Færeyingar eignast stóran hluta af laxeldi Skotlands Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2019 14:45 Bakkafrost hefur stundað sjókvíaeldi í Færeyjum í 40 ár. Myndin er frá Hvannasundi. Mynd/Bakkafrost. Færeyska fyrirtækið Bakkafrost hefur eignast 78 prósenta hlut í næst stærsta fiskeldisfyrirtæki Skotlands, The Scottish Salmon Company. Skoska fyrirtækið er með eldiskvíar á um 60 stöðum í Skotlandi og með yfir 600 starfsmenn. Það framleiddi um 30 þúsund tonn af laxi í fyrra, eða um 22 prósent af heildarframleiðslu Skota á eldislaxi. Aðeins Mowi, áður Marine Harvest, er stærra. Bakkafrost keypti í nýliðinni viku 9 prósenta hlut í skoska fyrirtækinu til viðbótar við 69 prósenta hlut, sem það keypti hálfum mánuði fyrr, en við það myndaðist yfirtökuskylda á öllum hlutabréfum. Heildarkaupverð alls fyrirtækisins er 517 milljónir punda, eða sem svarar 82 milljörðum íslenskra króna. Skoska eldisfyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Edinborg, státar sig af því að hafa forskot á keppinauta sína með aðgengi sínu að erfðaefni hins staðbundna Suðureyjalax, eða Hebridean-laxinum. Sá stofn er sagður sterkari, grennri og stinnari en Atlantshafslaxinn, sem er algengari í laxeldinu, að því er fram kemur í frétt BBC um kaupin.Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti höfuðstöðvar Bakkafrosts vorið 2017. Bæjarstjóri Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, bauð forsetahjónin velkomin til bæjarins Glyvrar. Forstjóri Bakkafrosts, Regin Jacobsen, stendur vinstramegin við bæjarstjórann.Mynd/Kringvarp Færeyja.Bakkafrost er stærsta fyrirtæki Færeyja, með um eittþúsund starfsmenn. Það byrjaði sem lítið fjölskyldufyrirtæki þriggja bræðra árið 1968 í kringum síldveiðar og síldarvinnslu en sneri sér að sjókvíaeldi árið 1979. Bakkafrost hefur síðan verið leiðandi í því að gera laxeldi að stærsta útflutningsatvinnuvegi Færeyinga og taldist fyrir kaupin á skoska fyrirtækinu vera áttunda stærsta eldisfyrirtæki heims. Fyrirtækið er skráð í kauphöllinni í Osló og eru hluthafar yfir þrjúþúsund talsins í 22 löndum. Stærstu eigendur eru forstjórinn Regin Jacobsen, með 9,2 prósenta hlut, og móðir hans, Oddvør Jacobsen, með 9,4 prósenta hlut, en með eignarhlutum sínum teljast þau vera ríkustu Færeyingar sögunnar. Þess má geta að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kynnti sér starfsemi Bakkafrosts í heimsókn sinni til Færeyja vorið 2017, og þá töluðu menn saman á íslensku og færeysku, eins og heyra má í þessari frétt Stöðvar 2: Fiskeldi Færeyjar Skotland Tengdar fréttir Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Færeyingar skráðir í Noregi Gengi hlutabréfa færeyska fiskeldisfélagsins Bakkafrosts endaði í 33,8 norskum krónum á hlut í norsku kauphöllinni á föstudag. Þetta var fyrsti viðskiptadagur með bréfin og hækkaði gengi þeirra um níu prósent frá útboði. 29. mars 2010 04:00 Flokkunartæki selt til Færeyja Marel hefur samið við færeyska laxaframleiðandann Bakkafrost um afhendingu á búnaði í nýja laxavinnslu fyrirtækisins. 17. desember 2014 08:00 Færeyjabanki hagnast um tæpa 9 milljarða Færeyjabanki hefur hagnast um 380 milljónir danskra kr. eða tæpa 9 milljarða kr. á skráningu fiskeldisfélagsins Bakkafrost í kauphöllinni í Osló. 24. mars 2010 15:08 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Færeyska fyrirtækið Bakkafrost hefur eignast 78 prósenta hlut í næst stærsta fiskeldisfyrirtæki Skotlands, The Scottish Salmon Company. Skoska fyrirtækið er með eldiskvíar á um 60 stöðum í Skotlandi og með yfir 600 starfsmenn. Það framleiddi um 30 þúsund tonn af laxi í fyrra, eða um 22 prósent af heildarframleiðslu Skota á eldislaxi. Aðeins Mowi, áður Marine Harvest, er stærra. Bakkafrost keypti í nýliðinni viku 9 prósenta hlut í skoska fyrirtækinu til viðbótar við 69 prósenta hlut, sem það keypti hálfum mánuði fyrr, en við það myndaðist yfirtökuskylda á öllum hlutabréfum. Heildarkaupverð alls fyrirtækisins er 517 milljónir punda, eða sem svarar 82 milljörðum íslenskra króna. Skoska eldisfyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Edinborg, státar sig af því að hafa forskot á keppinauta sína með aðgengi sínu að erfðaefni hins staðbundna Suðureyjalax, eða Hebridean-laxinum. Sá stofn er sagður sterkari, grennri og stinnari en Atlantshafslaxinn, sem er algengari í laxeldinu, að því er fram kemur í frétt BBC um kaupin.Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti höfuðstöðvar Bakkafrosts vorið 2017. Bæjarstjóri Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, bauð forsetahjónin velkomin til bæjarins Glyvrar. Forstjóri Bakkafrosts, Regin Jacobsen, stendur vinstramegin við bæjarstjórann.Mynd/Kringvarp Færeyja.Bakkafrost er stærsta fyrirtæki Færeyja, með um eittþúsund starfsmenn. Það byrjaði sem lítið fjölskyldufyrirtæki þriggja bræðra árið 1968 í kringum síldveiðar og síldarvinnslu en sneri sér að sjókvíaeldi árið 1979. Bakkafrost hefur síðan verið leiðandi í því að gera laxeldi að stærsta útflutningsatvinnuvegi Færeyinga og taldist fyrir kaupin á skoska fyrirtækinu vera áttunda stærsta eldisfyrirtæki heims. Fyrirtækið er skráð í kauphöllinni í Osló og eru hluthafar yfir þrjúþúsund talsins í 22 löndum. Stærstu eigendur eru forstjórinn Regin Jacobsen, með 9,2 prósenta hlut, og móðir hans, Oddvør Jacobsen, með 9,4 prósenta hlut, en með eignarhlutum sínum teljast þau vera ríkustu Færeyingar sögunnar. Þess má geta að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kynnti sér starfsemi Bakkafrosts í heimsókn sinni til Færeyja vorið 2017, og þá töluðu menn saman á íslensku og færeysku, eins og heyra má í þessari frétt Stöðvar 2:
Fiskeldi Færeyjar Skotland Tengdar fréttir Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Færeyingar skráðir í Noregi Gengi hlutabréfa færeyska fiskeldisfélagsins Bakkafrosts endaði í 33,8 norskum krónum á hlut í norsku kauphöllinni á föstudag. Þetta var fyrsti viðskiptadagur með bréfin og hækkaði gengi þeirra um níu prósent frá útboði. 29. mars 2010 04:00 Flokkunartæki selt til Færeyja Marel hefur samið við færeyska laxaframleiðandann Bakkafrost um afhendingu á búnaði í nýja laxavinnslu fyrirtækisins. 17. desember 2014 08:00 Færeyjabanki hagnast um tæpa 9 milljarða Færeyjabanki hefur hagnast um 380 milljónir danskra kr. eða tæpa 9 milljarða kr. á skráningu fiskeldisfélagsins Bakkafrost í kauphöllinni í Osló. 24. mars 2010 15:08 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00
Færeyingar skráðir í Noregi Gengi hlutabréfa færeyska fiskeldisfélagsins Bakkafrosts endaði í 33,8 norskum krónum á hlut í norsku kauphöllinni á föstudag. Þetta var fyrsti viðskiptadagur með bréfin og hækkaði gengi þeirra um níu prósent frá útboði. 29. mars 2010 04:00
Flokkunartæki selt til Færeyja Marel hefur samið við færeyska laxaframleiðandann Bakkafrost um afhendingu á búnaði í nýja laxavinnslu fyrirtækisins. 17. desember 2014 08:00
Færeyjabanki hagnast um tæpa 9 milljarða Færeyjabanki hefur hagnast um 380 milljónir danskra kr. eða tæpa 9 milljarða kr. á skráningu fiskeldisfélagsins Bakkafrost í kauphöllinni í Osló. 24. mars 2010 15:08