Margar kynslóðir saman í hádegismat Ari Brynjólfsson skrifar 18. október 2019 06:00 Ungir sem aldnir fá sér hádegismat í Herðubreið. Mynd/Svandís Egilsdóttir Lífleg stemning er nú í hádeginu í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði þar sem grunnskólabörn borða hádegismat með öðrum bæjarbúum. Hefur þetta nú staðið yfir í viku, eða frá því að leysa þurfti matráðinn í mötuneyti skólans af. Svandís Egilsdóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, segir ekkert atvinnuleysi vera í bænum og voru því góð ráð dýr. Hafði hún þá samband við Hótel Öldu og bað um aðstoð þaðan. „Þetta hefur lengi verið draumur okkar, bæði í skólanum og þeirra sem sjá um félagsheimilið, að bjóða upp á eitthvað svona. Í síðustu viku var komið upp ástand sem þurfti að leysa þannig að við kýldum bara á þetta og þau fluttu eldhúsið af hótelinu og inn í Herðubreið. Það er alltaf gaman að geta hjálpast að og geta látið drauma sína rætast í leiðinni,“ segir Svandís.Svandís Egilsdóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla.Til stendur að bjóða upp á sameiginlegan hádegismat bæjarbúa fram að jólum. Svandís veit ekki hvort þetta fyrirkomulag getur orðið varanlegt, ferðamennirnir byrja að koma í apríl áður en skólanum lýkur og verða enn í bænum þegar skólinn hefst aftur í ágúst. Þetta gengur allavega á meðan það er rólegt á hótelinu. Við plönum framtíðina betur í desember, þegar reynslan er orðin meiri, auðvitað eru alltaf lausnir á öllu. Almenn ánægja er með fyrirkomulagið. „Það myndast mjög lífleg stemning og það er virkilega frábært að margar kynslóðir borði saman. Foreldrar geta komið og borðað með börnunum. Eldri borgarar eru svo með sérstakan díl á matnum. Það er eitthvað svo heimilislegt að allt samfélagið sé að borða saman. Það er mjög mikils virði að enginn þurfi að borða einn.“ Unnið er með lífrænt grænmeti sem kemur ferskt með Norrænu. Einnig er passað upp á að vera ekki með unnar matvörur. Alls eru þetta minnst 110 manns í einu, oft fleiri. Þeim fjölgaði nokkuð í gær þegar 45 listnámsnemar frá Hollandi voru með. „Þetta var smá kaos, sem er bara gott,“ segir Svandís og hlær. Á næstunni munu svo elstu börnin af leikskólanum einnig koma yfir, allavega einn dag. Taka þarf mið af þörfum mismunandi hópa. „Það er ekki alveg sami matseðillinn alla daga fyrir alla, það er líka verið að elda fyrir eins árs börn, þau þurfa ekki alveg jafn staðgóðan mat og starfsmenn Endurvinnslunnar. Það er reynt að mæta öllum þörfum,“ segir Svandís. Svandís hvetur önnur sveitarfélög til að prófa þetta. „Við gerðum þetta þegar ég var skólastjóri á Borgarfirði eystra. Þá kom eldra fólk sem bjó eitt í skólamötuneytið. Mér finnst að við ættum að hugsa um okkar félagslegu líðan þegar við erum að skipuleggja okkur. Ég er alveg handviss um að þetta geti unnið gegn einmanaleika.“ Birtist í Fréttablaðinu Eldri borgarar Seyðisfjörður Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Lífleg stemning er nú í hádeginu í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði þar sem grunnskólabörn borða hádegismat með öðrum bæjarbúum. Hefur þetta nú staðið yfir í viku, eða frá því að leysa þurfti matráðinn í mötuneyti skólans af. Svandís Egilsdóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, segir ekkert atvinnuleysi vera í bænum og voru því góð ráð dýr. Hafði hún þá samband við Hótel Öldu og bað um aðstoð þaðan. „Þetta hefur lengi verið draumur okkar, bæði í skólanum og þeirra sem sjá um félagsheimilið, að bjóða upp á eitthvað svona. Í síðustu viku var komið upp ástand sem þurfti að leysa þannig að við kýldum bara á þetta og þau fluttu eldhúsið af hótelinu og inn í Herðubreið. Það er alltaf gaman að geta hjálpast að og geta látið drauma sína rætast í leiðinni,“ segir Svandís.Svandís Egilsdóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla.Til stendur að bjóða upp á sameiginlegan hádegismat bæjarbúa fram að jólum. Svandís veit ekki hvort þetta fyrirkomulag getur orðið varanlegt, ferðamennirnir byrja að koma í apríl áður en skólanum lýkur og verða enn í bænum þegar skólinn hefst aftur í ágúst. Þetta gengur allavega á meðan það er rólegt á hótelinu. Við plönum framtíðina betur í desember, þegar reynslan er orðin meiri, auðvitað eru alltaf lausnir á öllu. Almenn ánægja er með fyrirkomulagið. „Það myndast mjög lífleg stemning og það er virkilega frábært að margar kynslóðir borði saman. Foreldrar geta komið og borðað með börnunum. Eldri borgarar eru svo með sérstakan díl á matnum. Það er eitthvað svo heimilislegt að allt samfélagið sé að borða saman. Það er mjög mikils virði að enginn þurfi að borða einn.“ Unnið er með lífrænt grænmeti sem kemur ferskt með Norrænu. Einnig er passað upp á að vera ekki með unnar matvörur. Alls eru þetta minnst 110 manns í einu, oft fleiri. Þeim fjölgaði nokkuð í gær þegar 45 listnámsnemar frá Hollandi voru með. „Þetta var smá kaos, sem er bara gott,“ segir Svandís og hlær. Á næstunni munu svo elstu börnin af leikskólanum einnig koma yfir, allavega einn dag. Taka þarf mið af þörfum mismunandi hópa. „Það er ekki alveg sami matseðillinn alla daga fyrir alla, það er líka verið að elda fyrir eins árs börn, þau þurfa ekki alveg jafn staðgóðan mat og starfsmenn Endurvinnslunnar. Það er reynt að mæta öllum þörfum,“ segir Svandís. Svandís hvetur önnur sveitarfélög til að prófa þetta. „Við gerðum þetta þegar ég var skólastjóri á Borgarfirði eystra. Þá kom eldra fólk sem bjó eitt í skólamötuneytið. Mér finnst að við ættum að hugsa um okkar félagslegu líðan þegar við erum að skipuleggja okkur. Ég er alveg handviss um að þetta geti unnið gegn einmanaleika.“
Birtist í Fréttablaðinu Eldri borgarar Seyðisfjörður Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira