Það þarf að fylla skarð fyrirliðans Hjörvar Ólafsson skrifar 11. október 2019 14:00 Strákarnir okkar í landsliðinu létu kuldalegar aðstæður á Laugardalsvelli ekki trufla sig í undirbúningnum fyrir leikinn í gær. Fréttablaðið/Anton Brink Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær Frakkland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í kvöld en leikurinn er liður í sjöttu umferð í undankeppni EM 2020. Eftir tap íslenska liðsins í Albaníu í síðustu umferð er meiri pressa á að næla í stig í þessum leik ætli liðið sér að komast beint í lokakeppni mótsins. Það er hins vegar óraunhæft að ætlast til þess að íslenska liðið vinni Frakkland í fyrsta skipti í sögunni. Bjartsýnin jókst ekki þegar fregnir bárust af því að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefði meiðst og gæti ekki leikið í þessum leik. Sú staðreynd að Ísland hefur undanfarin ár náð hagstæðum úrslitum á móti öflugum liðum, þá sérstaklega á heimavelli, vekur hins vegar von í brjósti stuðningsmanna íslenska liðsins. Erik Hamrén, þjálfari Íslands, og Gylfi Þór Sigurðsson sem verður fyrirliði í stað Arons Einars ræddu það einmitt á blaðamannafundi í gær að liðið þyrfti að hafa meiri trú á sigri en það hafði í fyrri leik liðanna í undankeppninni. Þá minntu þeir á að Ísland væri erfitt heim að sækja og leikmenn liðsins hefðu skapað góðar minningar með frábærri frammistöðu á móti bestu liðum heims síðustu ár og vonandi yrði kvöldstundin í kvöld eftirminnileg á jákvæðan hátt. Gylfi Þór sagði að meiðsli Arons Einars gerðu það að verkum að einhver leikmaður fengi kjörið tækifæri til þess að stimpla sig inn í liðið með góðri spilamennsku. Góður leikur á morgun gæti tryggt byrjunarliðssæti í þeim leikjum sem eftir eru í undankeppninni þar sem ólíklegt væri að Aron Einar myndi komast aftur inn á knattspyrnuvöllinn áður en undankeppninni lyki.Nokkrir möguleikar á samsetningu á miðjunni Mestu spurningarmerkin við það hvernig Hamrén og Freyr Alexandersson muni stilla upp liðinu annað kvöld eru hvernig miðjan verður samsett og hver leiðir liðið í fremstu víglínu. Hannes Þór Halldórsson verður að vanda milli stanganna í markinu og líklegt er að varnarlínan verði eins skipuð og í tapinu fyrir Albaníu. Það er með Ara Frey Skúlason, Kára Árnason, Ragnar Sigurðsson og Hjört Hermannsson innanborðs. Birkir Már Sævarsson er kominn aftur inn í hópinn en hann sagði það sjálfur í vikunni að hann byggist við því að byrja á bekknum. Inni á miðjunni koma tveir kostir helst til greinar til þess að fylla skarð Arons Einar sem varnartengiliður. Það er Birkir Bjarnason og svo Guðlaugur Victor Pálsson sem hlotið hefur lof fyrir hvernig hann hefur spilað fyrir þýska B-deildarliðið Darmstadt. Gylfi Þór Sigurðsson mun leika sem sóknartengiliður en sem miðvallarleikmenn koma Emil Hallfreðsson og Rúnar Már Sigurjónsson sem lék á vængnum í Albaníu til greina. Jóhann Berg Guðmundsson er svo búinn að ná sér af þeim meiðslum sem héldu honum út úr leikjunum gegn Moldóvu og Albaníu og hann verður á öðrum kantinum. Arnór Ingvi Traustason eða Rúnar Már Sigurjónsson verða svo að öllum líkindum í hinni kantstöðunni.Þrír leikmenn koma helst til greina í framlínunni Það er svo spurning hvort Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Sigþórsson eða Jón Daði Böðvarsson fá það hlutverk að leika sem fremsti maður liðsins. Alfreð er nýkominn til baka eftir að hafa glímt við meiðsli, en hann er góður að fá boltann í fætur og stinga sér bak við varnir andstæðinganna með klókum hlaupum. Kolbeinn skoraði í báðum leikjunum í síðasta legg undankeppninnar og kemur sterklega til greina. Jón Daði hefur hins vegar leikið vel í síðustu leikjum landsliðsins og hentar liðinu vel taktískt séð. Þrátt fyrir að hafa ekki skorað í undankeppninni hentar Jón Daði leikstíl íslenska liðsins vel. Svo gætu Hamrén og Freyr einnig leikið leikerfið 4-4-2 með Alfreð, Kolbein eða Jón Daða í fremstu víglínu og Gylfa Þór sem hluta af tveggja manna miðju. Það verður spennandi að sjá hver liðsuppstillingin verður og svo hvernig þeim leikmönnum sem hljóta náð fyrir augum þjálfaranna tekst upp gegn ríkjandi heimsmeisturum. Stig væru vel þegin til þess að aðstoða þjóðarsálina við að takast á við veturinn sem er að skella á. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær Frakkland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í kvöld en leikurinn er liður í sjöttu umferð í undankeppni EM 2020. Eftir tap íslenska liðsins í Albaníu í síðustu umferð er meiri pressa á að næla í stig í þessum leik ætli liðið sér að komast beint í lokakeppni mótsins. Það er hins vegar óraunhæft að ætlast til þess að íslenska liðið vinni Frakkland í fyrsta skipti í sögunni. Bjartsýnin jókst ekki þegar fregnir bárust af því að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefði meiðst og gæti ekki leikið í þessum leik. Sú staðreynd að Ísland hefur undanfarin ár náð hagstæðum úrslitum á móti öflugum liðum, þá sérstaklega á heimavelli, vekur hins vegar von í brjósti stuðningsmanna íslenska liðsins. Erik Hamrén, þjálfari Íslands, og Gylfi Þór Sigurðsson sem verður fyrirliði í stað Arons Einars ræddu það einmitt á blaðamannafundi í gær að liðið þyrfti að hafa meiri trú á sigri en það hafði í fyrri leik liðanna í undankeppninni. Þá minntu þeir á að Ísland væri erfitt heim að sækja og leikmenn liðsins hefðu skapað góðar minningar með frábærri frammistöðu á móti bestu liðum heims síðustu ár og vonandi yrði kvöldstundin í kvöld eftirminnileg á jákvæðan hátt. Gylfi Þór sagði að meiðsli Arons Einars gerðu það að verkum að einhver leikmaður fengi kjörið tækifæri til þess að stimpla sig inn í liðið með góðri spilamennsku. Góður leikur á morgun gæti tryggt byrjunarliðssæti í þeim leikjum sem eftir eru í undankeppninni þar sem ólíklegt væri að Aron Einar myndi komast aftur inn á knattspyrnuvöllinn áður en undankeppninni lyki.Nokkrir möguleikar á samsetningu á miðjunni Mestu spurningarmerkin við það hvernig Hamrén og Freyr Alexandersson muni stilla upp liðinu annað kvöld eru hvernig miðjan verður samsett og hver leiðir liðið í fremstu víglínu. Hannes Þór Halldórsson verður að vanda milli stanganna í markinu og líklegt er að varnarlínan verði eins skipuð og í tapinu fyrir Albaníu. Það er með Ara Frey Skúlason, Kára Árnason, Ragnar Sigurðsson og Hjört Hermannsson innanborðs. Birkir Már Sævarsson er kominn aftur inn í hópinn en hann sagði það sjálfur í vikunni að hann byggist við því að byrja á bekknum. Inni á miðjunni koma tveir kostir helst til greinar til þess að fylla skarð Arons Einar sem varnartengiliður. Það er Birkir Bjarnason og svo Guðlaugur Victor Pálsson sem hlotið hefur lof fyrir hvernig hann hefur spilað fyrir þýska B-deildarliðið Darmstadt. Gylfi Þór Sigurðsson mun leika sem sóknartengiliður en sem miðvallarleikmenn koma Emil Hallfreðsson og Rúnar Már Sigurjónsson sem lék á vængnum í Albaníu til greina. Jóhann Berg Guðmundsson er svo búinn að ná sér af þeim meiðslum sem héldu honum út úr leikjunum gegn Moldóvu og Albaníu og hann verður á öðrum kantinum. Arnór Ingvi Traustason eða Rúnar Már Sigurjónsson verða svo að öllum líkindum í hinni kantstöðunni.Þrír leikmenn koma helst til greina í framlínunni Það er svo spurning hvort Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Sigþórsson eða Jón Daði Böðvarsson fá það hlutverk að leika sem fremsti maður liðsins. Alfreð er nýkominn til baka eftir að hafa glímt við meiðsli, en hann er góður að fá boltann í fætur og stinga sér bak við varnir andstæðinganna með klókum hlaupum. Kolbeinn skoraði í báðum leikjunum í síðasta legg undankeppninnar og kemur sterklega til greina. Jón Daði hefur hins vegar leikið vel í síðustu leikjum landsliðsins og hentar liðinu vel taktískt séð. Þrátt fyrir að hafa ekki skorað í undankeppninni hentar Jón Daði leikstíl íslenska liðsins vel. Svo gætu Hamrén og Freyr einnig leikið leikerfið 4-4-2 með Alfreð, Kolbein eða Jón Daða í fremstu víglínu og Gylfa Þór sem hluta af tveggja manna miðju. Það verður spennandi að sjá hver liðsuppstillingin verður og svo hvernig þeim leikmönnum sem hljóta náð fyrir augum þjálfaranna tekst upp gegn ríkjandi heimsmeisturum. Stig væru vel þegin til þess að aðstoða þjóðarsálina við að takast á við veturinn sem er að skella á.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja Sjá meira