Sveik tuttugu og tvo Íslendinga á skömmum tíma á sölusíðum á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 08:30 Umræða á Bland.is frá árinu 2013 þar sem notendur vara við Jóni Birki Jónssyni. Bland.is Jón Birkir Jónsson, karlmaður á fertugsaldri búsettur á Akureyri, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir alls tuttugu og tvö fjársvikabrot sem hann framdi á netinu. Brotin voru af svipuðum toga. Hann lofaði einhverri vöru gegn greiðslu. Fólkið greiddi en varan barst aldrei. Alls urðu nítján manns fyrir barðinu á Jóni Birki á innan við einu ári en hann notaði iðulega falskt nafn í samskiptum sínum á netinu. Setti hann sig oftar en ekki í samband við fólk á netinu sem var í leit að vöru. Þóttist hann reglulega heita Sigurður Magnússon og geta reddað viðkomandi á ótrúlega sanngjörnu verði. Jón Birkir á langan brotaferil að baki og hefur samanlagt verið dæmdur í yfir tíu ára fangelsi fyrir alls kyns brot. iPod Nano og miðar á Dimmu Einn notandi auglýsti eftir iPod Nano á netinu sem Jón Birkir hafði svo samband við. Tíu þúsund krónur og málið dautt. Viðkomandi lagði inn á Jón Birki sem afhenti engan spilara. Annar var í dauðaleit að miðum á tónleika hjá Dimmu í Bæjarbíói. Tólf þúsund krónur voru lagðar inn á Jón Birki en engir miðar bárust. Sá þriðji var í leit að nagladekkjum og auglýsti eftir þeim á sölusíðunni Brask og brall á Facebook. Jón Birkir bauð sett til sölu og millifærði viðkomandi þrisvar inn á hann, 43 þúsund krónur í heildina. Engin dekk bárust enda átti Jón Birkir þau ekki til. Sá fjórði féll fyrir sama bragði nema millifærði alls 45 þúsund krónur. Fimmta fórnarlambið bauð konu nokkurri gírkassa í Toyota fólksbíl. Greiðsla barst upp á 35 þúsund krónur en enginn gírkassi. Ekki frekar en í tilfelli konu sem var í leit að nagladekkjum. Jón Birkir seti sig í samband við son hennar og millifærði hún svo 60 þúsund krónur í tveimur greiðslum án þess að verða dekkjum ríkari. Bílvél og gamaldags útvarp Sjöundi aðilinn millifærði tíu þúsund krónur til að tryggja sér rúm sem Jón Birkir þóttist eiga. Sá áttundi millifærði 80 þúsund krónur í von um að fá bílvél frá Jóni Birki. Enga bílvél var að fá frekar en gamaldags útvarp með kassettutæki sem níunda fórnarlambið greiddi 13.500 krónur fyrir. Tíundi aðilinn greiddi 50 þúsund krónur fyrir dekk, sá ellefti 23.680 króna tryggingagreiðslu fyrir kaupum á Renault Kangoo bíl og enn tókst Jóni Birki að nýta sér leit landsmanna að dekkjum þegar hann seldi vespudekk á 12 þúsund krónur án þess að afhenda nokkuð. Tveir aðilar greiddu 30 þúsund krónur fyrir dekk og felgur eftir samskipti á Facebook og sá fimmtándi fékk ekkert róðratæki frá Jóni Birki þrátt fyrir 35 þúsund króna millifærslu. Einn greiddi 45 þúsund krónur fyrir varahluti í bíl, annar 22 þúsund krónur fyrir vetrardekk og enn annar 35 þúsund krónur fyrir Playstation 4 leikjatölvu. Ekkert hljómborð var að fá fyrir 22.500 krónur frekar en varahluti á 35 þúsund krónur. Playstation 4 og matarstell Vongóður aðili um ódýra Playstation 4 tölvu þurfti að sjá á eftir 13 þúsund krónum og kona nokkur sem auglýsti eftir hlutum í matarstell sá á eftir 23 þúsund krónum. Aðeins þrír af 22 aðilum gerðu bótakröfu á hendur Jóni Birki í málinu, sem nam tæplega 70 þúsund krónur af þeim 600 þúsund krónum sem sviknar voru út úr fólki. Jón Birkir játaði sök fyrir dómi. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram afar langur brotaferill Jóns Birkis fyrir skjalafals, ránstilraun, líkamsárás, umboðssvik, fjársvik og fleira. Dómar sem nema meira en tíu ára fangelsi samanlagt. Var niðurstaðan að átján mánaða fangelsisdómur væri hæfilegur í tilfelli Jóns Birkis sem þarf að endurgreiða þeim þremur fórnarlömbum í málinu sem gerðu kröfu um bætur. Akureyri Dómsmál Netöryggi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Jón Birkir Jónsson, karlmaður á fertugsaldri búsettur á Akureyri, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir alls tuttugu og tvö fjársvikabrot sem hann framdi á netinu. Brotin voru af svipuðum toga. Hann lofaði einhverri vöru gegn greiðslu. Fólkið greiddi en varan barst aldrei. Alls urðu nítján manns fyrir barðinu á Jóni Birki á innan við einu ári en hann notaði iðulega falskt nafn í samskiptum sínum á netinu. Setti hann sig oftar en ekki í samband við fólk á netinu sem var í leit að vöru. Þóttist hann reglulega heita Sigurður Magnússon og geta reddað viðkomandi á ótrúlega sanngjörnu verði. Jón Birkir á langan brotaferil að baki og hefur samanlagt verið dæmdur í yfir tíu ára fangelsi fyrir alls kyns brot. iPod Nano og miðar á Dimmu Einn notandi auglýsti eftir iPod Nano á netinu sem Jón Birkir hafði svo samband við. Tíu þúsund krónur og málið dautt. Viðkomandi lagði inn á Jón Birki sem afhenti engan spilara. Annar var í dauðaleit að miðum á tónleika hjá Dimmu í Bæjarbíói. Tólf þúsund krónur voru lagðar inn á Jón Birki en engir miðar bárust. Sá þriðji var í leit að nagladekkjum og auglýsti eftir þeim á sölusíðunni Brask og brall á Facebook. Jón Birkir bauð sett til sölu og millifærði viðkomandi þrisvar inn á hann, 43 þúsund krónur í heildina. Engin dekk bárust enda átti Jón Birkir þau ekki til. Sá fjórði féll fyrir sama bragði nema millifærði alls 45 þúsund krónur. Fimmta fórnarlambið bauð konu nokkurri gírkassa í Toyota fólksbíl. Greiðsla barst upp á 35 þúsund krónur en enginn gírkassi. Ekki frekar en í tilfelli konu sem var í leit að nagladekkjum. Jón Birkir seti sig í samband við son hennar og millifærði hún svo 60 þúsund krónur í tveimur greiðslum án þess að verða dekkjum ríkari. Bílvél og gamaldags útvarp Sjöundi aðilinn millifærði tíu þúsund krónur til að tryggja sér rúm sem Jón Birkir þóttist eiga. Sá áttundi millifærði 80 þúsund krónur í von um að fá bílvél frá Jóni Birki. Enga bílvél var að fá frekar en gamaldags útvarp með kassettutæki sem níunda fórnarlambið greiddi 13.500 krónur fyrir. Tíundi aðilinn greiddi 50 þúsund krónur fyrir dekk, sá ellefti 23.680 króna tryggingagreiðslu fyrir kaupum á Renault Kangoo bíl og enn tókst Jóni Birki að nýta sér leit landsmanna að dekkjum þegar hann seldi vespudekk á 12 þúsund krónur án þess að afhenda nokkuð. Tveir aðilar greiddu 30 þúsund krónur fyrir dekk og felgur eftir samskipti á Facebook og sá fimmtándi fékk ekkert róðratæki frá Jóni Birki þrátt fyrir 35 þúsund króna millifærslu. Einn greiddi 45 þúsund krónur fyrir varahluti í bíl, annar 22 þúsund krónur fyrir vetrardekk og enn annar 35 þúsund krónur fyrir Playstation 4 leikjatölvu. Ekkert hljómborð var að fá fyrir 22.500 krónur frekar en varahluti á 35 þúsund krónur. Playstation 4 og matarstell Vongóður aðili um ódýra Playstation 4 tölvu þurfti að sjá á eftir 13 þúsund krónum og kona nokkur sem auglýsti eftir hlutum í matarstell sá á eftir 23 þúsund krónum. Aðeins þrír af 22 aðilum gerðu bótakröfu á hendur Jóni Birki í málinu, sem nam tæplega 70 þúsund krónur af þeim 600 þúsund krónum sem sviknar voru út úr fólki. Jón Birkir játaði sök fyrir dómi. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram afar langur brotaferill Jóns Birkis fyrir skjalafals, ránstilraun, líkamsárás, umboðssvik, fjársvik og fleira. Dómar sem nema meira en tíu ára fangelsi samanlagt. Var niðurstaðan að átján mánaða fangelsisdómur væri hæfilegur í tilfelli Jóns Birkis sem þarf að endurgreiða þeim þremur fórnarlömbum í málinu sem gerðu kröfu um bætur.
Akureyri Dómsmál Netöryggi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira