Matthías: Algjör draumur Þór Símon Hafþórsson skrifar 10. október 2019 21:43 Matthías Orri er hér til hægri. vísir/vilhelm „Við náðum að læsa þeim algjörlega í 3. leikhluta varnarlega. Mér fannst við vera með þá frá byrjun. Við þurfum að fjölga þessum mínútum þar sem við skellum í lás á lið,“ sagði ánægður Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður KR eftir öruggan, 102-84, sigur liðsins á Haukum í Vesturbænum í kvöld.Matthías átti frábæran leik og skoraði 22 stig þar sem hann var með 77% skotnýtingu sem verður að teljast ansi gott. „Mér gekk vel í þetta skiptið. Ég hitti illa í fyrsta leik en þetta gengur oft svona í byrjun móts. Þá er maður ekki alveg nógu stabíll. Ég var ánægður að hitta vel og stefni á að gera það í næsta leik líka.“ Matthías er auðvitað ekki eini Sigurðarson í KR í dag en eldri bróðir hans, Jakob Örn Sigurðarson, snéri aftur í KR úr atvinnumennskunni í Svíþjóð eftir 10 ára fjarveru frá Vesturbæjarliðinu. En Matthías gekk einnig til liðs við KR í sumar eftir að spila með ÍR frá árinu 2013. En hvernig er að spila á vellinum með stóra bróðir? „Það er ógeðslega gaman. Gaman líka að spila með svona mörgum gömlum körfuboltamönnum sem eru með svona góða körfubolta IQ. Mjög sjaldan sem einhver tekur rangar ákvarðanir og allt er mjög afslappað,“ sagði Matthías og hélt áfram. „Ég er mjög ánægður að vera kominn í Vesturbæinn. Þetta er minn heimabær. Þetta er félagið mitt og ég er gjörsamlega að elska að spila fyrir þá.“ Það er nóg af reynslu í KR og Matthías kveðst ætla sér að nýta tækifærið og læra af reynsluboltunum. „Það eru allskonar hlutir sem maður er að læra. Sérstaklega varnarlega. Jón Arnór er auðvitað einn besti varnarmaður sem Ísland hefur átt. Ég er bara að njóta þess að spila með þeim. Þetta er bara algjör draumur.“ Það er væntanlega þægilegra að spila með þeim í KR en á móti þeim? „Já,“ sagði Matthías hlæjandi. „Miklu þægilegra!“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
„Við náðum að læsa þeim algjörlega í 3. leikhluta varnarlega. Mér fannst við vera með þá frá byrjun. Við þurfum að fjölga þessum mínútum þar sem við skellum í lás á lið,“ sagði ánægður Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður KR eftir öruggan, 102-84, sigur liðsins á Haukum í Vesturbænum í kvöld.Matthías átti frábæran leik og skoraði 22 stig þar sem hann var með 77% skotnýtingu sem verður að teljast ansi gott. „Mér gekk vel í þetta skiptið. Ég hitti illa í fyrsta leik en þetta gengur oft svona í byrjun móts. Þá er maður ekki alveg nógu stabíll. Ég var ánægður að hitta vel og stefni á að gera það í næsta leik líka.“ Matthías er auðvitað ekki eini Sigurðarson í KR í dag en eldri bróðir hans, Jakob Örn Sigurðarson, snéri aftur í KR úr atvinnumennskunni í Svíþjóð eftir 10 ára fjarveru frá Vesturbæjarliðinu. En Matthías gekk einnig til liðs við KR í sumar eftir að spila með ÍR frá árinu 2013. En hvernig er að spila á vellinum með stóra bróðir? „Það er ógeðslega gaman. Gaman líka að spila með svona mörgum gömlum körfuboltamönnum sem eru með svona góða körfubolta IQ. Mjög sjaldan sem einhver tekur rangar ákvarðanir og allt er mjög afslappað,“ sagði Matthías og hélt áfram. „Ég er mjög ánægður að vera kominn í Vesturbæinn. Þetta er minn heimabær. Þetta er félagið mitt og ég er gjörsamlega að elska að spila fyrir þá.“ Það er nóg af reynslu í KR og Matthías kveðst ætla sér að nýta tækifærið og læra af reynsluboltunum. „Það eru allskonar hlutir sem maður er að læra. Sérstaklega varnarlega. Jón Arnór er auðvitað einn besti varnarmaður sem Ísland hefur átt. Ég er bara að njóta þess að spila með þeim. Þetta er bara algjör draumur.“ Það er væntanlega þægilegra að spila með þeim í KR en á móti þeim? „Já,“ sagði Matthías hlæjandi. „Miklu þægilegra!“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
Leik lokið: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00