess.Einn sakborninga leiddur út úr dómsal.EPAKveikt í Nusrat uppi á þaki skólans Verjendur hinna dæmdu segja að dómnum verði áfrýjað. Í hópi hinna dæmdu er einnig að hinna tvo stjórnmálamenn úr stjórnarflokknum Awami-bandalaginu og þrír úr starfsliði skólans. Greina fjölmiðlar frá því að saksóknarar sögðu skólastjórann Siraj Ud Doula hafa fyrirskipað morðið. Þá þótti sannað að lögreglumenn á svæðinu hafi unnið með hinum dæmdu að því að dreifa fölskum upplýsingum um að Nusrat hafi fyrirfarið sér.Lést fjórum dögum síðar BBC segir frá því að Nusrat hafi verið göbbuð upp á þak skólans þann 6. apríl síðastliðinn, ellefu dögum eftir að hún tilkynnti skólastjórann til lögreglunnar. Fjórir eða fimm, allir íklæddur búrkum, þrýstu þá á hana að draga kvörtun sína til baka. Þegar hún sagðist neita því kveiktu þeir í henni. Nusrat tókst hins vegar að sleppa frá fólkinu, en hlaut brunasár á 80 prósent líkamans. Bróðir hennar tók upp myndskeið þar sem hún sagði skólastjórann hafa snert sig á óviðeigandi máta og að hún muni berjast gegn því allt þar til að hún drægi sinn síðasta andardrátt. Hún lést svo fjórum dögum síðar af áverkum sínum.
Bangladess Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira