Rétturinn til að gleymast á við um stórar leitarvélar eins og Google, en ekki Landsbókasafnið.
Örn Hrafnkelsson, sviðsstjóri varðveislusviðs Landsbókasafns, hefur fengið margar fyrirspurnir frá Íslendingum á síðustu árum sem vilja fá að gleymast í tengslum við ný persónuverndarlög.
„Við höfum fengið fyrirspurnir í þó nokkur ár. Íslendingar hafa beðið um að fá að gleymast,“ segir Örn.
Landsbókasafnið er með samning við útgefendur dagblaða um að varðveita öll gögn. „Við geymum allt og fjarlægjum ekkert,“ segir Örn.
„Við höfum ekki heimild til að ritskoða efni. Ekkert fer út og við felum ekkert, annars værum við að ritskoða.“
Íslenskur sagnfræðingur segir gögn um íslenska nýnasista hverfa af netinu.
