„Mér þykir endalaust vænt um hana“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. október 2019 19:30 Kvíðinn hefur minnkað og hún veitir mér bara svo mikla gleði. Þetta segir kona sem nýlega eignaðist dúkkubarn en nokkrar seinfærar íslenskar konur hafa að undanförnu fengið sér dúkkur sem þær líta á sem börnin sín. „Ég var búin að skoða svona dúkkur á Youtube og ég sá að þær voru að hjálpa fólki sem voru með heilabilun og fólki sem gæti ekki eignast börn, eins og ég. Ég get ekki eignast barn,“ segir Dagmar Ósk Héðinsdóttir. Dagmar, sem er með einhverfu, væga þroskahömlun og kvíða, er ein nokkurra íslenskra kvenna sem hafa að undanförnu fengið sé dúkkur sem þær kalla dúkkubörn. Dúkkubörnin hafa vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en konurnar hafa talað mikið um þær á Facebook og Snapchat. Þá fjallaði Stundin ítarlega um dúkkubörnin í dag. Dagmar segist þekkja fimm aðrar konur sem eigi dúkkubarn en að hún hafi verið með þeim fyrstu. Hún fékk Hörpu Sól í nóvember í fyrra og er hún því ellefu mánaða gömul. Dagmar segir að það hafi breytt miklu fyrir sig að eignast Hörpu Sól. „Ég er ekki eins kvíðin og ég hef verið glaðari og opnari og mér finnst bara gaman að vera til,“ segir Dagmar. „Á morgnana er Harpa Sól bara sofandi á meðan ég fer í vinnuna. Svo tek ég hana og fer með hana í göngutúr í vagninum þegar ég er búin í vinnunni," segir Dagmar. Þá þurfi að skipta á henni og þvo af henni þvottinn. „Ég er líka með dúkkustrák sem heitir Ægir Máni, hann er fjögurra ára gamall,“ segir Dagmar og bætir við að hún sjái ekki fyrir sér að fá sér fleiri dúkkubörn. „Mér finnst þetta alveg nóg í bili,“ segir Dagmar og hlær. Hún segist hafa fengið nokkur fordómafull skilaboð í gegn um Facebook en hún ætlar ekki að láta það á sig fá. Hana hafi alltaf dreymt um að eiga barn og sé nú alsæl. „Mér þykir endalaust vænt um hana, hún veitir mér svo mikla gleði og ánægju og það er gott að hugsa um hana, maður heldur að maður sé að hugsa um eigið barn. Hún er bara eins og litla barnið mitt,“ segir Dagmar. Börn og uppeldi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
Kvíðinn hefur minnkað og hún veitir mér bara svo mikla gleði. Þetta segir kona sem nýlega eignaðist dúkkubarn en nokkrar seinfærar íslenskar konur hafa að undanförnu fengið sér dúkkur sem þær líta á sem börnin sín. „Ég var búin að skoða svona dúkkur á Youtube og ég sá að þær voru að hjálpa fólki sem voru með heilabilun og fólki sem gæti ekki eignast börn, eins og ég. Ég get ekki eignast barn,“ segir Dagmar Ósk Héðinsdóttir. Dagmar, sem er með einhverfu, væga þroskahömlun og kvíða, er ein nokkurra íslenskra kvenna sem hafa að undanförnu fengið sé dúkkur sem þær kalla dúkkubörn. Dúkkubörnin hafa vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en konurnar hafa talað mikið um þær á Facebook og Snapchat. Þá fjallaði Stundin ítarlega um dúkkubörnin í dag. Dagmar segist þekkja fimm aðrar konur sem eigi dúkkubarn en að hún hafi verið með þeim fyrstu. Hún fékk Hörpu Sól í nóvember í fyrra og er hún því ellefu mánaða gömul. Dagmar segir að það hafi breytt miklu fyrir sig að eignast Hörpu Sól. „Ég er ekki eins kvíðin og ég hef verið glaðari og opnari og mér finnst bara gaman að vera til,“ segir Dagmar. „Á morgnana er Harpa Sól bara sofandi á meðan ég fer í vinnuna. Svo tek ég hana og fer með hana í göngutúr í vagninum þegar ég er búin í vinnunni," segir Dagmar. Þá þurfi að skipta á henni og þvo af henni þvottinn. „Ég er líka með dúkkustrák sem heitir Ægir Máni, hann er fjögurra ára gamall,“ segir Dagmar og bætir við að hún sjái ekki fyrir sér að fá sér fleiri dúkkubörn. „Mér finnst þetta alveg nóg í bili,“ segir Dagmar og hlær. Hún segist hafa fengið nokkur fordómafull skilaboð í gegn um Facebook en hún ætlar ekki að láta það á sig fá. Hana hafi alltaf dreymt um að eiga barn og sé nú alsæl. „Mér þykir endalaust vænt um hana, hún veitir mér svo mikla gleði og ánægju og það er gott að hugsa um hana, maður heldur að maður sé að hugsa um eigið barn. Hún er bara eins og litla barnið mitt,“ segir Dagmar.
Börn og uppeldi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira