Nicolas Pépé kom inn af bekknum og bjargaði Arsenal | Arnór Ingvi lék allan leikinn í sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. október 2019 21:00 Leikmenn Arsenal fagna jöfnunarmarki Pépé í kvöld. Vísir/Getty Nicolas Pépé gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu á þeim fimmtán mínútum sem hann spilaði í kvöld. Bæði mörkin úr aukaspyrnum. Með því tryggði hann Arsenal 3-2 sigur á Vitória í F-riðli Evrópudeildarinnar. Þá lék Arnór Ingvi Traustason allan leikinn er Malmö vann FC Lugano á heimavelli. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan. Eflaust hefur Unai Emery andað léttar eftir seinna mark Pepe en staða Emery hefur versnað til muna með slöku gengi það sem af er leiktíð. Arsenal lenti tvisvar undir á heimavelli en Marcus Edwards, fyrrum unglingaliðsleikmaður Tottenham Hotspur, kom gestunum frá Portúgal yfir strax á 8. mínútu leiksins. Ungstirnið Gabriel Martinelli jafnaði metin eftir sendingu Hector Bellerín á 32. mínútu en heimamenn voru aftur lentir undir fjórum mínútum síðar. Bruno Duarte Da Silva skoraði þá fyrir Vitória og var portúgalska liðið yfir í hálfleik. Nicolas Pépé kom svo inn af varamannabekknum á 75. mínútu og fimm mínútum síðar hafði hann jafnaði metin fyrir Arsenal. Það var svo þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem Pepe skoraði sigurmark Arsenal. Lokatölur 3-2 og Arsenal því enn með fullt hús stiga. Í hinum leik riðilsins mættust Eintracht Frankfurt og Standard Liége. Fór það svo að Frankfurt landaði 2-1 sigri þökk sé mörkum David Abraham og Martin Hinteregger á meðan Selim Amallah skoraði fyrir gestina frá Belgíu. Staðan í riðlinum er þannig að Arsenal er með níu stig á toppi riðilsins. Frankfurt koma þar á eftir með sex stig, Standard Liége eru með þrjú og Vitória eru enn án stiga. Arnór fékk gult í fyrsta sigri Malmö Í B-riðli náði Malmö í sinn fyrsta sigur með því að leggja FC Lugano af velli 2-1 á heimavelli. Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn í liði Malmö og nældi sér í gult spjald á 89. mínútu leiksins. Malmö er sem stendur í 3. sæti B-riðils með fjögur stig en FC Köbenhavn eru á toppi riðilsins með fimm stig, líkt og Dinamo Kiev. Lugano reka svo lestina með núll stig.Önnur úrslit Qarabağ Agdam FK 2-2 APOEL Nicosia Sevilla 3-0 F91 Dudelange Getafe 0-1 Basel PSV Eindhoven 0-0 LASK Linz Sporting CP 1-0 Rosenborg Celtic 2-1 Lazio Stade Rennais 0-1 CFR ClujFree-kick Pépé 80 Pépé 90+3#UEL | @Arsenalpic.twitter.com/EXobNZDxQR — UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 24, 2019 Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Solskjær ánægður með frammistöðu Williams Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði vinstri bakverðinum Brandon Williams í hástert eftir 1-0 sigur Man United á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í kvöld. 24. október 2019 20:30 Man United marði sigur í Serbíu | AZ slátraði Astana Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Partizan Belgrade í L-riðli Evrópudeildarinnar. Í hinum leik riðilsins vann AZ Alkmaar öruggan 6-0 sigur á Astana. 24. október 2019 18:45 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
Nicolas Pépé gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu á þeim fimmtán mínútum sem hann spilaði í kvöld. Bæði mörkin úr aukaspyrnum. Með því tryggði hann Arsenal 3-2 sigur á Vitória í F-riðli Evrópudeildarinnar. Þá lék Arnór Ingvi Traustason allan leikinn er Malmö vann FC Lugano á heimavelli. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan. Eflaust hefur Unai Emery andað léttar eftir seinna mark Pepe en staða Emery hefur versnað til muna með slöku gengi það sem af er leiktíð. Arsenal lenti tvisvar undir á heimavelli en Marcus Edwards, fyrrum unglingaliðsleikmaður Tottenham Hotspur, kom gestunum frá Portúgal yfir strax á 8. mínútu leiksins. Ungstirnið Gabriel Martinelli jafnaði metin eftir sendingu Hector Bellerín á 32. mínútu en heimamenn voru aftur lentir undir fjórum mínútum síðar. Bruno Duarte Da Silva skoraði þá fyrir Vitória og var portúgalska liðið yfir í hálfleik. Nicolas Pépé kom svo inn af varamannabekknum á 75. mínútu og fimm mínútum síðar hafði hann jafnaði metin fyrir Arsenal. Það var svo þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem Pepe skoraði sigurmark Arsenal. Lokatölur 3-2 og Arsenal því enn með fullt hús stiga. Í hinum leik riðilsins mættust Eintracht Frankfurt og Standard Liége. Fór það svo að Frankfurt landaði 2-1 sigri þökk sé mörkum David Abraham og Martin Hinteregger á meðan Selim Amallah skoraði fyrir gestina frá Belgíu. Staðan í riðlinum er þannig að Arsenal er með níu stig á toppi riðilsins. Frankfurt koma þar á eftir með sex stig, Standard Liége eru með þrjú og Vitória eru enn án stiga. Arnór fékk gult í fyrsta sigri Malmö Í B-riðli náði Malmö í sinn fyrsta sigur með því að leggja FC Lugano af velli 2-1 á heimavelli. Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn í liði Malmö og nældi sér í gult spjald á 89. mínútu leiksins. Malmö er sem stendur í 3. sæti B-riðils með fjögur stig en FC Köbenhavn eru á toppi riðilsins með fimm stig, líkt og Dinamo Kiev. Lugano reka svo lestina með núll stig.Önnur úrslit Qarabağ Agdam FK 2-2 APOEL Nicosia Sevilla 3-0 F91 Dudelange Getafe 0-1 Basel PSV Eindhoven 0-0 LASK Linz Sporting CP 1-0 Rosenborg Celtic 2-1 Lazio Stade Rennais 0-1 CFR ClujFree-kick Pépé 80 Pépé 90+3#UEL | @Arsenalpic.twitter.com/EXobNZDxQR — UEFA Europa League (@EuropaLeague) October 24, 2019
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Solskjær ánægður með frammistöðu Williams Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði vinstri bakverðinum Brandon Williams í hástert eftir 1-0 sigur Man United á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í kvöld. 24. október 2019 20:30 Man United marði sigur í Serbíu | AZ slátraði Astana Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Partizan Belgrade í L-riðli Evrópudeildarinnar. Í hinum leik riðilsins vann AZ Alkmaar öruggan 6-0 sigur á Astana. 24. október 2019 18:45 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
Solskjær ánægður með frammistöðu Williams Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði vinstri bakverðinum Brandon Williams í hástert eftir 1-0 sigur Man United á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í kvöld. 24. október 2019 20:30
Man United marði sigur í Serbíu | AZ slátraði Astana Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Partizan Belgrade í L-riðli Evrópudeildarinnar. Í hinum leik riðilsins vann AZ Alkmaar öruggan 6-0 sigur á Astana. 24. október 2019 18:45