Mjótt á munum á breska þinginu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. október 2019 18:45 Það er ekki útilokað að Johnson takist það sem Theresa May tókst ekki. AP/Francisco Seco Afstaða breskra þingflokka til nýs útgöngusamnings ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra er farin að skýrast nokkuð fyrir atkvæðagreiðslu morgundagsins. Allir flokkar utan Íhaldsflokksins hafa lýst sig andvíga samningnum en það þýðir ekki að staðan sé vonlaus fyrir Johnson og hafa samherjar hans reynt að afla stuðnings í allan dag. „Auðvitað munum við reyna að sannfæra alla og undirstrika það jákvæða í samningnum. Ég hef fulla trú á því að það muni skila okkur stuðningi,“ sagði Dominic Raab utanríkisráðherra.Lítill munur Til þess að samningurinn nái í gegnum þingið þurfa 320 þingmenn að greiða atkvæði með honum. Íhaldsflokkurinn hefur 287 atkvæði og þarf Johnson því að tryggja að flokkurinn standi saman. Talið er líklegt að þeir 23 fyrrverandi þingmenn Íhaldsflokksins sem nú eru óháðir greiði atkvæði flestir með samningnum. Samanlagt væru atkvæði þá í mesta lagi 310 og stutt í meirihlutann. Þegar þingið felldi útgöngusamning Theresu May, fyrrverandi forsætisráðherra, í þriðja sinn greiddu fimm þingmenn Verkamannaflokksins og þrír fyrrverandi þingmenn flokksins atkvæði með samningnum. Ef Johnson nær þeim á sitt band er hann kominn ansi nálægt meirihluta og er í rauninni ómögulegt að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðslan fer.Vilja síður fresta Ef samningnum er hafnað er Johnson skyldugur til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Ekki er öruggt að jákvætt svar fáist við þeirri bón og eru því enn nokkrar líkur á samningslausri útgöngu. „Okkur ber að virða útgöngudaginn, 31. október. Ég ætla ekki í einhvern pólitískan skáldskap. Ég ætla ekki að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðslan fer á breska þinginu en ég held að við ættum ekki að samþykkja hvaða frestun sem er,“ sagði franski forsetinn Emmanuel Macron. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Afstaða breskra þingflokka til nýs útgöngusamnings ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra er farin að skýrast nokkuð fyrir atkvæðagreiðslu morgundagsins. Allir flokkar utan Íhaldsflokksins hafa lýst sig andvíga samningnum en það þýðir ekki að staðan sé vonlaus fyrir Johnson og hafa samherjar hans reynt að afla stuðnings í allan dag. „Auðvitað munum við reyna að sannfæra alla og undirstrika það jákvæða í samningnum. Ég hef fulla trú á því að það muni skila okkur stuðningi,“ sagði Dominic Raab utanríkisráðherra.Lítill munur Til þess að samningurinn nái í gegnum þingið þurfa 320 þingmenn að greiða atkvæði með honum. Íhaldsflokkurinn hefur 287 atkvæði og þarf Johnson því að tryggja að flokkurinn standi saman. Talið er líklegt að þeir 23 fyrrverandi þingmenn Íhaldsflokksins sem nú eru óháðir greiði atkvæði flestir með samningnum. Samanlagt væru atkvæði þá í mesta lagi 310 og stutt í meirihlutann. Þegar þingið felldi útgöngusamning Theresu May, fyrrverandi forsætisráðherra, í þriðja sinn greiddu fimm þingmenn Verkamannaflokksins og þrír fyrrverandi þingmenn flokksins atkvæði með samningnum. Ef Johnson nær þeim á sitt band er hann kominn ansi nálægt meirihluta og er í rauninni ómögulegt að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðslan fer.Vilja síður fresta Ef samningnum er hafnað er Johnson skyldugur til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Ekki er öruggt að jákvætt svar fáist við þeirri bón og eru því enn nokkrar líkur á samningslausri útgöngu. „Okkur ber að virða útgöngudaginn, 31. október. Ég ætla ekki í einhvern pólitískan skáldskap. Ég ætla ekki að spá fyrir um hvernig atkvæðagreiðslan fer á breska þinginu en ég held að við ættum ekki að samþykkja hvaða frestun sem er,“ sagði franski forsetinn Emmanuel Macron.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira