Pavel: Við erum ekki lið Gabríel Sighvatsson skrifar 10. október 2019 22:32 Pavel Ermolinskij. vísir Pavel Ermolinskij, leikmanni Vals, leið vel með að ná í tvö stig þrátt fyrir erfiðan leik. „Mjög vel, að sjálfsögðu! Við erum í þeirri stöðu að við erum lið sem þarf að vinna leiki, sérstaklega á móti liðum sem eru í okkar hluta deildarinnar.“ Pavel lá greinilega mikið á hjarta. Hann var ekki að skafa af hlutunum aðspurður út í frammistöðu liðsins er undirritaður minntist á að hún hefði getað verið betri. „Þú ert góður þarna! Hún var langt frá því að vera góð. Hún var ekki ágæt, hún var bara slök. Ég er tilbúinn til þess að fórna einhverjum sigrum og einhverjum töpum ef að við erum að vinna að einhverju og við megum ekki festast í þessu hugarfari að reyna að vinna leiki endalaust.“ sagði Pavel og hélt áfram að gagnrýna hugarfarið í liðinu. „Þó að þetta snúist að sjálfsögðu um um það, þá þurfum við að hugsa lengra fram í tímann og hvað við erum að reyna að byggja upp hérna í þessu liði. Við erum ekki nógu góðir til að klöngra okkur úr hverjum einasta leik. Við þurfum að komast á stað þar sem við áttum okkur á því hvar við erum, í hverju við erum góðir, hvað við ætlum að gera og svo förum við út frá því. Það eru bara tveir leiki búnir en þeir hafa spilast mjög svipað.“ Ágúst Björgvinsson, þjálfari liðsins, sagði að Pavel hefði kveikt í mannskapnum í byrjun 4. leikhluta en Pavel gat varla talist ánægður með það. „Ég er ekki alveg viss með það... Hvað á ég að segja? Það á ekki að þurfa þess, segi ég. Það á ekki að þurfa þess að öskra og garga og kveikja í mönnum. Við eigum bara að sýna meiri metnað og stolt en að þurfa að láta öskra á okkur og þurfa að gíra sig upp í hluti.“ „Þetta er ekki til framdráttar. Ef við ætlum að treysta á það að ég komi inn í 3. leikhluta og öskri á einhvern til að við byrjum að spila vel þá erum við í slæmum málum.“ Þrátt fyrir slæma frammistöðu í fyrri hálfleik þá náði Valur að klára verkefnið í kvöld sem er mikilvægt að mati Pavels. „Það er það jákvæða. Báðir þessir leikir, á móti Fjölni og í kvöld, við spilum ekki vel en getum klárað leiki. Það er mjög sterkur hæfileiki. Það er hæfileiki sem þú kemst ekki langt án. Fyrst við höfum hann þá þurfum við að bæta í hitt en þessi eiginleiki er mjög mikilvægur.“ Pavel var ánægður með uppskeruna en ítrekaði að hugarfarið þarfnast breytinga. „Eins og ég segi, við erum ekki lið. Þótt við viljum komast þangað, í dag erum við ekki lið sem getur tekið neinum sigrum sem sjálfsögðum hlut. Tveir sigrar í tveimur leikjum er frábært fyrir okkur, ég er mjög ánægður.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 87-73 Þór Þ. | Valsmenn tryggðu stigin með frábærum 4. leikhluta Þórsarar voru með leikinn í hendi sér en ótrúlegur 4. leikhluti tryggði Valsmönnum sigur. 10. október 2019 22:15 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij, leikmanni Vals, leið vel með að ná í tvö stig þrátt fyrir erfiðan leik. „Mjög vel, að sjálfsögðu! Við erum í þeirri stöðu að við erum lið sem þarf að vinna leiki, sérstaklega á móti liðum sem eru í okkar hluta deildarinnar.“ Pavel lá greinilega mikið á hjarta. Hann var ekki að skafa af hlutunum aðspurður út í frammistöðu liðsins er undirritaður minntist á að hún hefði getað verið betri. „Þú ert góður þarna! Hún var langt frá því að vera góð. Hún var ekki ágæt, hún var bara slök. Ég er tilbúinn til þess að fórna einhverjum sigrum og einhverjum töpum ef að við erum að vinna að einhverju og við megum ekki festast í þessu hugarfari að reyna að vinna leiki endalaust.“ sagði Pavel og hélt áfram að gagnrýna hugarfarið í liðinu. „Þó að þetta snúist að sjálfsögðu um um það, þá þurfum við að hugsa lengra fram í tímann og hvað við erum að reyna að byggja upp hérna í þessu liði. Við erum ekki nógu góðir til að klöngra okkur úr hverjum einasta leik. Við þurfum að komast á stað þar sem við áttum okkur á því hvar við erum, í hverju við erum góðir, hvað við ætlum að gera og svo förum við út frá því. Það eru bara tveir leiki búnir en þeir hafa spilast mjög svipað.“ Ágúst Björgvinsson, þjálfari liðsins, sagði að Pavel hefði kveikt í mannskapnum í byrjun 4. leikhluta en Pavel gat varla talist ánægður með það. „Ég er ekki alveg viss með það... Hvað á ég að segja? Það á ekki að þurfa þess, segi ég. Það á ekki að þurfa þess að öskra og garga og kveikja í mönnum. Við eigum bara að sýna meiri metnað og stolt en að þurfa að láta öskra á okkur og þurfa að gíra sig upp í hluti.“ „Þetta er ekki til framdráttar. Ef við ætlum að treysta á það að ég komi inn í 3. leikhluta og öskri á einhvern til að við byrjum að spila vel þá erum við í slæmum málum.“ Þrátt fyrir slæma frammistöðu í fyrri hálfleik þá náði Valur að klára verkefnið í kvöld sem er mikilvægt að mati Pavels. „Það er það jákvæða. Báðir þessir leikir, á móti Fjölni og í kvöld, við spilum ekki vel en getum klárað leiki. Það er mjög sterkur hæfileiki. Það er hæfileiki sem þú kemst ekki langt án. Fyrst við höfum hann þá þurfum við að bæta í hitt en þessi eiginleiki er mjög mikilvægur.“ Pavel var ánægður með uppskeruna en ítrekaði að hugarfarið þarfnast breytinga. „Eins og ég segi, við erum ekki lið. Þótt við viljum komast þangað, í dag erum við ekki lið sem getur tekið neinum sigrum sem sjálfsögðum hlut. Tveir sigrar í tveimur leikjum er frábært fyrir okkur, ég er mjög ánægður.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 87-73 Þór Þ. | Valsmenn tryggðu stigin með frábærum 4. leikhluta Þórsarar voru með leikinn í hendi sér en ótrúlegur 4. leikhluti tryggði Valsmönnum sigur. 10. október 2019 22:15 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur 87-73 Þór Þ. | Valsmenn tryggðu stigin með frábærum 4. leikhluta Þórsarar voru með leikinn í hendi sér en ótrúlegur 4. leikhluti tryggði Valsmönnum sigur. 10. október 2019 22:15