Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Prentmets á Odda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2019 10:23 Nýtt sameinað félag heitir Prentmet Oddi. Vísir/Gva Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Prentmets á prentsmiðjunni Odda og verður nafn sameinaðs félags Prentmet Oddi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrst var greint frá kaupunum í mars síðastliðnum og var sameining fyrirtækjanna þá sögð svar við þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem íslenskur prentiðnaður stæði í þessi dægrin. Hefði hann til að mynda mátt þola óhagstæða gengis- og launaþróun sem torveldað hefði rekstur íslenskra prentverksmiðja. Það hefði til að mynda leitt til hópuppsagna eins og Oddi þurfti að grípa til í upphafi árs 2018. Í tilkynningu nú kemur fram að Prentmet Oddi verði með aðsetur að Höfðabakka 7 þar sem Oddi hefur verið til húsa. Hjá sameinuðu félagi starfa um 100 manns. „Sameinað fyrirtæki mun snúa vörn í sókn til að tryggja framleiðslu á prentverki á Íslandi til lengri tíma. Með kaupunum verður til sterkt fyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í prentverki og fyrsta flokks þjónustu, byggt á áratuga reynslu og þekkingu starfsfólks. Prentmet Oddi er leiðandi í vinnslu umbúða og eina fyrirtækið sem getur fullunnið harðspjaldabækur. Á næstu misserum verður unnið að því að styrkja tækjakost fyrirtækisins enn frekar. Fyrirtækið er Svansvottað og er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu. Stefnt er að því að vera leiðandi í umhverfis- og loftslagsmálum og halda áfram að stuðla að sjálfbærni og skógrækt,“ segir í tilkynningu. Prentsmiðjan Oddi var stofnuð 9. október 1943 af Baldri Eyþórssyni, Finnboga Rúti Valdimarssyni, Björgvini Benediktssyni og Ellert Ág. Magnússyni. Prentmet var síðan stofnað 4. apríl 1992 af hjónunum Guðmundi Ragnar Guðmundssyni og Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttir sem eiga og reka sameinað fyrirtæki. Guðmundur var á meistarasamning prentsmíði hjá Odda 1985-1988 og var Þorgeir Baldursson forstjóri, meistari hans. Samkeppnismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Prentmet kaupir prentvinnslu Odda Prentmet og Oddi hafa komist að samkomulagi um að Prentmet kaupi alla prentvinnslu Odda ásamt tækjum. 20. mars 2019 16:06 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Prentmets á prentsmiðjunni Odda og verður nafn sameinaðs félags Prentmet Oddi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrst var greint frá kaupunum í mars síðastliðnum og var sameining fyrirtækjanna þá sögð svar við þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem íslenskur prentiðnaður stæði í þessi dægrin. Hefði hann til að mynda mátt þola óhagstæða gengis- og launaþróun sem torveldað hefði rekstur íslenskra prentverksmiðja. Það hefði til að mynda leitt til hópuppsagna eins og Oddi þurfti að grípa til í upphafi árs 2018. Í tilkynningu nú kemur fram að Prentmet Oddi verði með aðsetur að Höfðabakka 7 þar sem Oddi hefur verið til húsa. Hjá sameinuðu félagi starfa um 100 manns. „Sameinað fyrirtæki mun snúa vörn í sókn til að tryggja framleiðslu á prentverki á Íslandi til lengri tíma. Með kaupunum verður til sterkt fyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í prentverki og fyrsta flokks þjónustu, byggt á áratuga reynslu og þekkingu starfsfólks. Prentmet Oddi er leiðandi í vinnslu umbúða og eina fyrirtækið sem getur fullunnið harðspjaldabækur. Á næstu misserum verður unnið að því að styrkja tækjakost fyrirtækisins enn frekar. Fyrirtækið er Svansvottað og er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu. Stefnt er að því að vera leiðandi í umhverfis- og loftslagsmálum og halda áfram að stuðla að sjálfbærni og skógrækt,“ segir í tilkynningu. Prentsmiðjan Oddi var stofnuð 9. október 1943 af Baldri Eyþórssyni, Finnboga Rúti Valdimarssyni, Björgvini Benediktssyni og Ellert Ág. Magnússyni. Prentmet var síðan stofnað 4. apríl 1992 af hjónunum Guðmundi Ragnar Guðmundssyni og Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttir sem eiga og reka sameinað fyrirtæki. Guðmundur var á meistarasamning prentsmíði hjá Odda 1985-1988 og var Þorgeir Baldursson forstjóri, meistari hans.
Samkeppnismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Prentmet kaupir prentvinnslu Odda Prentmet og Oddi hafa komist að samkomulagi um að Prentmet kaupi alla prentvinnslu Odda ásamt tækjum. 20. mars 2019 16:06 Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Prentmet kaupir prentvinnslu Odda Prentmet og Oddi hafa komist að samkomulagi um að Prentmet kaupi alla prentvinnslu Odda ásamt tækjum. 20. mars 2019 16:06