Óttast að tengsl rofni við sölu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. október 2019 07:00 Ákvörðun um sölu Sigurhæða hefur valdið úlfúð á Akureyri. Fréttablaðið/Friðrik Akureyrarstofa safnar nú hugmyndum um notkun á Sigurhæðum, húsi Matthíasar Jochumssonar, en mikil reiði blossaði upp eftir að bæjarstjórn tilkynnti að til stæði að selja húsið. „Við erum sannfærð um að Sigurhæðir eigi að vera menningarsetur og að heiðra ætti minningu þjóðskáldsins Matthíasar með því að hafa þarna lifandi starfsemi,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambands Íslands, en sambandið sendi inn athugasemdir til Akureyrarstofu. Karl segir að til dæmis gætu Sigurhæðir nýst sem starfsaðstaða fyrir rithöfunda, en um áratugaskeið þjónaði húsið þeim tilgangi, og höfðu rithöfundar þar einnig gistiaðstöðu. Síðan hefur það lagst af og engin starfsemi verið í húsinu frá árinu 2016. Að mati Karls væri óskandi að húsið yrði að föstum punkti í menningarstarfsemi bæjarins. „Við óttumst að ef húsið verður selt á opnum markaði rofni þessi menningartengsl. Sá sem myndi kaupa húsið yrði ekki skuldbundinn til að sinna neinum menningarlegum skyldum,“ segir hann. „En Akureyri er mikill menningarbær og ég hef trú á því að bærinn vilji halda reisn á því sviði.“ Þetta kristallist í því að margir hafi látið í sér heyra og sé ekki sama um húsið. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Slá sölu á Sigurhæðum á frest til að kanna nýjar hugmyndir Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar. 15. október 2019 16:23 Sigurhæðir og Matthías Mörg skáld hafa í tímans rás tengst Akureyri með einum eða öðrum hætti, þótt tengslin séu mismunandi. 8. október 2019 07:00 Sala Sigurhæða sett í biðstöðu Bæjarráð Akureyrar hefur falið Akureyrarstofu að skoða hugmyndir sem komið hafa fram um nýja nýtingu á Sigurhæðum, skáldahúsi Matthíasar Jochumssonar. Áætlanir bæjarstjórnar um að selja húsið hafa vakið sterkar tilfinningar í bænum. 12. október 2019 07:15 Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála. 2. október 2019 14:13 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
Akureyrarstofa safnar nú hugmyndum um notkun á Sigurhæðum, húsi Matthíasar Jochumssonar, en mikil reiði blossaði upp eftir að bæjarstjórn tilkynnti að til stæði að selja húsið. „Við erum sannfærð um að Sigurhæðir eigi að vera menningarsetur og að heiðra ætti minningu þjóðskáldsins Matthíasar með því að hafa þarna lifandi starfsemi,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambands Íslands, en sambandið sendi inn athugasemdir til Akureyrarstofu. Karl segir að til dæmis gætu Sigurhæðir nýst sem starfsaðstaða fyrir rithöfunda, en um áratugaskeið þjónaði húsið þeim tilgangi, og höfðu rithöfundar þar einnig gistiaðstöðu. Síðan hefur það lagst af og engin starfsemi verið í húsinu frá árinu 2016. Að mati Karls væri óskandi að húsið yrði að föstum punkti í menningarstarfsemi bæjarins. „Við óttumst að ef húsið verður selt á opnum markaði rofni þessi menningartengsl. Sá sem myndi kaupa húsið yrði ekki skuldbundinn til að sinna neinum menningarlegum skyldum,“ segir hann. „En Akureyri er mikill menningarbær og ég hef trú á því að bærinn vilji halda reisn á því sviði.“ Þetta kristallist í því að margir hafi látið í sér heyra og sé ekki sama um húsið.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Slá sölu á Sigurhæðum á frest til að kanna nýjar hugmyndir Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar. 15. október 2019 16:23 Sigurhæðir og Matthías Mörg skáld hafa í tímans rás tengst Akureyri með einum eða öðrum hætti, þótt tengslin séu mismunandi. 8. október 2019 07:00 Sala Sigurhæða sett í biðstöðu Bæjarráð Akureyrar hefur falið Akureyrarstofu að skoða hugmyndir sem komið hafa fram um nýja nýtingu á Sigurhæðum, skáldahúsi Matthíasar Jochumssonar. Áætlanir bæjarstjórnar um að selja húsið hafa vakið sterkar tilfinningar í bænum. 12. október 2019 07:15 Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála. 2. október 2019 14:13 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
Slá sölu á Sigurhæðum á frest til að kanna nýjar hugmyndir Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar. 15. október 2019 16:23
Sigurhæðir og Matthías Mörg skáld hafa í tímans rás tengst Akureyri með einum eða öðrum hætti, þótt tengslin séu mismunandi. 8. október 2019 07:00
Sala Sigurhæða sett í biðstöðu Bæjarráð Akureyrar hefur falið Akureyrarstofu að skoða hugmyndir sem komið hafa fram um nýja nýtingu á Sigurhæðum, skáldahúsi Matthíasar Jochumssonar. Áætlanir bæjarstjórnar um að selja húsið hafa vakið sterkar tilfinningar í bænum. 12. október 2019 07:15
Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála. 2. október 2019 14:13