Heilbrigðisráðherra segir stöðuna á Reykjalundi áhyggjuefni og telur mikilvægt að koma ró á það góða starf sem þar er unnið. Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinu. Rætt verður við Svandísi Svavarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Einnig verður rætt við Georg, mann á sjötugsaldri frá Rúmeníu, sem hefur betlað á götum Reykjavíkur frá því snemma í sumar. Lögregla segir að þrátt fyrir að betlarar séu að verða algengari sjón í borginni þá hafi lögregla lítil afskipti af þeim.
Við verðum í beinni útsendingu frá þingi Hringborðs norðurslóða, ræðum við ráðherra húsnæðismála um samræmdar aðgerðir Norðurlandanna um að dregið verði úr losun koltvísýrings frá húsnæði og byggingariðnaði og við verður í Húsavík þar sem stórstjörnur sem leika í Eurovision-mynd Will Ferrell hafa búið um sig.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.
