Akureyri tekur á móti yfir þúsund gestum Jón Þórisson skrifar 29. október 2019 08:52 Þorsteinn segir mikilvægt að hafa gott samstarf við atvinnulífið á Norðurlandi og fá stuðning og ráðgjöf við ráðstefnuhaldið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Búist er við að allt að 1.200 manns sæki ráðstefnu á Akureyri um málefni norðurslóða í lok mars og byrjun apríl á næsta ári. Það eru Rannsóknarmiðstöð Íslands og Háskólinn á Akureyri sem standa fyrir ráðstefnunni sem ber heitið Vísindavika norðurslóða og er hún haldin árlega. Samstarf um ráðstefnuhaldið er við mennta-, umhverfis- og utanríkisráðuneyti auk Akureyrarbæjar. Dagskrá Vísindavikunnar skiptist í þrjá meginþætti og er gert ráð fyrir að aðsókn ráðstefnugesta dreifist nokkuð á ráðstefnudagana. Federica Scarpa, sérfræðingur í heimskautarétti, er ráðstefnustjóri Vísindavikunnar. „Vísindavika norðurslóða er umfangsmesta alþjóðlega vísindaráðstefnan sem farið hefur fram á Akureyri og mun færa ferðaþjónustuaðilum á svæðinu umtalsverðar tekjur á tíma sem er annars rólegur fyrir ferðamennsku,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Rannís og formaður undirbúningsnefndar. „Það segir sig sjálft að það er í mörg horn að líta við skipulagningu svona viðburðar og margir þurfa að leggjast á eitt svo þetta takist sem best.“ Að sögn Þorsteins er ráð fyrir því gert að ráðstefnan muni meðal annars undirbúa tillögur fyrir fund vísindaráðherra norðurslóða sem haldinn verður í Japan í nóvember á næsta ári, þar sem Japan og Ísland eru gestgjafar. Hann segir að mennta- og menningarmálaráðuneytið íslenska sjái um undirbúning fundarins í Japan. „Viðburðir ráðstefnunnar fara einkum fram í húsnæði Háskólans á Akureyri en einnig verður ráðstefnuaðstaðan í Hofi nýtt.“ Þorsteinn segir að staðið verði fyrir menningardagskrá um norðurslóðir þau kvöld sem ráðstefnan stendur og sé sá hluti dagskrárinnar unninn í samstarfi við Akureyrarstofu. „Fyrir skipuleggjendur er mikilvægt að hafa gott samstarf við atvinnulífið á Norðurlandi og fá þaðan stuðning og ráðgjöf við skipulagningu.“ Hann segir þá leita eftir stuðningi frá fyrirtækjum og einkaaðilum við fjármögnun Vísindavikunnar. „Fjárstuðningur frá einkaaðilum auðveldar skipuleggjendum að innheimta hófleg ráðstefnugjöld sem eykur líkur á því að fleiri ráðstefnugestir komi og eykur þar með veltu hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu í tengslum við ráðstefnuna.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi Sjá meira
Búist er við að allt að 1.200 manns sæki ráðstefnu á Akureyri um málefni norðurslóða í lok mars og byrjun apríl á næsta ári. Það eru Rannsóknarmiðstöð Íslands og Háskólinn á Akureyri sem standa fyrir ráðstefnunni sem ber heitið Vísindavika norðurslóða og er hún haldin árlega. Samstarf um ráðstefnuhaldið er við mennta-, umhverfis- og utanríkisráðuneyti auk Akureyrarbæjar. Dagskrá Vísindavikunnar skiptist í þrjá meginþætti og er gert ráð fyrir að aðsókn ráðstefnugesta dreifist nokkuð á ráðstefnudagana. Federica Scarpa, sérfræðingur í heimskautarétti, er ráðstefnustjóri Vísindavikunnar. „Vísindavika norðurslóða er umfangsmesta alþjóðlega vísindaráðstefnan sem farið hefur fram á Akureyri og mun færa ferðaþjónustuaðilum á svæðinu umtalsverðar tekjur á tíma sem er annars rólegur fyrir ferðamennsku,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Rannís og formaður undirbúningsnefndar. „Það segir sig sjálft að það er í mörg horn að líta við skipulagningu svona viðburðar og margir þurfa að leggjast á eitt svo þetta takist sem best.“ Að sögn Þorsteins er ráð fyrir því gert að ráðstefnan muni meðal annars undirbúa tillögur fyrir fund vísindaráðherra norðurslóða sem haldinn verður í Japan í nóvember á næsta ári, þar sem Japan og Ísland eru gestgjafar. Hann segir að mennta- og menningarmálaráðuneytið íslenska sjái um undirbúning fundarins í Japan. „Viðburðir ráðstefnunnar fara einkum fram í húsnæði Háskólans á Akureyri en einnig verður ráðstefnuaðstaðan í Hofi nýtt.“ Þorsteinn segir að staðið verði fyrir menningardagskrá um norðurslóðir þau kvöld sem ráðstefnan stendur og sé sá hluti dagskrárinnar unninn í samstarfi við Akureyrarstofu. „Fyrir skipuleggjendur er mikilvægt að hafa gott samstarf við atvinnulífið á Norðurlandi og fá þaðan stuðning og ráðgjöf við skipulagningu.“ Hann segir þá leita eftir stuðningi frá fyrirtækjum og einkaaðilum við fjármögnun Vísindavikunnar. „Fjárstuðningur frá einkaaðilum auðveldar skipuleggjendum að innheimta hófleg ráðstefnugjöld sem eykur líkur á því að fleiri ráðstefnugestir komi og eykur þar með veltu hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu í tengslum við ráðstefnuna.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent