Daníel Guðni: Vonum að við séum skjaldbakan í þessu kapphlaupi Smári Jökull Jónsson skrifar 25. október 2019 20:52 Daníel Guðni messar yfir sínum mönnum vísir/daníel Daníel Guðna Guðmundssyni þjálfara Grindavíkur var létt eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld enda fyrsti sigurleikur Grindvíkinga í Dominos-deildinni staðreynd. „Ég er virkilega stoltur af strákunum, þeir lögðu sig gríðarlega vel fram og gerðu það sem við þjálfararnir báðum þá um, sem var að spila vörn. Það gerðu þeir og gerðu það vel,“ sagði Daníel Guðni eftir leik en Njarðvík skoraði aðeins 26 stig í fyrri hálfleik í dag. „Ég var rosalega ánægður með þetta og vildi eiginlega bæta í eftir hlé en stundum þróast leikir svona. Þeir fara í svæðisvörn og við lendum í smá vandræðum í byrjun en síðan skaut Óli (Ólafur Ólafsson) það í kaf,“ bætti Daníel við en Ólafur setti niður sjö þriggja stiga körfur í leiknum. Þrátt fyrir sigurinn var sóknarleikur Grindvíkinga ekki alveg upp á sitt besta og liðið tapaði mikið af boltum. „Við vorum með 7 tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er lélegt. Þeir þröngva okkur út úr hlutum og við tökum óskynsamlegar ákvarðanir. Heilt yfir er ég sáttur með að fá fyrstu tvö stigin í vetur.“ „Við erum búnir að stilla okkur mikið betur saman. Við höfum verið að keyra á varnarleikinn á æfingum og menn eru að gera hluti sem þeir hafa kannski ekki verið að gera áður og það tekur bara sinn tíma. Við vonum að við séum skjaldbakan í þessu kapphlaupi og eigum eftir að bæta okkur eftir því sem á líður tímabilið.“ Erlendu leikmennirnir tveir, Jamal Olasawere og Valdas Vasylius, voru að leika sína fyrstu heimaleiki í kvöld og koma með aukna hæð í Grindavíkurliðið, eitthvað sem þeir þurftu sárlega á að halda. „Valdas er að komast í taktinn og á von á því að hann verði bara betri. Hann er þannig leikmaður að hann verður í því hlutverki að koma með reynsluna, koma með skilning á leiknum og svona. Þó svo að hann hafi ekki skorað eða frákastað mikið í kvöld er svo margt sem hann getur gert fyrir okkur varnarlega. Ég er ánægður með framlag leikmanna hér í kvöld, alla sem einn.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Daníel Guðna Guðmundssyni þjálfara Grindavíkur var létt eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld enda fyrsti sigurleikur Grindvíkinga í Dominos-deildinni staðreynd. „Ég er virkilega stoltur af strákunum, þeir lögðu sig gríðarlega vel fram og gerðu það sem við þjálfararnir báðum þá um, sem var að spila vörn. Það gerðu þeir og gerðu það vel,“ sagði Daníel Guðni eftir leik en Njarðvík skoraði aðeins 26 stig í fyrri hálfleik í dag. „Ég var rosalega ánægður með þetta og vildi eiginlega bæta í eftir hlé en stundum þróast leikir svona. Þeir fara í svæðisvörn og við lendum í smá vandræðum í byrjun en síðan skaut Óli (Ólafur Ólafsson) það í kaf,“ bætti Daníel við en Ólafur setti niður sjö þriggja stiga körfur í leiknum. Þrátt fyrir sigurinn var sóknarleikur Grindvíkinga ekki alveg upp á sitt besta og liðið tapaði mikið af boltum. „Við vorum með 7 tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er lélegt. Þeir þröngva okkur út úr hlutum og við tökum óskynsamlegar ákvarðanir. Heilt yfir er ég sáttur með að fá fyrstu tvö stigin í vetur.“ „Við erum búnir að stilla okkur mikið betur saman. Við höfum verið að keyra á varnarleikinn á æfingum og menn eru að gera hluti sem þeir hafa kannski ekki verið að gera áður og það tekur bara sinn tíma. Við vonum að við séum skjaldbakan í þessu kapphlaupi og eigum eftir að bæta okkur eftir því sem á líður tímabilið.“ Erlendu leikmennirnir tveir, Jamal Olasawere og Valdas Vasylius, voru að leika sína fyrstu heimaleiki í kvöld og koma með aukna hæð í Grindavíkurliðið, eitthvað sem þeir þurftu sárlega á að halda. „Valdas er að komast í taktinn og á von á því að hann verði bara betri. Hann er þannig leikmaður að hann verður í því hlutverki að koma með reynsluna, koma með skilning á leiknum og svona. Þó svo að hann hafi ekki skorað eða frákastað mikið í kvöld er svo margt sem hann getur gert fyrir okkur varnarlega. Ég er ánægður með framlag leikmanna hér í kvöld, alla sem einn.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira